Vikan - 26.07.1984, Blaðsíða 14
Litið inn til listamanna:
Heimsókn á
Fjölskyldan er oft öll á uinnustaðnum. Hér eru Leifur og Jói við vinnu.
spurður að því hvort við veröum
ekki leið hvort á öðru að vinna
svona mikið saman en gler og ull
eiga ýmislegt sameiginlegt og þar
með líklega við. Jói sonur okkar
var hins vegar eitt sinn spuröur að
því hvar eða við hvað pabbi hans
og mamma ynnu og svariö sem
hann gaf var: Pabbi brýtur gler
og mamma setur það saman.”
Hvað er spennandi við gler
og hvers vegna fór Leifur út í
glerlist?
„Mér finnst glerið mjög spenn-
andi aö því leyti aö það er efni sem
er lítt kannaö og þaö er ekki bund-
ið neinu í tíma og rúmi. Gleriö hef-
ur svo marga möguleika og það
hefur þann eiginleika aö hrökkva í
sundur. Glermyndir eru settar
saman úr mörgum glerbrotum má
segja, greyptum í blýfalsa og þær
eru háðar birtu sem fellur í gegn-
um þær en endurvarpa henni
ekki eins og til dæmis málverkið
gerir. Þetta er mjög spennandi því
þaö er fyrst hægt að gera sér grein
fyrir hvernig til hefur tekist með
glermynd þegar hún er komin á
þann stað þar sem hún á að vera
því að með tilkomu utanaðkom-
andi birtu og ýmsum hlutum í um-
hverfinu er verkiö fyrst fullbúið.
Þetta finnst mér alltaf spennandi
augnablik.
Ég var Myndlista- og handíöa-
skólanum frá 1962—1966 og strax á
öðru ári þar var ég ákveðinn í aö
fara út í glerlistina. Þarna við
skólann var starfandi skoskur vef-
ari og glerlistarmaður, James
Langan, og hjá honum gerði ég
fyrstu tilraunir mínar með gler-
myndir. Kynni mín af þessum
skoska kennara réðu því sennilega
aö ég fór í glermyndadeild lista-
skólans í Edinburgh en listaskólar
í Noröur-Englandi og Skotlandi
hafa lengi lagt töluverða áherslu á
hagnýtar listgreinar eins og til
dæmis leirkerasmíöi, fatahönnun,
vefnað og glermyndagerö. En viö
þá sem hafa hug á að fara út í gler-
list vil ég segja þetta: Mjög mikil-
væg undirstaða er gott listrænt
nám því tæknilegu atriðin eru æf-
ing. Ef listrænu skólunina vantar
er mikil hætta á að festast í
ákveönum stíl. Aðalatriðið aö
mínu mati er góð listræn skólun.”
Ævaforn listgrein
— Eru glermyndir í tisku?
„Það hefur sjaldan ríkt eins
mikil gróska í þessari listgrein
eins og á síðustu áratugum en
þetta er samt ævaforn listgrein
sem er aö endurheimta forna
frægð og nú á hvert land í Evrópu
sér snilling á þessu sviði. Gler-
myndirnar í dag höföa til samtím-
ans eins og gömlu glermyndirnar
til forna gerðu. Þetta eru mikil
listaverk eins og til dæmis gluggi
málarans Matisse í Time-Life
byggingunni í New York en elstu
uppistandandi gluggar sem vitaö
er um eru frá 1065 og eru í dóm-
kirkjunni í Augsburg í Þýska-
landi. Það sem er mjög athyglis-
vert við þessa fyrstu glugga sem
við þekkjum er að þeir sýna full-
komið vald yfir allri glermynda-
tækni.
Það er vitað um tilveru gler-
hnullunga frá því um 12.000 f. Kr.
en frá því um um 700 f. Kr. eru til
litaöir glerbútar frá Miðaustur-
löndum sem notaðir voru í skart-
gripi og dýra skrautvasa. Með örri
þróun í byggingarlist, sem fylgdi
gotneska stílnum upp úr 1150, urðu
kirkjur stærri og kröfðust meira
ljóss aö innan og þar meö stærri
glugga. Og þaö er einmitt þá sem
blómaskeiö glermyndarinnar
gengur í garð. Á12. og 13. öld þótti
gleriö til dæmis sjálfsagt þegar
verið var aö skipuleggja kirkjurn-
ar. Hönnun kirknanna og bygging-
anna og svo glerverkiö var ein
órofa heild. Þetta er þaö sem
koma skal að mínu áliti, sérstak-
lega núna þegar steinda gleriö er
aö endurheimta forna frægð sína.
Þaö væri til dæmis æskilegt í sam-
bandi við nýbyggingar, þar sem
hönnuður hefði áhuga á að hafa
glermynd í verkinu, að hann hefði
strax á frumstigi sinna teikninga
samband viö viðkomandi lista-
mann og að þeir ynnu síöan saman
að sem bestri útkomu því ákvörö-
un um hvar glermynd á að koma
er vandasamt verk og mikilvægt
að vel sé að málum staöið. ”
Ekki aðeins glerlist í kirkjum
Verk Leifs má sjá víða og þau
prýða ekki aðeins kirkjur eins og
loftskreytingin á Skálafelli í Hótel
Esju, veggur Þjóðleikhúskjallar-
ans, ýmsir bankar og skólar og
ýmis verk í einkaeign bera vott
um.
„Það má segja að verkin sem ég
vinn að séu þrenns konar. Það eru
verk í sambandi við umhverfið og
arkitektúr sem eru þá verk sem ég
er fenginn til að vinna aö. Það er
mjög mikilvægt í sambandi við
þessi verk að taka tillit til allra að-
stæðna, hvernig húsnæðið er,
hvernig útlínur þess eru, hvað á að
hafast að innan veggja þess og
þar fram eftir götunum. Þetta eru
stóru verkin en samhliða þeim
vinn ég það sem kallast frjáls
verk. Þetta eru þá fríhangandi
verk í glugga, verk í tengslum viö
sýningar og fleira. Ég nota svo oft
hugmyndir úr þessum minni verk-
um í stærri verkin. Verk sem eru
unnin fyrir einkaaðila krefjast
líka umhugsunar. Þaö er ekki
sama hvort verkið á að vera i
stofu með nútímahúsgögnum eða
hvort stofan er antík en þau mega
heldur ekki týna persónulegu
handbragði. Þetta allt verður að
vinna saman. í þriöja lagi er ég
síöan að vinna verk sem ég kalla
umhverfisverk en það eru til dæm-
is ýmiss konar glerskúlptúrar. ”
— Uppáhaldsverk?
„Nei, eiginlega ekki. Mér finnst
venjulega mest gaman að því
verki sem ég er að vinna að hverju
sinni. Nú á drekinn minn, sem fer
á Kjarvalsstaði, hug minn allan.”
Glerlistarverk verður til
Þegar horft er á glerlistarverk,
til dæmis stóran og margbrotinn
glugga, vaknar sú spurning hvaða
vinna liggi að baki. Leifur út-
14 Vikan 30. tbl.