Vikan


Vikan - 27.12.1984, Blaðsíða 60

Vikan - 27.12.1984, Blaðsíða 60
Fyrstu myndirnaraf Frankie voru svona. Ekki nema von aöenginn vildi þá... Liverpoolárin Fyrstu sögur sem fara af þeim meö- lim Frankie Goes To Hollywood sem hvað best er þekktur, Holly Johnson, eru frá 1976. Þá var hann ekki nema 16 ára og hét William Johnson. Pabbi hans og mamma höföu nýveriö bannaö honum að fara út (þaö var laugardags- kvöld) og hann var hræðilega argur. Þaö sem meira er, hann var líka argur eins og Forn-Islendingar heföu skiliö orðið, þaö er öfugur. En þaö þýddi lítið aö stoppa Holly litla og hann rauk út og fór, eins og allir aörir, niður í bæ. Astandiö í Liverpool er hræðilegt hvort sem talaö er um atvinnumál eöa málefni kynhverfra. Þess vegna haföi vinur vor lítiö annað að gera á daginn en aö hanga í kringum hársnyrtistofu nokkra og fá sér eins og eina nýja klippingu á dag, drekka kaffi og ræða um upprisu pönksins viö þá félaga sína sem svipað var komið fyrir og honum. (Meðal þeirra var til dæmis Pete Burns, söngvari Dead Or Alive.) Kvöldin fóru í aö dansa við vini sína undir takti frá Bowie, Roxy Music og Velvet Underground á hommabörum borgarinnar, einu stööunum þar sem þeir gátu veriö án þess aö vera lamdir. Eftir aö pönkbylgjan fór aö flæða um heimsbyggðina hætti fólk aö kalla á eftir Holly „Fucking Queer!” en breytti því í „Fucking punk! ” Astæðan var sú aö hann hafði krúnurakaö sig og gekk í risastórum frökkum meö flúr- nælur af hailærislegustu gerð í barminum. Þetta var þó ekkert nýtt fyrir hann, glysgirni og hneykslun annarra hefur (og mun sennilega) alltaf fylgt honum og vinum hans. A þessum tíma var hann (náttúrlega) at- vinnulaus en eyddi frístundum sínum viö aö kenna sér á kassagítar um leiö og hugur hans opnaöist meir og meir fyrir tónlist almennt. Þaö sama var þó ekki hægt að segja um lund hans, blessaðs. Vegna þess hve veist haföi verið aö honum bæði í skóla og heima hjá sér fyrir kynvillu sína haföi hann lokað persónuleika sinn inni í skel og duldi þaö sem hann hugsaði fyrir flestum nema þröngum hópi vina. Þá skeöi þaö aö hann kynnt- ist manni sem haföi svipaða sögu aö segja, söguna um haröræði unga hommans. Þaö var Paul Rutherford. Þeir uröu fljótt góðir vinir og áöur en langt um leiö var hljómsveitin komin á prjóna þeirra. Það var Hoily sem kast- aöi sér fyrst út í þann bransa meö því aö stofna sveitina Big In Japan en Paul gerði slíkt hiö sama meö því aö gerast söngvari hljómsveitarinnar The Spit- fire Boys. Big In Japan og framhald þess Big In Japan náöi umtalsverðum „underground” vinsældum í Liverpool en haföi það aldrei af aö komast upp á yfirborðið. Oánægöur meö framtak sitt þar fór hann aö vinna meö vinkonu sinni, Jayne Casey, í dúett sem þau kölluðu The Sausages From Mars. Þau fengu ýmsa fíra, sem við þekkjum vel í dag, til að hrópa aö sér ókvæðisorðum þegar þau voru aö spila til að lífga upp á konsertana. Þetta voru Ian McCull- ogh, Julian Cope og Pete Wylie sem á þessum tíma voru frægar kjaftabullur í Liverpool og höföu allt of mikiö að gera viö aö rökræöa hluti eins og aö veita eiginhandaáritanir til að geta spilað. Big In Japan ævintýriö var dæmt til aö mistakast og eftir að það var endan- lega búiö beindist athyglin aö Holly sjálfum. Hann var svo vitlaus aö bregöast viö væntingum þessum í snatri með því aö gera litla sólóplötu sem hann kallaði því fáránlega nafni Yankee Rose. Platan var dæmd löngu áöur en hún varö til og var fastur gestur í útsöluhornum liverpúlskra hljómplötuverslana þar til fyrir stuttu. Þetta, ásamt mörgu öðru sem þyrmdi yfir Holly greyið, olli því aö hann gafst upp og ákvaö aö koma ekki nálægt tónlist framar. Vinir hans voru annaðhvort famir frá honum eöa dottnir í heróín og einn síns liös geröist hann hommaklúbbatöffariaönýju. önnur tiiraun Eftir ár eöa svo fór hann þó að hreyfa sig í tónlistarlegar áttir aö nýju. Hann hóf samstarf viö Steve Lovell, sem nú pródúserar A Flock Of Seagulls, og Ambrose nokkum sem þá var í hljóm- sveit Jayne, Pink Military. Lítið kom út úr því nema hvað Ambrose þessi fann upp á nafninu Frankie Goes To Hollywood sem hann haföi pinnað upp úr gömlu amerísku kvikmyndablaöi þar sem fjallaö var um flutninga Franks Sinatra frá Las Vegas til Los Angeles. Ekkert heyröist síöan frá honum næstu mánuöi eöa þar til hann poppaöi allt í einu upp hjá vinkonu sinni, fagnandi yfir þvi aö hafa fundiö þrjá drjóla sem voru til í aö vera meö honum í nýrri hljómsveit. Þetta voru Peter (Ped) Gill, Mark O’Toole og bróðir hans, Ged. Þetta voru fírar sem höföu fengiö almennilega vinnu og höföu eytt síöustu árunum í aö spila í lókalhljómsveitum og elta gellur um nágrannahverfin. Holly haföi það sem þá vantaði og öfugt, þeir voru með þann kraft sem Holly vantaöi til aö geta endurheimt sjálfstraust sitt. Holly hjálpaöi til dæmis Mark viö að bjóöa stelpu, sem hann var hrifinn af, út, þó aö hún þægi ekki boöiö. Hann var f jórum árum eldri en strákamir og því sjálfskipaður ráðgjafi þeirra og veg- vísir. Voriö 1982 var hann svo farinn aö semja texta viö lög Peds og Marks og ekki leið á löngu þar til þeir spiluöu á sínum fyrsta konsert sem upphitunar- band fyrir hljómsveit sem þá innihélt Paul Rutherford sem bakradda- söngvara, Hambi And The Dance. Þar fluttu þeir þrjú nýleg lög, Relax, Two Tribes og Love’s Got A Gun. Flutningurinn féll vel í kramiö hjá á- heyrendum, sérstaklega þó Paul Rutherford sem stökk upp á sviö í síðustu lögunum og söng með. Þaö var inntökupróf hans í hljómsveitina og upp frá því hóf hann störf fyrir strákana. Hans fyrsta verk var aö koma svolitlum klassa yfir þá með aöstoö Holly. Það var ekki erfitt fyrir hann því aö hann haföi verið nemandi viö St. Helens College of Art og unnið talsvert sem hönnuður, meöal annars bjó hann til pils fyrir Holly. Þessi nýja ímynd varö til á næstu mánuðum á þann hátt aö hljómsveitin skiptist í tvennt, „gay” og „streit” og vann hvor flokk- ur hinn upp þannig aö strákamir þrír, þeir venjulegu, öskruöu á hina tvo og kölluðu þá ógeðslega hommasvíra og margt fleira óprenthæft í þeim dúr. Hinir svöruöu svo í sömu mynt en allt samt í góöu. Þetta hefur veriö mis- skiliö af blaöafólki og oft haldiö aö hljómsveitin sé aö klofna í tvennt. Um Hinn almisheppnaði Holly Johnson með sólóplötu sína, Yankee Rose. Ekki nema von að enginn vildi kaupa hana. leiö klæddust þeir hræðilega skjól- litlum leöurfatnaöi, pungbindum, rass- lausum stuttbuxum og fleiru því um líku. Þessar tiktúrur þeirra voru farnar aö vekja þaö mikla athygli í Liverpool, um leið og þeir unnu sig upp í konsertabransanum, aö umbi nokkur, Bob Johnson, bókaði þá, án þess að hafa nokkum tímann séö þá, til að styöja aöra hljómsveit sem hann haföi á sínum snærum, Ruts DC. Er hann heyröi í þeim þaö kvöld sannfæröist hann um aö þessir drengir væru meö rétta „stöffið” og hljóm- plötusamningur væri, eins og hann orðaði þaö, „a piece of piss”. Og þá hófst eltingaleikurinn við hljómplötufyrirtækin. Arista varö fyrst fyrir valinu og eftir fund þar fóru þeir heim meö 1500 pund sem þeir notuðu til aö gera demóupptökur af lögunum Relax og Two Tribes. I kaupbæti sendu þeir líka videomynd, tekna meö einni vél í einhverjum fáránlegum pöbbkjallara í London. Eftir að hafa heyrt eöa öllu heldur séð þessi ósköp þökkuöu Aristamenn pent fyrir sig og lýstu yfir algeru áhugaleysi. Þaö sama var uppi á teningnum hjá forsvarsmönnum Polygram. Eftir aö hafa borgað fyrir upptökur á Love’s Got A Gun og öðru ljúflega nefndu lagi, Get Out Of My Way Arsehole (Junk Funk) sögöu þeir nei, takk. Þeir létu i þetta ekki á sig fá og settu saman bækling um sjálfa sig sem þeir svo sendu fjölmiðlum og plötufyr- irtækjum. Arangur þess varö sá aö þeir fengu eitt viötal á popprás Breta, Radio One, og síöan pláss í þætti Johns Peel þar sem þeir tóku upp Krisco Kisses, Two Tribes, Disneyland og The World Is My Oyster. Tvö fyrirtæki í viöbót sýndu smálit, Island og A&R, en séffar þeirra voru hræddir við að þurfa aö tengja nafn fyrirtækja sinna við svona ímynd og neituðu. Þetta var í nóvember 1982 og mán- uöi síöar gafst Ged upp og í hans staö kom frændi hans, Brian (Nasher) 60 Vikan 46. tbl.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.