Vikan


Vikan - 26.07.1984, Blaðsíða 16

Vikan - 26.07.1984, Blaðsíða 16
Af hverju fær hann Albert sér ekki apa? Texti: Borghildur Anna Með lögum skal land byggja stendur einhvers staðar skrifað og með það í huga setjum við íslend- ingar okkur hinar ýmsu reglur — enda viljum við allir byggja sem allra oft- ast. Sem þjóð höldum við ýmsum sérkennum — höf- um jafnvel stundum sjálf- stæða skoðun á hinu og þessu og látum ekki mis- vitra ráðgjafa og sérfræð- inga hafa áhrif á innstu sannfæringu. Til þess að verða ekki drykkjusýkinni að bráð drekkum við til dæmis bara bjór sem blandaður er með spíra og vorkenn- um þessum útlensku greyjum sem lepja gutliö spíralaust — enda hefur okkur tekist að reikna út að einmitt þannig verði hinir ræflar og rónar. Og meðan íbúar erlendra stórborga geta varla þverfótað fyrir hundum eru þeir bannaðir í borg og stærri bæjum hérna á Fróni. Þeir brotlegu eru umsvifalaust sektaðir og þessi slefandi gæludýr þeirra jafnvel aflífuð. Enda er umhverfið okkar með eindæmum hreint og loftið tært. En það eru alltaf ein- hverjir sem hafa farið of oft út fyrir landsteinana og smitast af óheilbrigð- um útlenskum skoðunum. Fjármálaráðherrann okk- ar, hann Albert, hefði 16 Vlkan 30. tbl. betur haldið sig við Val hérna um árið í stað þess að flækjast um allan heim með tuðruna á undan sér. Núna síðast vildi hann engum sönsum taka þeg- ar yfirvöld buðust til að losa hann við aldraða hundtík og hótaði að flytja til Frakklands aftur. Þar veit hann að bæði hundar og fjármálaráðherrar eru ekki á lista yfir náttúru- fyrirbrigði sem ber að fjarlægja. Málið vakti aö sjálfsögðu miklar deilur, enda engin trygging fyrir því að Albert flytti fjár- lagagatiö og ríkiskassann með sér úr landi. I fjöl- miðlum var fjármálaráð- herrann stórorður og sljákkaði lítt í honum þótt Sakadómur Reykjavíkur dæmdi hann í sekt eða aö sæta varðhaldi ella. I einu dagblaðanna þann 26. júní sagði hann að honum fyndist fáránlegt að mega ekki halda hund í fjölbýl- ishúsi — bara fíl. Okkur finnast satt aö segja held- ur slæm skipti ef Albert er alvara með að fórna Lúsí fyrir fíl — þótt fíllinn að vísu gelti ekki er aldrei að vita nema raninn til dæmis fari að flækjast fyrir fótum manna. Kannski dugar ekkert minna en fíll í fjárlaga- gatið? Við á Vikunni tökum okkur þetta mál mjög nærri og erum öll af vilja gerð að finna viðunandi lausn fyrir alla aðila. Á meðfylgjandi mynd eru einmitt ágætis gæludýr fyrir Albert sem allir málsaðilar ættu að okkar dómi að geta sætt sig við. Þetta er Japanapinn sem kann með eindæmum vel við sig í snjó og heitum uppsprettum. Hann er fjörugur félagi og hefur óneitanlega talsvert meiri þróunarmöguleika en hundurinn. Fæstir vinnu- félagar Alberts á þingi myndu til dæmis sam- þykkja að vera komnir af eintómum hundum en ef minnst er á apa snýst dæmið snarlega við. Hér eru aðeins fáir kostir ap- ans upptaldir en við get- um ekki annað en spurt: Af hverju fær hann Albert sér ekki bara apa?
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.