Vikan


Vikan - 27.12.1984, Page 15

Vikan - 27.12.1984, Page 15
ofboðslega miklir og sterkir. Þaö er kominn vísir að þessu hjá okkur í Ölfusborgum og það er dásam- legt að það skuli vera byrjað hér. En það er bara meö blessaðar konurnar að þær eiga svo óhægt með að fara að heiman, það vant- ar ekki viljann til að mennta sig. Abyrgðartilfinningin er rík í okkur konum, okkur finnst alltaf að viö séum að gera eitthvaö ljótt með því að fara frá heimilinu frekar en karlmaðurinn.” —Hvað segirðu um nýjustu upplýsingar um hamingju íslend- inga? „Eg held að Islendingar séu yfirleitt afskaplega geðgóðir. Eg held aö það gefi fólki ákaflega mikla lífsfyllingu að umgangast geðgott fólk — ég held að þetta sé nú helsta ástæðan fyrir hamingju manna. Miöað viö aðrar þjóðir hafa Islendingar það mjög gott, bara af þeirri ástæðu hlýtur fólk að vera glaðlynt. Heilsufariö hef- ur líka mikið að segja, það er svo margt sem fer forgörðum þegar fólk fer að missa heilsuna. Samt sem áður erum við þrá- faldlega að klaga yfir einhverju, kvarta og heimta. Viðerum ákaf- lega heimtufrek þjóð. En ég held aö allir ættu að geta verið ánægðir á Islandi. Eg get ekki ímyndað mér annað en að þetta sé besta landíheimi.” — Hvernig er andrúmsloftiö í miðstjórn ASI? „Mér hefur alltaf fundist af- skaplega gott andrúmsloft inni í miðstjórninni. Þótt eitthvað komi upp er alltaf leitað leiöa til að sætta alla inn við borðið. Eg er ekki að segja að þaö takist í hvert einasta skipti en það er eins og all- ir leggi sig fram, og sérstaklega Asmundur Stefánsson, um aö finna leiöir sem allir geta veriö nokkurn veginn sáttir við. Ég vona að andrúmsloftið í mið- stjórninni veröi áfram jafngott og verið hefur — það á ekki að vera síðra þótt konum fjölgi þar inni! Eg hlakka til að vinna með þeim og vona að við getum allar lagt gott af mörkum í miðstjórninni.” — Hvað helst? „Mig langar náttúrlega mest til að þaö komist á launajafnrétti. Þaö er mitt mesta hugsjónamál að konur veröi metnar til jafns við karlmenn í launum. Konur geta staðiö sig alveg eins vel og karl- menn. Það er sko ekkert vafamál að konur eru alveg jafnfærar á mörgum sviðum og jafnvel á sum- um færari en karlmenn.” . . . og svo smelltum við af einni mynd í viðbót.

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.