Vikan


Vikan - 26.07.1984, Blaðsíða 41

Vikan - 26.07.1984, Blaðsíða 41
sóun. ” Allavega hugsaði hann eitt- hvað í þessa átt. Að minnsta kosti kom hann hlaupandi með 30 sentí- metra sölumannsbros á vör til okkar. — Get ég nokkuð aðstoðaö frúna? — Aðstoðað? endurtók Maríanna, — ja, það er ég nú ekki svo viss um. Það er lítið úrval hérna. — Við erum með mörg þúsund gerðir af skóm á lager. Og það ætti nú ekki að vera svo ýkja erfitt að finna eitthvað á svona vel skapaða fætur og frúin er með. Maríanna var greinilega nokkuð uppveðruð og settist með viðurkenningarbros á vör á stól þarna hjá. — Ég ætlaði að líta á gönguskó, sagði hún. — Við erum með mjög góða ítalska hérna, stílhreina Kali- forníuskó í drapp, karamellulit og sandlit. — Nei, ekki líst mér nú á það. Hællinn er ekki nógu góður. — Við eigum þá líka með klumphæl og fíngerðum nælonhæl. Hún mátaði. — Nei, sagði hún stutt í spuna. — Paradúlhæl kannski? Hún mátaði meö paradúlhæl. — Nei. Sigfótur greip í snarheitum þrjá, f jóra kassa úr hillunum. — Jæja, þá erum við nú með mjög skemmtilega handunna chebrtau, eins og þessa hér....taktu eftir spennunni sem liggur hér fyrir og þessu hér.... og hérna hvernig þeir eru skornir... við eigum þá í heilum og hálfum númerum efþaðmábjóða... — Ég ætla að máta. Nei...ekki þessa, hina... — Þessa marínbláu? — Já. Hún mátaði þá. Ég eygöi von. — Hvað finnst þér? — Jú, ég flýtti mér að kinka kolli — fáðu þá bara. Hún gekk fram og aftur á rauða dreglinum. — Mér finnst þeir þrengja að alls staðar — ég get ekki ímyndað mér að nokkur manneskja geti gengið í svona skóm. Ég vil hvorki eiga þessa skó né sjá. Hvað ertu með þarna í efstu hillunni? Ég tók eftir að Sigfótur stundi lágt. Hann var greinilega ekkert yfir sig hrifinn af viðskiptavinum sem vildu bara efstu hillurnar. — Þessir eru háhælaðir úr gervi-lamaskinni og petit-stultu- hælum, en ég á von á að frúin hafi áhuga á vandaðri skóm...ef ég má ráða heilt. — Ég ætla nú samt að máta. Hann klifraði upp stigann og kom með fangið fullt af skó- kössum. I þeim var svo ekkert sem Maríönnu líkaði. Hann fékk að fara þrisvar, fjórum sinnum í viðbót. Svo fór hún að sýna þessum hallærislegu lághæluöu í útstillingarglugganum áhuga. — Hvaðer nú þetta? — American Ohio-krókó. — Gervikrókódílaskinn? — Já. — Þá er það ekkert fyrir mig. Ertu meö eitthvað meira þarna í efstu hillunum? Sigfótur hóf sig á loft enn einu sinni og enn kom hann niður með fangið fullt. — Hér eru þægilegir og mjög klæðilegir skór, kantstungnar mokkasínur, stillanleg rist, PVC- sóli og góður tvöfaldur tax-hæll með... — Biddu fyrir þér, þetta er nú líkara skinnbáti! Sigfótur leit örvæntingarfullur á mig. Hvað ætlaði ég aö gera í málinu? Hann hafði nú brátt tekið allt niður úr hillunum og mér fannst útilokað að vera að ómaka hann öllu meir. — Er ekkert hér sem þú...? byrjaði ég. Þá allt í einu var hún komin á fullt að máta brúna skó. — Veistu hvað? sagði hún og virtist allt í einu áhugasöm — þessir hérna millibrúnu....þeir passa. Þeir eru þeir fyrstu sem ég máta í dag sem mér finnst þægi- legir. Sigfótur varð að spenna greipar til að halda geðshræringu sinni í skefjum. — Þetta eru skórnir sem frúin var í þegar hún kom, sagði hann. — Já, einmitt, sagði hún. Áttu ekki eitthvað í svipuðum dúr bara í öðrum lit, með hærri hæl og kannski svolítið betur farna. Það væri til dæmis gott að fá silfur- gráa í rúskinni. Áttu svoleiðis? Sigfótur varð aö játa að hann átti ekki silfurgráa. Maríanna leit snöggt á efstu hillumar. Þar var ekki meira að hafa. Hálftími leið. Svo gerðist kraftaverkið. Hún ákvað að fá sér ósköp venjulega brúna bandaskó. Sigfótur var ekki seinn að koma þeim í kassann og setja band utan um. Hann var rétt að fá mér reikninginn þegar Maríanna sagði dálítið sem fékk hann til að verða alveg heið-American-krókó- grænan í framan. Hann var greini- lega kominn á fremsta hlunn með að rjúka í hana yfir borðið og taka hana kverkataki. Maríanna sagði: — Nei, ég held ég vilji þá annars ekki....ég er ekkert hrifin af þessum kassa. \s Stjörnuspá Hrúturinn 21. mars- 20. apríl Þótt þú eigir í erfið- leikum með að lynda við vinnufélaga þína skaltu ekki láta hug- fallast. öll él birtir upp um síöir og væri reynandi fyrir þig að líta í eigin barm og kappkosta að vera hlýr og vingjarnlegur í viðmóti. Krabbinn 22. júni - 23. júli Þér hættir til aö gera of miklar kröfur um fullkomnun. Reyndu að líta á björtu hlið- arnar á tilverunni og leggja ekki of mikiö upp úr smámunum. Vertu sérlega blíður í garð þinna nánustu. Nautið 21. apríl - 21. mai Loksins gefst þér tækifæri til að slaka á eftir annasamar vik- ur að undanförnu. Vertu ekki of kröfu- harður, hvorki í eigin garð né annarra. I fjármálunum er útlit- ið óvenjulega bjart. Ljónið 24. júlí - 24. ágúst Það er ljóshærður maður að laumast inn í líf þitt. Vertu ekki of áköf heldur íhugaðu málin vel og flanaðu ekki að neinu. Einbeittu þér að starfinu. Það mun borga sig. Vogin 24. sept. - 23. okt. Þú átt von á óvænt- um endurfundum við vin sem þú hélst að þú sæir ekki aftur. Taktu þér tak og leggðu af ýmsa ósiði, en til þess gefst gott færi núna. Steingeitin 22. des. - 20. jan. Eftir erfiðan tíma undanfarið er nú loks tími til að slaka á og líta yfir farinn veg. Þú ættir að einbeita þér að fjölskyldunni og reyna að fá sem mest út úr samskipt- um þínum við þína nánustu. Sppfðdrekinn 24. okt. - 23. nóv. Þér virðist hætta til þess að mikla fyrir þér erfiðleika. Mundu að hlutirnir eru aldrei eins erfiöir þegar á hólminn er komið. Þú ættir að reyna að koma ýmsum persónuleg- um smámálum á hreint. Vatnsberinn 21. jan. ~ 19. febr. Loksins virðist vera runnin upp vikan þín. Þér gengur flest í haginn en mundu aö iðjusemin er upp- spretta velsældarinn- ar. Láttu ekki blind- ast af velgengninni og mundu að lánið er valt. Tviburarnir 22. mai - 21. júní Þú hefur haft áhyggjur af nákomn- um ættingja undan- farið en allt bendir til að áhyggjurnar séu óþarfar. Þú færð gott tækifæri á næstunni og um aö gera að glata því ekki með óþarfa fljótfæmi og fumi. Meyjan 24. ágúst - 23. sept. Það er engin ástæða fyrir þig að örvænta þótt þér þyki lítið miða. Róm var ekki byggð á einum degi! Kappkostaðu að ljúka þeim verkum sem liggja á borðinu þínu. tJtlit er fyrir skemmtilegt ferðalag hjá þér á nasstunni. Bogmaðurinn 24. nóv. - 21. des. Þú skalt ekki halda að annað fólk hafi það ævinlega betra en þú. Jörðin er óttaleg- ur táradalur, að minnsta kosti ef maður er sífellt að bera sig saman við aðra. Reyndu heldur að gleðjast yfir því sem þú hefur. Fiskarnir 20. febr. - 20. mars Láttu ekki hugfallast þótt þér finnist að þér hafi mistekist. Þú skalt ekki taka ein- hverjum gylliboðum þótt þau berist. Það er meira virði að sinna vel því sem þú hefur fyrir stafni núna. 30. tbl. Vikan 41
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.