Vikan


Vikan - 26.07.1984, Side 16

Vikan - 26.07.1984, Side 16
Af hverju fær hann Albert sér ekki apa? Texti: Borghildur Anna Með lögum skal land byggja stendur einhvers staðar skrifað og með það í huga setjum við íslend- ingar okkur hinar ýmsu reglur — enda viljum við allir byggja sem allra oft- ast. Sem þjóð höldum við ýmsum sérkennum — höf- um jafnvel stundum sjálf- stæða skoðun á hinu og þessu og látum ekki mis- vitra ráðgjafa og sérfræð- inga hafa áhrif á innstu sannfæringu. Til þess að verða ekki drykkjusýkinni að bráð drekkum við til dæmis bara bjór sem blandaður er með spíra og vorkenn- um þessum útlensku greyjum sem lepja gutliö spíralaust — enda hefur okkur tekist að reikna út að einmitt þannig verði hinir ræflar og rónar. Og meðan íbúar erlendra stórborga geta varla þverfótað fyrir hundum eru þeir bannaðir í borg og stærri bæjum hérna á Fróni. Þeir brotlegu eru umsvifalaust sektaðir og þessi slefandi gæludýr þeirra jafnvel aflífuð. Enda er umhverfið okkar með eindæmum hreint og loftið tært. En það eru alltaf ein- hverjir sem hafa farið of oft út fyrir landsteinana og smitast af óheilbrigð- um útlenskum skoðunum. Fjármálaráðherrann okk- ar, hann Albert, hefði 16 Vlkan 30. tbl. betur haldið sig við Val hérna um árið í stað þess að flækjast um allan heim með tuðruna á undan sér. Núna síðast vildi hann engum sönsum taka þeg- ar yfirvöld buðust til að losa hann við aldraða hundtík og hótaði að flytja til Frakklands aftur. Þar veit hann að bæði hundar og fjármálaráðherrar eru ekki á lista yfir náttúru- fyrirbrigði sem ber að fjarlægja. Málið vakti aö sjálfsögðu miklar deilur, enda engin trygging fyrir því að Albert flytti fjár- lagagatiö og ríkiskassann með sér úr landi. I fjöl- miðlum var fjármálaráð- herrann stórorður og sljákkaði lítt í honum þótt Sakadómur Reykjavíkur dæmdi hann í sekt eða aö sæta varðhaldi ella. I einu dagblaðanna þann 26. júní sagði hann að honum fyndist fáránlegt að mega ekki halda hund í fjölbýl- ishúsi — bara fíl. Okkur finnast satt aö segja held- ur slæm skipti ef Albert er alvara með að fórna Lúsí fyrir fíl — þótt fíllinn að vísu gelti ekki er aldrei að vita nema raninn til dæmis fari að flækjast fyrir fótum manna. Kannski dugar ekkert minna en fíll í fjárlaga- gatið? Við á Vikunni tökum okkur þetta mál mjög nærri og erum öll af vilja gerð að finna viðunandi lausn fyrir alla aðila. Á meðfylgjandi mynd eru einmitt ágætis gæludýr fyrir Albert sem allir málsaðilar ættu að okkar dómi að geta sætt sig við. Þetta er Japanapinn sem kann með eindæmum vel við sig í snjó og heitum uppsprettum. Hann er fjörugur félagi og hefur óneitanlega talsvert meiri þróunarmöguleika en hundurinn. Fæstir vinnu- félagar Alberts á þingi myndu til dæmis sam- þykkja að vera komnir af eintómum hundum en ef minnst er á apa snýst dæmið snarlega við. Hér eru aðeins fáir kostir ap- ans upptaldir en við get- um ekki annað en spurt: Af hverju fær hann Albert sér ekki bara apa?

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.