Vikan - 27.12.1984, Blaðsíða 5
Áramótagyðjan
Svamptertubotnum, sultu, viskíi og
marspipan er blandað saman í hæfi-
lega þykkt mauk, söxuðum hnetum,
súkkati og kirsuberjum bætt í mass-
ann og fraukan síðan mótuð á fati og
pensluð með smjöri.
Neptúnusrækjur
11vatn
500 g smjör
500 g hveiti
14 til 16 egg.
BoHurnar:
Vatnið og smjörið soðið saman, hveit-
inu bætt út í og kælt. Hrært kalt og
eggjunum bætt út í smám saman.
Sprautað á smurða plötu og bakað.
Bollurnar eru fylltar með rækjum
og sósunni og haldið heitum þar til
þær eru bornar fram. Skreyttar með
úthafsrækju.
Sósan:
Humarskel er brúnuð í potti með
gulrótum, lauk og steinselju og
flamberuð í koníaki. Fisksoði bætt í
og jafnað með smjörbollu. Soðið í 1
1 /2 klukkustund og bætt með rjóma.
Miðnæturbökur
400 g hveiti
120 g smjörliki
1,6 dl vatn
salt.
Hnoðað saman og vatninu bætt var-
lega saman við. Deigið er flatt út og
látið á smurðan disk ásamt tómat-
mauki, skinku, grænni papriku og
beikoni. Þakið með osti og bakað.
Tómatmauk:
Laukur er soðinn í ólífuolíu ásamt
tómötum, hvítlauk, timian, rósmaríni
og örlitlum sykri.
46. tbl. Vikan s