Vikan


Vikan - 27.12.1984, Blaðsíða 45

Vikan - 27.12.1984, Blaðsíða 45
Hann kom hlaupandi aftur. Hún sá á svip hans að mikið lá við. „Eru þeir — komnir á hæla okkar ? ” spurði hún. „Nær en ég hefði trúað,” sagði hann. „Þeir hljóta að hafa séð slóðina okkar strax í birtingu. Rétt í þessu sá ég skelfdan kráku- hóp fljúga upp tæpa mílu fyrir aftan okkur. Það þýðir að þeir hafa ekki villst á gervislóðinni minni og eru fast á hæla okkar.” Fingur Emmu þutu eins og litlar mýs upp eftir bolnum og hnepptu að henni. „Hvað eigum við að gera, Yves?”spurði hún. „Gera? Við hlaupum eins og fjandinn sé á hælum okkar, Emma! ” svaraði hann. Svo þau hlupu. Hún hélt pilsunum upp að mitti, hann var með langa riffilinn, púðurhorniö og skotfærapunginn — allt annað höfðu þau losað sig við, þar með talinn svefnpoka ljúfra minninga. Eftir að því er virtist eilífð stans- aði veiðimaðurinn og þá var það sem næstum leið yfir Emmu af einberri þreytu þar sem hún riðaði upp við tré sem hún studdi sig við. Yves lá á hnjánum, lagði eyrað við jörðina. Hann stóð upp. Augu þeirra mættust. „Þeir eru tveir,” sagði hann. „Ef til vill þrír en ekki fleiri. Hinir hljóta að vera langtum aftar. Þessir náungar eru þeir yngstu, spretthörðustu, hugrökkustu. Hvernig líöur þér, Emma?” „Ég get ekki gengið skrefi lengra,” hvíslaði hún. „Þá verðum við að verjast hér,” sagði hann. „Hvemig sem þaí kann að fara. Taktu riffilinn, Emma.” Og hann rétti henni hann. „Feldu þig bak við tréð. Þú verður að sjá fyrir einum djöflinum. Skjóttu til að drepa. Það verður enginn tími til að hlaða aftur. Gangi þérvel.” Þar sem Emma lá á mjúkum sverðinum, með sæt-rotinn þefinn af dauðum viöi í nösunum, fann hún til þeirrar einkennilegu til- finningar að vera komin aftur til Plaxham að haustlagi, í einn af skotleiööngrum afa gamla Beech- borough. Þetta var Flaxhamskógur endurborinn. Anganin. Sjálf hljóðin: Spæta sem hjó ákaft, hvísl vindsins í háum greinum. Ef hún lokaði augunum hlaut hún að heyra áminnandi rödd afa gamla Beechborough, lyms'kuflissið í Eustace frænda, ánægjuskræki nýjasta viðhaldsins hans þegar það var klipið í kjarrinu. Gerber RICE CEREAL with BANANA AF PLESAU "E EORTIflEÐ WITH IRON ANO VITAMINS mmnnii Fimmtíu ára reynsla og 70% markaðshlutfall í USA segir meira en mörg orð um Gerber barnamatinn. Venjuleg fæða er of bragðmikil eða skortir næringarefni, sem ungbörn þurfa á að halda til að dafna og þroskast eðlilega. Eftir áratuga rannsóknir færustu sérfræðinga hefur Gerber tekist að framleiða, úr bestu hráefnum, mikið úrval af auðmeltanlegum og bragðgóðum barna- mat, með réttum næringarefnahlutföllum. Gerber gæðanna vegna það geta 30 milljón mæður staðfest. Einkaumboð EBBKj . , czMmenólzci" sími 82700 Auglýsingastofa Gunnars
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.