Vikan


Vikan - 25.04.1985, Side 28

Vikan - 25.04.1985, Side 28
Nick Rhodes og John Taylor ólust upp í Hollywood og skíröu hljómsveit sína eftir persónu úr kvikmyndinni Barbarella. Það skal tekið fram að þetta Holly- wood er úthverfi í Birmingham í Englandi. Nick og John bjuggu skammt hvor frá öðrum og kynntust snemma og ekki spillti að músíksmekkurinn var svipað- ur. John segir að þeir tveir hafi lengi vel verið þeir einu í hverfinu sem áttu Ziggy Stardust plötu Bowies. Nick Rhodes ákvað ungur að verða tónlistarmaður. Hann hætti í skóla þegar hann var á sextánda ári og keypti sér ódýran hljóð- gervil, John vinur hans fór aö læra á gítar, til liðs við sig fengu þeir Simon Colley sem spilaði á bassa og klarínettu og Steven Duffy sem spilaöi einnig á bassa. (Duffy þessi er nú að koma fram á sjónar- sviðið undir nafninu Tin Tin.) Strákarnir skírðu hljómsveitina Duran Duran og Nick breytti nafni sínu úr Bates í Rhodes. Þetta var árið 1978. Duran Duran náði fljótt nokkrum vinsældum í heimabæ sínum en Rhodes var ákveðinn í að fara lengra en það. Hann fór á fund bræðra að nafni Paul og Michael Berrow sem áttu eitt vinsælasta diskótekið í Birming- ham og hét Rum Runner. Þeim bræðrum leist nokkuð vel á grúppuna og Duran fór að spila reglulega á diskótekinu og ekki nóg með það, Berrow bræður gerðust umboðsmenn hljómsveit- arinnar, en eitthvað vantaði. Rog- er Taylor var nú genginn til liðs við hljómsveitina og John hafði skipt yfir á bassann, gítar- leikarinn og söngvarinn, sem ég veit engin deili á, voru látnir hætta og auglýst eftir nýjum mönnum í Melody Maker. Andy nokkur Taylor var einn 28 Víkan 17. tbl. Umsjón: Halldór

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.