Vikan


Vikan - 26.07.1984, Blaðsíða 58

Vikan - 26.07.1984, Blaðsíða 58
15 Barna—Vikan Ævintýrið um spiladósina góðu um sínum og litlu stúlkunni sinni sem hann hélt svo mikið upp á. Stúlkan hét Dagný og hún var svo iðin að hún vann allan daginn meðan faðir hennar og bræður voru úti í skógi aö höggva brenni. Hún tók vel til í húsinu, sópaði gólfið, kveikti upp eldinn, bjó um rúmin og eldaði mat. Allan daginn var hún önnum kafin, alveg þangað til dimmt var orðið, en þá komu verkamennirnir fjórir heim. ,,Hvað hefur þú eldað handa okkur í dag?” spurði faðir hennar þegar hann sá að búið var að bera á borðið og eldurinn logaði glatt í arninum. ,,í dag hef ég bókhveitigraut og steikt svínakjöt,” sagði Dagný og jós á diskana og rétti þessum svöngu verkamönnum. Þegar þeir voru bún- ir að borða þurfti að þvo upp og koma öllu á sinn stað og það var sér. En þetta var í gamla daga og fjölskyldan var fátæk. Stundum varð Dagný að fara til bæjarins til að kaupa vörur og alltaf varð hún að flýta sér því annars gat hún ekki lok- ið við það sem hún átti eftir að gera. Oft langaði hana til að skoða í búðar- gluggana í bænum en til þess var aldrei tími. „Mér þykir leitt hve fátæk við er- um,” sagði faðir hennar sem sá vel hversu önnum kafin litla stúlkan hans var, „en ég get ekki unnið mér inn nógu mikla peninga til að borga stúlku kaup og ef þú tekur ekki til hjá okkur og eldar ekki matinn þá getum við ekki unnið í skóginum.” „Vertu ekki leiður yfir þessu, pabbi minn,” sagði Dagný og kyssti pabba sinn. „Ég vil heldur vinna en leika mér því ég veit að ykkur þykir svo væntummig.” En samt var Dagný litla dálítið þreytt og óskaði að geta hvílt sig dálítið. Dag nokkurn átti hún mjög annríkt. Hún vildi gjarnan ljúka við að baka köku fyrir næsta dag sem var afmælisdagur pabba hennar. Á meðan hún átti í mesta annríkinu var barið að dyrum og þegar hún opnaði sá hún konu standa fyrir utan. „Má ég koma inn og tylla mér að- eins niður? ’’ sagði konan.,,Ég er svo þreyttog svöng.” „Já, gjörðu svo vel,” sagði Dagný sem var mjög hjartagóð og vor- kenndi ókunnu konunni. „Þú getur líka fengið að borða.” Konan borðaði og drakk og þegar hún var búin þakkaði hún litlu stúlk- unni og sagði: „Þú hefur verið mjög góð við mig og ég vil gefa þér gjöf. Sjáðu hérna. Þú mátt eiga þessa spiladós. Þegar þú átt veru- lega erfitt skaltu draga hana upp og þá verður þú undrandi.” Þar með tók konan litlu spiladósina úr klút, sem hún var með í hendinni, og setti hana á borðið. „Viltu nú vísa mér veginn til bæjarins?” spurði konan og Dagný fylgdi henni áleiðis, kvaddi hana og þakkaði henni fyrir dósina. Þegar hún var komin heim aftur andvarp- aði hún: „En hve hér er mikið að gera. Ég á eftir að sópa og hreinsa og ég sem ætlaði að hnoða deig í köku.” Hún var svo þreytt að hún varð að setjast niður andartak og hvíla sig. Þegar hún kom auga á spiladósina sagði hún: „Nú er ég orðin það sein að fimm mínútur gera hvorki til né frá, ég held ég dragi spiladósina upp og hlusti á hana. Ef til vill kynnist ég þessu óvænta sem konan minntist á.” Dagný sneri handfanginu þar til dósin byrjaði að spila lítið fjörugt lag. En hvað var nú þetta? Dagný leit í kringum sig og hélt aö þetta væri draumur. Allir hlutir í eldhús- inu fóru á hreyfingu og það var eins og þeir væru með hendur og fætur. Það hafði logað svo illa undir pottin- um með vatninu að það vildi alls ekki sjóða. En nú fór físibelgurinn upp á lítinn skemil og tók að blása í eldinn og brátt fór að sjóða. Sópur- inn fór á hreyfingu og allt ryk og aska, sem var á gólfinu, sópaðist 58 Vikan 30. tbl.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.