Vikan


Vikan - 27.12.1984, Blaðsíða 44

Vikan - 27.12.1984, Blaðsíða 44
■HHi ym Framhaldssaga N blóðslettur á húð hans. Svo var það gærujakkinn og kryppan og loks hauskúpa og efri skoltur dauða og trygga hundsins hans. Emma leit undan við þá sjón. „Þú veröur að taka riffilinn minn. Veistu hvernig á aö skjóta af honum?” Hún kinkaði kolli. „Ég drap mann með svona vopni,” hvíslaöi hún. „Þá veistu hvernig þú átt að fara að ef svo ótrúlega vill til að rauðskinnarnir sjái í gegnum her- bragð mitt. Það eina sem þú þarft að gera er að setja hlaupið viö hjarta þitt og...” „Ég geri ekkert slíkt! ” tilkynnti Emma. „Þetta eina skot skal binda enda á líf eins þessara and- skotans villimanna — og þeir geta farið með mig eins og þeim sýnist!” „Þarna talaöi sönn hefðar- kona!” sagði Yves. „Emma, þú átt engan þinn líka. Þú ert einstök. Oviðjafnanleg.” Hún fylgdi í fótspor hans upp skriðuna. Hún fór varlega, líkt og hann haföi gefið henni fyrirmæli um, til að velta engum steini úr stað á uppleiðinni. Handan við og fyrir ofan skriðuna varð léttara að klifra. Þau fóru upp brattan klett sem tími og veður höfðu klórað í nokkurs konar stiga. Hann fór hægt, tók tillit til hennar, en Emma átti í engum erfiðleikum með að fylgja honum, jafnvel þó hún þyrfti að rogast með riffilinn og aðrar föggur. Svo voru þau komin upp úr gilinu og á sléttuna þar sem írókarnir áttu sér búðir. Hann lagði höfuð sitt þétt að höfði hennar og hvíslaði í eyra henni: „Vertu hérna kyrr. Undan- komuleið okkar er í þessa átt — eftir klettabrúninni. Um leið og ég er búinn aö skjóta írókunum ærlega skelk í bringu skaltu fara hér niður og ég kem á eftir. Ef mér mistekst — ef þeir þekkja mig sem þann sem ég er — skjóttu þá! Og þar sem þú ert staðráöin í að eyða því sem eftir er ævinnar sem húsþræll og hóra heldur en að deyja mæli ég með því að þú mið- ir á Svörtu-Kráku, höfðingjann, hávaxna manninn þarna. Hann er, fyrir utan aö vera sá auvirðileg- asti og svikulasti náungi sem ég hef nokkru sinni augum litið, svar- inn óvinur ættjaröar þinnar. En ég vona að til þess komi ekki, Emma.” „Og ég sömuleiðis!” hvíslaði hún ástríðufullt. „Einn koss — til vonar og vara.” „Taktu þá af þér þennan skelfi- lega haus.” Hann hlýddi. Varir þeirra mættust. „Eitt enn,” sagði Yves. „Ekki taka þátt í vælinu sem ég ætla að skemmta rauðskinnunum með. Ef þeir heyra kvenmannsrödd vita þeir að við erum'ekki illir andar.” „Af hverju?” „Af því aö í helgum bókum rauða mannsins eru allir illir andar karlkyns. Við skulum fara. Haltu þig vel úr augsýn, Emma. ’ ’ í bjarmanum frá eldinum sáu þau um það bil tylft manna sitja umhverfis eldinn. Hávaxni höföinginn var hærri en allir hinir, jafnvel þó hann sæti á hækjum sér. Sitt hvorum megin við eldinn voru tveir trumbuslagarar með háa trumbu milli hnjánna og slógu á hana síbreytilegan takt, hvorn gagnstæðan við takt hins. Áhrifin frá sjónarhomi Emmu á gilbrún- inni — dökkir, álútir menn, skuggamyndir í logandi rauðu, ákafur trumbuslátturinn — voru yfirþyrmandi villimannleg. Hún greip þéttar um langan riffilinn, miðaði á breiða bringu íróka- höfðingjans. Naumast var minna uggvænleg skelfileg veran sem laumaðist að hópnum: eyrun reist, álút, skreið nærri því á fjórum fótum, elds- bjarminn umlukti loðinn skrokk- inn í björtum geislabaug. Stúlkan horfði á og fann að hún var aftur komin með gæsahúö. Svona tíu skref frá varðeldinum nam fyrirbærið staðar, reis upp í fullri hæð, með kryppu á baki, kastaði hræðilegu höfðinu aftur og rak upp nístandi, skjálfraddaö vein, langdregið ýlfur sem kyrröi trumburnar og beindi allra augum leitandi í skelfingu í myrkrið utan við bjarmann af varöeldinum. Sumir risu á fætur — hægt, eins og menn sem vakna af martröö. Hinir sátu kyrrir, hnöppuðust þétt saman í skjóli af eldinum. Þeir skiptust á kokmæltum einsat- kvæðisorðum: „Hver.... ? Hvað. .. ? Hvar.... ?” Ekki einn einasti hermaður lét sér koma til hugar að fara út í myrkriö og leita að uppsprettu þessa skelfilega óps. Emma sá Yves hreyfa sig aftur fram á við. Hægt. Eitt skref í einu, mat fjarlægðina frá eldsbjarman- um svo að áhorfendum þætti hann koma allt í einu út úr myrkrinu líkt og opinberun. Og það gerði hann. Síðasta titrandi ýlfrið, handalyfting, höfðinu meö reist eyrun kastað aftur og annaö þurfti ekki. Þegar rauðskinnarnir sáu þessa opinber- un ráku þeir upp skelfingarvein og féllu á kné. Svarta-Kráka höfðingi var síöastur til aö krjúpa en hann kraup — hægt, treglega, stoltur maður sem laut kalli trúarsiöa. Mið Emmu fylgdi honum eftir og fingur hennar var á gikknum. Það varð þögn. Ekkert heyrðist nema brakiö í logandi eldiviön- um. Yves kom léttfættur til henn- ar aftur. „Þeir bæra ekki á sér í nótt,” hvíslaði hann. „Komdu, Emma. Leiðin er okkur opin — til dögunar.” Þau flýttu sér eftir gilbrúninni. Hann fór fyrir niður meö ánni. Þau höfðu veriö á feröinni í hálf- tíma án þess að segja nokkuð þegar trumbuslátturinn upphófst aftur — hraðari og með trylltari takti en áður. „írókarnir verða að biðjast fyrir fram í dögun,” sagði veiði- maðurinn. „Þeir biðja um eld og trumbur til að halda þessum illa anda frá.” Mílu fjær eða svo breikkaði gilið og dökkur borði lækjarins fyrir neðan þau breikkaði líka. Bjarminn frá öðrum varðeldi birtist milli trjánna fyrir neðan þau, flöktandi eldfluga sem spegl- aðist í árstraumnum. Yves benti niður. „Þessar búðir marka endann á gilinu og takmörk bannsvæðis- ins,” sagði hann. „Þarna niðri verður rauðskinni á bak við hvern einasta runna, í leyni í hverri laut, því þetta er leiðin sem Svarta- Kráka ákvað að við hlytum að fara ef við slyppum undan illu öndunum.” Emma gægðist niður. Klettarnir voru snarbrattir og alveg ókleifir. Það var auðvelt að sjá hvernig þau hefðu verið veidd eins og rottur í gildru, augljóst á svip- stundu að herbragð Yves hafði verið eini kosturinn. Hún tók um handlegg hans. „Ég hefði átt að treysta þér oröalaust frá upphafi,” sagöi hún. „Þú bjargaðir okkur.” „Ekki ennþá,” svaraði hann. „Bíddu þar til dagar. Bíddu þar til þeir finna slóðina okkar og Svarta- Kráka áttar sig á því hvernig við lékum á hann. Það veröur engin hvíld fyrir okkur í nótt, Emma, enginn ástarleikur í svefnpok- anum. Viö göngum í alla nótt. Og viö göngum hratt eða ég verð fleg- inn og steiktist yfir hægum eldi annað kvöld og þú hjákona í tjaldi einhvers írókahermanns.” TVEIMUR STUNDUM síðar voru þau á hraðri niðurleið á skógi þakta sléttu sem lækurinn — sem nú var orðinn svo breiöur að hann var á, þó hann væri enn grunnur og grýttur — streymdi um, beinn sem ör. Þau héldu sig á bakkan- um, gengu hratt. Að minnsta kosti gekk veiðimaöurinn; Emma skjögraði og hljóp við fót til að hafa viö honum. Viö fyrstu merki um grænbláa birtu á austurhimni stansaði Yves. Hann tók um hönd Emmu, leiddi hana út á grynningarnar og sagöi henni að sitja þar á flötum steini og hvíla sig þar til hann kæmi aftur. Svo óð hann áfram niöur eftir ánni, með vatnið í hné, þar til hann var horfinn sýnum. Hann kom ekki aftur um hríð og Emma sá að hann hafði baðað sig og klætt sig aftur í hreinar brækur og stígvél. „Ertu búin að hvíla þig og tilbúin aö halda áfram, Emma?” spuröi Yves. „Já, Yves,” sagði hún. „Irókarnir — eru þeir langt á eftir okkur?” „Þeir hafa kannski ekki enn fundið slóð okkar því það er naumast orðið bjart,” svaraði hann. „Um leið og þeir eru búnir að því — já, þá koma þeir á eftir okkur svo hratt sem þeir geta hlaupið og sumir ungu veiði- mennirnir geta hlaupið hraðar en hjörtur á langri vegalengd. Aftur á móti,” hélt hann áfram og studdi Emmu af steininum niður í vatnið, „er ég búinn að gera falska slóð framundan. Hún gæti tafiö fyrir þeim klukkustund eða svo. Komdu!” Á HÁDEGI voru þau farin frá ánni og stefndu í norður. Áin haföi tekiö krappa beygju til hægri og birtist aftur, útskýrði Yves, á leið þeirra einhvern tíma síðar um daginn. Þá yrði hún orðin breitt fljót, þverá St. John-árinnar sem bæri kanóinn í átt að hinni miklu St. Lawrence, hliðinu að norðurhluta Ameríku, þar sem Quebec-borg reis hátt yfir víðáttumiklum vötnunum. Kanóinn var falinn á staðnum sem þau voru á leiðinni til, sagði hann henni. Og hann vonaði að enginn hefði fundiö hann. Hann leyfði henni að hvílast skömmu eftir hádegi og gaf henni bita af þurrkuðu kjöti að japla á. Hann skeytti ekki um hvíld en klifraði upp á lágan hól í grennd- inni og horföi til baka, til hæöarinnar yfir gilinu sem enn mátti greina yfir trjátoppunum. 44 Vikan 46. tbl.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.