Vikan


Vikan - 27.12.1984, Blaðsíða 24

Vikan - 27.12.1984, Blaðsíða 24
Heimilið Pottþéttar æfingar fyrír lærvöðvana Það getur vel verið að upphandleggsvöðvar þínir séu stinnir og stæitir og magavöðvarnir flatir og fínir. En möguleikarnir á því að lærvöðvarnir séu í algjöru skralli eru líka mjög miklir! Það svæði verður mjög oft útundan hjá þeim er annars eru duglegir við að gera líkamsæfingar. Æfingarnar sem hér fylgja eru sérstaklega fyrir lær- vöðvana, bæði innri og ytri. Og ef þú gerir þessar æfingar reglulega og rétt máttu búast við pottþéttum árangri eftir 10 vikur. WB Þessi æfing styrkir sérstaklega innri lærvööva. Liggið á hliðinni, styðjið ykkur með hendinni og látið lófann liggja flatan í gólfi. Þegar þið lyftið fætinum upp í loft á hinn fóturinn að liggja beinn og kyrr á gólfinu. Farið hægt upp með fótinn og hægt niður með hann aftur. Gerið alveg eins meö hinn fótinn. Endurtakið síðan æfinguna með því aö lyfta neöri fætinum aö hinum efri. Hallið ykkur aftur og notið framhandleggi til að styðja ykkur. Færið fæturna beina hvorn frá öðrum eins langt og þið komist án þess að þeir detti niður. Færið þá síðan hægt saman aftur og krossleggið. Endurtakið æfinguna nokkrum sinnum. Sitjið á gólfinu með annan fótinn beinan út frá líkamanum, hinn beygðan og ilina undir lærinu. Haldið í handklæði sem er brugðiö undir ilina, strekkið og lyftið fætinum aðeins upp. Þið finnið hvemig þessi æfing strekkir á innri lærvöðvunum. Endurtakið á hinum fætinum. Standið í fæturna og stígið síðan langt skref fram. Beygið hnéö á fremra fæti eins langt niður og þið komist án þess að lyfta hælnum á aftari fætinum frá gólfi, hann á að vera beinn og mjaðmir sömuleiðis. Réttið síðan úr bogna fætinum, fariö í upphaflega stööu og endurtakið með hinum fætinum. Sitjið á gólfinu, beygiö fæturna og hafiö axlabreidd á milli hnjánna. Hallið ykkur aftur og styðjið lófum í gólf, fingur snúa fram. Látið kodda eða púöa á milli hnjánna og þrýstið hnjánum síðan saman utan um púðann eins lengi og þið getið. 24 Víkan 46. tbl. i
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.