Vikan


Vikan - 27.12.1984, Blaðsíða 42

Vikan - 27.12.1984, Blaðsíða 42
Framhaldssaga r Ellefti hluti. c%ST1R ^EMMU „Við veröuin aö snúa á Svörtu- Kráku,” sagöi hann. „Rauðskinn- inn er mjög slægur. Svarta- Kráka er þegar búin aö komast að þeirri niðurstöðu að við höfum hingaö til sloppið við ásókn illra anda, fyrst brotthvarf okkar úr þessu lífi fylgdu ekki kvalavein þjóðsögunnar. Hann hlýtur að hafa reiknað út að við gerum svona og svona. Við verðum því aö gæta okkar að gera ekkert slíkt.” Það var ekki hægt að toga nein frekari smáatriði upp úr Yves annað en það að flóttatilraun þeirra yrði gerð næstu nótt. Þegar sólin var hátt á lofti bað- aði Emma sig í þeim hluta lækjar- ins sem var úr augsýn óvinanna fyrir ofan þau. Hún var ánægð með að aðdáunaraugnaráð veiði- mannsins beindist sí og æ að henni, kraup svo vatnið náði henni í mitti í ólgandi flauminum, jós upp lófafylli af tæru og köldu vatn- inu og hellti því yfir höfuð sitt og axlir. Hún vissi að hann girntist hana með endurheimtri karl- mennsku sinni og hún var sæl í þeirri vissu að með líkamsfegurð sinni og með því að beita töfrum sínum hefði hún frelsaö hann frá þeim skelfingum sem höfðu minnkað hann svo. Þá fór hún að velta því fyrir sér af hverju hann hefði flutt út í auðn- ina. Það virtist ekki erfitt að finna svarið: Hvorki hjáleigan né bæjarlífið hefði verið honum bæri- legt eftir að María fyrirfór sér. Hann hafði einu sinni sagt við Emmu að heimili hans væri þar sem hann væri staddur í auðninni. Þegar hún yröi farin frá honum, þegar hún hyrfi í hlutverk sitt sem leikfang gamalmennis í Quebec, yrði Yves enn á reiki um vega- lausa skógana: þögull, harður, skelfilega einn, þó ekki fyllilega einn lengur því hann ætti minning- ar um Emmu Devizes til að ylja einsemd sína og lita drauma sína. Og Emma gladdist í örlátu hjarta sínu. „Yves, ef þú hefur ekkert betra að gera, viltu þá vera svo vænn að Janette Seymour Hver er Emma? Hún er ung og falleg stúlka sem kemst að raun um að lífið er enginn dans á rósum og allt krefst nokkurra fórna. — Þegar sagan hefst munar minnstu að hún verði fómarlamb siðlausra óþokka en í það skiptið sleppur hún með skrekkinn. Hún neyðist til að ganga að eiga mann sem er henni lítt að skapi sem eiginmaður, en ævintýraferlinum er síður en svo lokið þótt hún sé gengin í það heilaga — þá fyrst fer að færast fjör í leikinn. Ein- hver leyndardómsfullur huldumaður gerir henni lífið leitt, þar til að lokum að hún uppgötvar hver hann er — og þá verða lesendumir væntanlega ekki síður undrandi en hún sjálf.... Æsispennandi ævintýraróman — um lífsreynslu sem ekki fyrirfinnst lengur, ástir og hrakninga — mannvíg og mansal — látið ÁSTIR EMMU ekki fram hjá ykkur fara! þvo mér um bakið?” spurði hún hann. DAGURINN LEIÐ fljótt. Löngu fyrir myrkur tautaöi Yves eitt- hvað um að kanna flóttaleið þeirra, tók upp langan riffilinn og skaust inn í kjarrið. Þaö leið um það bil klukkustund. Emma leit í kringum sig. Brátt yröu þau farin. Meðan þau höfðu verið þarna í vinalegu gilinu höfðu hlutverk þeirra Yves fullkomlega snúist við. Fyrst var hann björgunarmaöur og hún sú sem bjargað var, nú var það hún sem hafði hrifið hann úr fangavist minninganna. Engu að síður var hún enn ákaflega háð honum — eins og til dæmis núna. Gilbotninn með síhjalandi lækn- um, mosagrónum bökkunum, gróðursældinni — ævinlega svo vinalegur — var orðinn óskýran- lega uggvænlegur eftir rökkur. Yves haföi aldrei fyrr skilið hana eftir eina svona seint. Hann var yfirleitt kominn aftur til hennar og byrjaöur að útbúa kvöldverðinn þeirra. Hún vonaði að hann kæmi fljótlega, mjög fljótlega, áður en skelfilegar trumburnar byrjuðu nætursláttinn uppi í hæöunum. Það fór hrollur um Emmu, eins og einhver hefði rétt gengið yfir gröf hennar. Hún flýtti sér að hrinda þeirri hugsun frá sér. Hvað gat tafið hann? Hann hafði aldrei verið svona lengi í burtu. Höfðu indíánarnir kannski ráðist á hann úr launsátri? Hafði hann rekist á eitthvert stóra rándýrið sem var á ferli í skóginum? Kannski björn? Yves haföi sagt henni frá stóra svarta birninum sem dvaldist í skógum. Hann hafði sagt henni að hann væri ekki árásargjarn en þó kröftugt og hugsanlega hættulegt dýr, elti bráð sína og yfirbugaöi hana með snöggri, miskunnarlausri atlögu. „0, flýttu þér, Yves — flýttu þér!”hvíslaði hún. Deyjandi dagsbirtan teiknaði langa trjáfingurna á dökknandi svörð. Vindgustur skrjáfaði í 42 Vikan 46. tbl.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.