Vikan


Vikan - 25.04.1985, Blaðsíða 28

Vikan - 25.04.1985, Blaðsíða 28
Nick Rhodes og John Taylor ólust upp í Hollywood og skíröu hljómsveit sína eftir persónu úr kvikmyndinni Barbarella. Það skal tekið fram að þetta Holly- wood er úthverfi í Birmingham í Englandi. Nick og John bjuggu skammt hvor frá öðrum og kynntust snemma og ekki spillti að músíksmekkurinn var svipað- ur. John segir að þeir tveir hafi lengi vel verið þeir einu í hverfinu sem áttu Ziggy Stardust plötu Bowies. Nick Rhodes ákvað ungur að verða tónlistarmaður. Hann hætti í skóla þegar hann var á sextánda ári og keypti sér ódýran hljóð- gervil, John vinur hans fór aö læra á gítar, til liðs við sig fengu þeir Simon Colley sem spilaði á bassa og klarínettu og Steven Duffy sem spilaöi einnig á bassa. (Duffy þessi er nú að koma fram á sjónar- sviðið undir nafninu Tin Tin.) Strákarnir skírðu hljómsveitina Duran Duran og Nick breytti nafni sínu úr Bates í Rhodes. Þetta var árið 1978. Duran Duran náði fljótt nokkrum vinsældum í heimabæ sínum en Rhodes var ákveðinn í að fara lengra en það. Hann fór á fund bræðra að nafni Paul og Michael Berrow sem áttu eitt vinsælasta diskótekið í Birming- ham og hét Rum Runner. Þeim bræðrum leist nokkuð vel á grúppuna og Duran fór að spila reglulega á diskótekinu og ekki nóg með það, Berrow bræður gerðust umboðsmenn hljómsveit- arinnar, en eitthvað vantaði. Rog- er Taylor var nú genginn til liðs við hljómsveitina og John hafði skipt yfir á bassann, gítar- leikarinn og söngvarinn, sem ég veit engin deili á, voru látnir hætta og auglýst eftir nýjum mönnum í Melody Maker. Andy nokkur Taylor var einn 28 Víkan 17. tbl. Umsjón: Halldór
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.