Vikan


Vikan - 27.12.1984, Blaðsíða 61

Vikan - 27.12.1984, Blaðsíða 61
Mínir menn í aksjón, frá vinstri til hægri: Mark OToole, ónefnd, Holly Johnson og rétt fyrir ofan og til hægri við hausinn á honum er Peter Gill. Paul Rutherford kemur næstur, síðan ónefnd og loks Brian Nash. Nash. Akveðið var að kýla á hljóm- leikahöld mikil til að reyna að laöa hina súru fyrirtækjamenn aftur til sín. Byrjað var á því aö styðja hljómsveit- ina Fashion í Birmingham og Man- chester, síðan voru þeir aðalnúmerið í Leeds og loks átti að bjóða öllum lík- legum sem eftir voru (en þeir voru ekki svo margir) til hljómleika í klúbbnum Cha Chas at Heaven. Enginn áf þeún sem sérstaklega var boðið mætti nema einn, síðasta vonin, fulltrúi frá umboðsfyrirtæki Cowbells. Upphitunaratriði þaö kvöld var einhver tyrkneskur fakír sem stakk sig allan út með glerbrotum og sprengdi blóöpoka með hræðilegum öskrum. Þegar hann hætti „listsköp- un” sinni voru fáeinar hræður eftir í salnum og síst af öllum umbinn því að hann hafði lent í slagsmálum við tvo homma sem höfðu reynt við hann fyrir utan. Utlitið var vissulega svart en þeir eygðu þó glætu þegar þeir fengu séns á að koma fram í vinsælum sjón- varpsþætti, The Tube, í staðinn fyrir Pete Bums sem var eitthvaö illa fyrir- kallaður þegar til átti að taka. Enn á ný ætluðu þeir aö reyna hljómleikatrikkiö og nú í Camden Pal- ace. Það var áttunda skiptið sem þeir spiluðu saman og var dómur breska tóntímaritsins Sounds eitthvað á þessa leið: „Alger hrúga af skít... best væri að grafa allt þeirra diskórokk sem fyrst...” Meðal fárra, sem voru ósammála, Voru fulltrúar frá Beggars Banquet sem buðu þeim 500 pund fyrir að gera eina litla plötu fyrir sig. Þá kom enn eitt áfallið. Patrick Cowley, mikil úiskóhetja (sá sem gerði lagið Do Ya Wanna Funk meö Sylvester hér um ár- ið), sem hafði samþykkt aö vinna með þeim, dó úr krabbameini rétt áöur en hefjast átti handa. Hljómsveitin var nú nær því en nokkru sinni áður að fara i hundana um leið og mórallinn milli þeirra félaga versnaði með degi hverj- um. þegar neyðin er stærst er hjálp- in næst. Þegar þeir bræður rifust sem mest var maður nokkur, Trevor Hom, að stofna nýtt hljómplötufyrirtæki. Hann hafði þá einungis sér til aðstoðar Jill Sinclair, konu sína, og Paul Mor- ley, poppskrifara nokkum af New Musical Express. Hún átti aö sjá um fjármálahliðina en hann var hugsuður fyrirtækisins, eins konar Malcolm Mc- Laren. Sjálfur ætlaði Trevor að sjá um tónlistina en nú var bara eitt í veginum fyrir því að fyrsta platan kæmi út — þaö vantaði hljómsveit. Eftir að hafa heyrt í Frankie í The Tube hringdi hann í strákana og bauð þeim til viðræðna. Tilboð hans var ekki það rausnar- legasta: 250 pund fyrir Relax, allur upptökukostnaður greiddur og Trevor sjálfur skyldi vera þeim ókeypis innan handar. Samningurinn skyldi einungis undirritaður ef þeir seldu fyrirtæki Homs, Zang Tuum Tumb, útgáfurétt- inn að laginu fyrir 1000 pund. Þá væri möguleiki á annarri plötu. Eftir prútt og rifrildi var síðastnefnda upphæðin hækkuð upp í 5000 pund og allt var klárt. Peningamir skiptust á milli meðlima bandsins og fóm strax upp í hina og þessa kostnaðarliöi. En þeir þurftu aö bíða, blessaöir. Trevor Hom þurfti fyrst aö ljúka vinnu sinni með hljómsveit sinni, Yes, en eins og allir vita var ávöxtur þeirrar vinnu Owner Of A Lonely Heart, eitt besta lag ársins 1983. Tveimur mánuöum seinna, í septem- ber, gátu þeir loksins labbað sig inn í stúdió. Þeir höfðu þó ekki með öllu ver- ið verkefnalausir meðan á biðinni stóð. Paul og Holly höfðu setið með Morley og lagt á ráðin um hvemig taka skyldi fjöldann með trompi. Þegar inn var komið leit ekki gæfulega út fyrir drengina okkar. Reynsluleysi drengjanna þriggja, á mælikvarða Homs, reyndi svo mjög á þolinmæði hans að hann fleygði þeim út úr stúdíóinu og réð hljómsveit Ians Dury, The Blockheads, til að spila lag- ið. Vitanlega urðu strákamir æfir en höfðu þó rænu á að bíta i tunguna á sér því að útgáfa klumphausanna var allt of góð, allt of fagmannlega unnin — Holly fannst hún reyndar hljóma eins og Hit Me With Your Rythm Stick — þannig að Hom náði aftur í strákana og hætti ekki fyrr en eftir fimm vikur, þá loksins ánægður og 70.000 pundum fátækari. Oll þessi vinna gerði þeim mjög gott á flestan hátt. Ut gengu þroskaðri og öruggari tóniistarmenn um leið og þeir vissu vel hvert stefna skyldi. Þeir gerðu video sem byggði á upphaflegri ímynd þeirra í Feilinistíl og ailt var orðið klárt fyrir flugtak plötunnar. I fyrstu gekk bara alls ekkert of vel. Það tók plötuna fjórar vikur að ná 54. sæti á enska listanum en í þeirri fimmtu datt það niður um eitt sæti. Líkumar á meira risi og um leið ann- arri plötu voru orðnar litlar. En þá komu fjölmiðlar þeim til bjargar. Þeim var boðiö að koma fram í jóla- þætti The Tube og eftir að þeir kýldu á þaö komst platan i 35. sæti á fyrsta lista þessa árs. Það þýddi að þeir myndu koma fram í Top Of The Pops, sjónvarpsþætti einum geysivinsælum sem hefur yfirleitt þau áhrif að plötu- salaeykst til muna. Iklæddir jakkafötum frá Yamamoto í stað leðursins gerðu þeir góða hluti þar og næst var platan komin í sjötta sæti. Þá sneri heilladísin aideilis að þeim framhliöinni. Hún var í formi Mikes Read, áhrifamikils plötusnúðs á Radio One, sem ákvað að hætta að spila plötuna í þætti sínum vegna þess að hún væri kynferðislega ögrandi. Bannið smitaðist í alla hina þætti út- varps eitt. Þá var búið að spila lagið yfir sjötíu sinnum á þeim bæ. Þann 24. janúar voru þeir loksins komnir þangað sem þeir höfðu alltaf stefnt, í toppsætiö. Þar voru þeir næstu fimm vikur. Stuttu seinni fylgdi í kjölfarið Two Tribes sem hoppaði beint í fyrsta sætið og fékk litlu síöar Relax í það næsta. Það eina sem þeir áttu þá eftir að gera var að verða fullvaxin popphljómsveit með öllu sem tilheyrir, aðdáendum, stórum plötum og hljómleikum. Það eru þeir að gera um þessar mundir í Bandaríkjunum þar sem þeir fylgja eftir LP-plötu sinni, Welcome To The Pleasuredome. Lagið The Power Of Love er tekið af henni og er síst af öllu það besta á plötunni. Væntanlega koma fleiri, ég mæli með San Hose eft- ir Burt Bacharach. Eg segi ykkur það hér og nú: Þetta er hljómsveitin sem á eftir að setja stærsta markið á tónlistarheim ársins 1985 og hefur svo sannarlega unnið fyrir því. Texti: Hörður. 46 tbl. Vikan 61
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.