Vikan


Vikan - 26.07.1984, Blaðsíða 61

Vikan - 26.07.1984, Blaðsíða 61
Texti: Hörður Englands, sjáið til dæmis Hanoi Rocks og fleiri. Það er hins vegar Heavy Metal rokkið sem sænskar hljómsveitir stæla frá Bretlandi. Candy Roxx er original hugmynd, en við erum vissulega undir áhrifum frá öðrum. Ég nefni fyrst og fremst Sweet og svo eru það fleiri, Alice Cooper, T. Rex og nokkrir aðrir. Þú sérð að það sem við erum er „dangerous”, þú veist, og ég er frægur fyrir minn sérlega slæma smekk og ég er stoltur af því hversu slæmt orð fer af mér og þannig erum við reyndar allir. Leyfðu mér að út- skýra málið. Þegar viö komum til nýs bæjar stendur yfirleitt á forsíðum bæjarblaðanna: „Læsið inni dætur ykkar, Candy Roxx er á leiðinni... ! „Þannig er ímynd okkar.” Þannig að þið eruð eitthvað á milli Kiss og Sweet hvað það varðar? „Já grunnhugmyndirnar eru þaðan en núna er ekki hægt að benda á okkur og segja: „Þetta er Kiss! og þetta er Sweet! En sexið, eruð þið maskúlín, feminín eða júnísex? „Allt þrennt og leyfðu mér að út- skýra mig að nýju. Þegar söngvarinn okkar er á sviði er hann bara í einum netsokka- buxum, háum indíánastígvélum með kögri, fjaðraskraut á höfðinu og um hálsinn, með eitt pungbindi og loks fullmálaður. Fjaðrirnar og málningin eru kvenlegar, líka stígvélin en pungbindið, það er mjög, mjög karlmannlegt. Þó við blöndum þessu öllu svona saman þá erum við samt mikiö meira „macho” en kvenlegir.” En hvað með músíkina? Sebastian syngur fyrir mig lag- stúf sem gæti allt eins verið Bay City Rollers, „Þetta er viðlagið og svo er miklu meiri melódía í þessu hjá okkur því að þetta er ekki bárujárn, þetta er glamrokk, og glamrokk hefur sterk viölög og síðan mikla keyrslu í laginu sjálfu, þú veist, við höfum intró, lag og svo viðlag og þetta keyrum við mikið með trommum og bassa. Mér finnst við vera ferlega góðir. . . ” En textarnir? „We wanna screw every girl.. . Neinei, ég var bara að grínast, en það er samt eitthvað í þessa áttina, „Come on and whip me allt night. .. ” Eitthvað veru- lega varasamt og spennandi. Nú erum við að fara að taka upp þessa plötu og hún á að heita „Sex And Leather”.” Breytir það ekki kvennamálun- um hjá þér að vera svona ofsalega frægur? „Júhú. Við verðum allir að skipta um símanúmer hjá okkur á þriggja mánaða fresti þannig að það getur verið svolítið leiðinlegt. Það eru vissir kostir við þetta og svo líka gallar, til dæmis fjöl- skyldulífið. Ég hef varla séð mömmu mína í fleiri vikur núna og samt bý ég í sömu borg og hún. Líka er þaö að allir eru að bjóða manni dóp til sölu. Ég nota bara ekki svoleiðis og enginn í grúpp- unni gerir það. Það voru tveir sem voru farnir að reykja hass af mikl- em móð og við rákum þá bara. Það þýðir ekkert að standa í þessu upp á eitthvað svoleiðis. Vissirðu að bróðir nýja gítarleikarans okk- ar er nýi gítarleikarinn í Kiss? ” Ég neitaði því og roðnaði af skömm yfir fáfræði minni. „Og á ég að segja þér eitt í viðbót? Max, millasonurinn, á kærustu, og veistu hver hún er? Ha? Hún er dóttir Peter Sellers og Britt Ekland. Þetta er hlutur sem þú færð bara að vita af því að þú ert langskemmtilegasti blaðasnápur- inn sem hefur talað við mig hér á landi.” Samtalið fór nú að leiðast inn á ýmsar vafasamar brautir, kvennafarssögur og margt fleira sem á ekki heima í virðulegu blaði. Sebastian var bæði blankur og svangur þannig að við fórum út að borða — á minn kostnað. Það endaði nú með því að leiðin lá á næturklúbb því að auk þess að vera saddur og blankur var hann óttalega einmana og þurfti hvort sem er að halda sér vakandi þang- að til hann flygi til Svíþjóðar. Á klúbbnum varð honum að orði í þriðja skiptið: „Ég hef aldrei á ævi minni séð eins mikið af æðis- legu kvenfólki og hér á íslandi. Guð, hvað þið eigið gott. . . ” 30. tbl. Vikan 6X
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.