Vikan


Vikan - 27.12.1984, Blaðsíða 15

Vikan - 27.12.1984, Blaðsíða 15
ofboðslega miklir og sterkir. Þaö er kominn vísir að þessu hjá okkur í Ölfusborgum og það er dásam- legt að það skuli vera byrjað hér. En það er bara meö blessaðar konurnar að þær eiga svo óhægt með að fara að heiman, það vant- ar ekki viljann til að mennta sig. Abyrgðartilfinningin er rík í okkur konum, okkur finnst alltaf að viö séum að gera eitthvaö ljótt með því að fara frá heimilinu frekar en karlmaðurinn.” —Hvað segirðu um nýjustu upplýsingar um hamingju íslend- inga? „Eg held að Islendingar séu yfirleitt afskaplega geðgóðir. Eg held aö það gefi fólki ákaflega mikla lífsfyllingu að umgangast geðgott fólk — ég held að þetta sé nú helsta ástæðan fyrir hamingju manna. Miöað viö aðrar þjóðir hafa Islendingar það mjög gott, bara af þeirri ástæðu hlýtur fólk að vera glaðlynt. Heilsufariö hef- ur líka mikið að segja, það er svo margt sem fer forgörðum þegar fólk fer að missa heilsuna. Samt sem áður erum við þrá- faldlega að klaga yfir einhverju, kvarta og heimta. Viðerum ákaf- lega heimtufrek þjóð. En ég held aö allir ættu að geta verið ánægðir á Islandi. Eg get ekki ímyndað mér annað en að þetta sé besta landíheimi.” — Hvernig er andrúmsloftiö í miðstjórn ASI? „Mér hefur alltaf fundist af- skaplega gott andrúmsloft inni í miðstjórninni. Þótt eitthvað komi upp er alltaf leitað leiöa til að sætta alla inn við borðið. Eg er ekki að segja að þaö takist í hvert einasta skipti en það er eins og all- ir leggi sig fram, og sérstaklega Asmundur Stefánsson, um aö finna leiöir sem allir geta veriö nokkurn veginn sáttir við. Ég vona að andrúmsloftið í mið- stjórninni veröi áfram jafngott og verið hefur — það á ekki að vera síðra þótt konum fjölgi þar inni! Eg hlakka til að vinna með þeim og vona að við getum allar lagt gott af mörkum í miðstjórninni.” — Hvað helst? „Mig langar náttúrlega mest til að þaö komist á launajafnrétti. Þaö er mitt mesta hugsjónamál að konur veröi metnar til jafns við karlmenn í launum. Konur geta staðiö sig alveg eins vel og karl- menn. Það er sko ekkert vafamál að konur eru alveg jafnfærar á mörgum sviðum og jafnvel á sum- um færari en karlmenn.” . . . og svo smelltum við af einni mynd í viðbót.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.