Vikan


Vikan - 25.04.1985, Blaðsíða 5

Vikan - 25.04.1985, Blaðsíða 5
 lanna Litið inn til listamanna 1 Litið inn til listamanna 1 Litið inn ti 1 „Hiigmyndirnar að vefnaðinum eigum við Leifur sameiginlega. Við höfum einbeitt okkur mikið að manneskjunni; ekki þessari venjulegu natúralístísku mann- eskju heldur eru þessar mann- eskjur, sem ég er að fást við í vefnaðinum, abstraktmanneskj- ur. Við vorum lengi vel að fást viö höfuðið á manneskjunni en erum alltaf að færa okkur neðar. Á eftir höfðunum komu brjóstmyndir en þessir karlar, sem ég hef veriö með upp á síðkastið, eru komnir niður að mitti. Maður hittir oft í daglega lífinu fólk með grímur framan á sér. Þú færð kannski að sjá glimt af ein- hverju öðru sem býr á bak við grímurnar en annars eru þetta ákveðnar persónuleikagrímur sem við mætum svo oft. Það eru þessi einkenni manneskjunnar sem við höfum unnið mikið út frá og sem síðan verða til í vefstóln- um hjá mér. Ég hef allt frá ég fór fyrst út til Ameríku og komst í kynni við myndlist verið mjög hrifin af portrettmyndum frá ýmsum tímum og nýjustu verkin mín eru að vissu leyti undir áhrif- um frá því. En annars hefur manneskjan alltaf verið mér mjög hugleikin.” Karlar Sigríðar, sem getið er um í upphafi, eru sex ofnir höfðingjar sem hún hefur verið að fást við undanfarin ár. Einn þeirra var í vefstólnum þegar við heimsóttum listakonuna á heimili hennar á Laufásvegi í Reykjavík en tveir héngu tilkomumiklir á vegg við stigann upp á loftið þar sem Sigríður hefur vinnuaðstööu. „Karlapólitíkin mín er kannski jafnvægi við kvennapólitíkina hans Leifs. Hann hefur teiknað svo margar konur um dagana. En að öllu gamni slepptu þá er þetta manneskjan sem ég er að fást við og það að þetta verða karlar er lík- lega tilviljun.” Sigríður hefur vinnuaðstöðu í einu horni hjónaherbergisins og þar hanga fleiri höfðingjar á vegg, auk þess sem hvílir í vefstólnum. „Þetta er nú ekki mikið,” segir Sigríður. „Leifur var einu sinni með þrettán jesúmyndir hér og þá fannst mér ég vera alveg umvaf- in. En það er gott að hafa skissur og teikningar að verkum í kring- um sig. Svona verk hafa langan umhugsunartíma og ég horfi á teikningarnar og velti þeim fyrir mér á meðan ég er kannski með eitthvað annað í gangi í vefstóln- um.” . . . höfðingjar á vegg. Náði mér í myndmenntabakteríuna þegar ég var skiptinemi Hvers vegna fórst þú i vefnað? „Það er nú bæði tilviljun og ekki tilviljun. Þetta kom eiginlega þegar ég var skiptinemi í Ameríku, ég náði mér í mynd- menntabakteríuna þar. Ég komst í kennslu hjá mjög góöum kennara sem kveikti í mér fyrir alvöru. Ég fór síöan til Svíþjóðar á vefnaðar- skóla og þaðan í Myndlista- og handíðaskóla íslands. Ég lauk vefnaðarkennaraprófi þaðan árið 1969 og fór beint í framhaldsnám til Öslóar í eitt ár. Eftir heimkom- una kenndi ég svo í Myndlista- og handíðaskólanum í fimm ár eða þar til ég fór að vinna sjálfstætt. Reyndar vann ég sem kennari hjá Sjálfsbjörg eftir að ég hætti kennslu sem var alveg sérstak- lega ljúfur tími. Þetta þróaðist svona eitt af öðru. Ég hef aftur unnið í glerinu með Leifi siðan 1971 en samvinna okkar í vefnaðinum byrjaði í kringum 1978. Annars finnst mér ég vera í stöðugu námi. Ég fer mikið á söfn og sýningar erlendis og bara það að skoða sig um og sjá hvað aörir eru að gera er jú nám út af fyrir sig. Ég var líka mjög heppin og kynntist yndislegu fólki á meðan ég var að læra, bæði hér heima og erlendis.” Eiginmaðurinn er kannski þar á meflal? „Já, reyndar er hann það,” segir Sigríður og hlær, „hann var kennari í Myndlista- og handíða- skólanum á meðan ég var nem- andi þar, að vísu ekki á sömu deild og ég vará.” Glerull sf. „Ég skipti mér í rauninni á milli tveggja staöa. Ég er annars vegar Höfðingi í vefstól. . . í vinnu hjá Leifi í glerinu og hins vegar í vinnu hjá sjálfri mér í vefnaðinum. I vefnaðinum vinn- um viö skissurnar sameiginlega en síðan tek ég viö. Leifur kemur ekkert nálægt vefstólnum. Hann þekkir að vísu öll grundvallar- atriðin í vefnaðinum en vefnaður er mikil þjálfun. Það tekur mörg ár áður en maður þekkir út og inn hvað maður er með í höndunum. Teiknivinna fyrir steint gler annars vegar og vefnaö hins vegar er gjörólík. Steint gler hleypir allri birtu í gegn en í vefnaðinum stöðvast birtan við vefinn og endurvarpar frá sér. Annars eiga steint gler og vefnaður mjög vel saman myndrænt séð þótt þau séu eins ólík og hægt er að hugsa sér. Þessi samvinna okkar Leifs er ekkert einsdæmi, það er ekkert 17. tbl. Vikan 5
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.