Vikan - 27.12.1984, Blaðsíða 26
Saga hljómplatnanna
Texti: Anna
Þegar Thomas Alva Edison
reyndi hljóöritann sinn í fyrsta
sinn, árið 1877, varð honum að
orði: „Ég er alltaf hálfsmeykur
við hluti sem virka í fyrsta skiptið
sem þeir eru notaðir.” Hljóðritinn
var ekkert sérlega traustvekjandi
að sjá, minnti fremur á apparat til
að afhýða greipaldin en tóngjafa.
Engu að síður var hann nothæfur
tíl að hljóðrita (með því að rispa
málmhúðaðan flöt) og spila
barnalagið sem Edison söng inn,
„Mary Had a Little Lamb.”
Edison sjálfur heyrði minnst af
því sem afsprengi hans sagöi því
þó hann væri aðeins þrítugur að
aldri var hann orðinn svo gott sem
heyrnarlaus.
Samt sem áður hafði hann næga
trú á fyrirtækinu til að stofna um
það félag og tímaritið Scientific
American sýndi því áhuga. Fólk
flykktist í samkunduhús til að fá
að heyra í tækinu sem gat talað.
Tæknin hélst lítt breytt í nokkra
áratugi. Edison var kallaöur
töframaður en svo hvarf nýja-
brumið smám saman. Edison
sneri sér að uppfinningu á ljósa-
peru í staðinn.
Annar hópur uppfinninga-
manna, með Alexander Graham
Bell í broddi fylkingar, tók upp
þráðinn og um 1885 var sá hópur
búinn að finna upp vaxborin kefli í
stað tinþynnanna sem entust oft
ekki nema fimm spilanir. Vaxkefl-
in þoldu miklu meiri spilun.
Um 1896 var Edison kominn í
spilið á nýjan leik og nú sneri hann
sér að fólkinu með miðlungskaup-
máttinn sem gat reitt fram
fimmtíu dollara fyrir grammófón
til heimilisnota. Ungur þýskur
innflytjandi, Emile Berliner, átti
þó næsta leik er hann fann
upp tækni til að skera rákir í sink-
plötur og steypa síðan nákvæmar
eftirlíkingar af þeim í hart
gúmmí. Utkoman var miklu betr:
en á keflunum. Auk þess hentuði
26 Vikan 46. tbl.