Vikan


Vikan - 25.04.1985, Blaðsíða 38

Vikan - 25.04.1985, Blaðsíða 38
Einkaspá fyrir hvern dag vikunnar: Hvað segja stjörnurnar um afmælisbarnið? Hvernig er persónuleiki þeirra sem afmœli eiga í þessari viku? Hvar ættu þeir helst að hasla sér völl í atvinnulífinu? Hvernig lítur út í ástamálum þeirra? Hvernig er heilsufari þeirra háttað? Við Irtum á það helsta sem stjörnurnar hafa að segja um þá sem eiga afmæli vikuna 25. apríl — 1. maí. * * + + 25. apríl: Barn dagsins er ákaflynt og hefur miklar sveiflur í tilfinninga- lífi, er kappsfullt og metnaðar- gjarnt og kemur framan að hlut- unum með mikilli einurö og kapp- semi. Jafnframt hefur það glögga dómgreind og þrátt fyrir kappsemina reisir þaö sér ógjarnan hurðarás um öxl og sýnir öðrum mikla sanngirni. Ef til vill á þaö þó til að gera eitthvaö án þess að hafa hugsað dæmið til enda en hinir eðlislægu þættir þess sjá venjulega til þess aö allt sleppi þetta bærilega fyrir horn. Fólk með þessa lyndiseinkunn getur yfirleitt orðið farsælt í flestum starfsgreinum en ætti þó ekki aö ráða sig til mannaforráða nema í fámennum, vel völdum hópi. Læknisstörf og önnur þvílík, sem krefjast ýtrustu nákvæmni og íhygli, ætti þaö helst ekki að leggja fyrir sig. Ekki síst nýtur þetta fólk sín til fullnustu þegar það fær að starfa sjálfstætt að einhverjum skapandi verkefnum, smíðum eða þvíumlíku, en á sviði lista kemst það helst í samband við skapgerð sína ef það leggur stund á ritlist. Það er aldrei lognmolla í kringum þetta fólk, ekki heldur á sviði ástarlífsins. Ákafi þess og kappsemi getur oft oröið til þess að fæla félaga af hinu kyninu frá eftir fyrstu ærslin og farsæld hjónabandsins er verulega undir því komin að makinn geri sér grein fyrir eðlisþáttum afmælis- barnsins og sætti sig viö þá. En engu að síður er hjónaband með þessu fólki oft grýtt braut til gæfu því það elskar jafnákaflega og það gerir allt annað og er fljótt til af- brýðisemi af ótrúlegustu tilefnum. Hjónaböndin geta því verið býsna tvísýn. Heilsufar má yfirleitt telja gott en þó eru nokkrar líkur á lítil- fjörlegum en þrálátum kvillum í öndunarfærum, einkum nefi og hálsi. Engum þarf heldur að koma á óvart þótt þetta fólk lendi af og til í óhöppum en þau eru sjaldnast stórfelld. Happatölur eru 7 og 6. ¥ * * * * 26. apríl: * * * * * Fólk fætt í dag er almennt geðgott og glaðsinna. Jafnframt hefur þaö hagnýtar gáfur og sér- stakt lag á að laga sig að kringum- stæöunum. Þaö sér á augabragöi hvað best hentar hverju sinni og kann að fara eftir því án þess að hægt sé aö segja að það sé reikult í ráöi. Það er einmitt þvert á móti fast viö sínar skoðanir og trú en kann einfaldlega að haga svo til að það sigli alltaf farsælustu leiðina í hverju máli. Það er oft listhneigt og hefur góða listahæfileika sjálft, einkum á sviði myndlistar og tónlistar. Þetta fólk nýtur sín best í skapandi störfum, tengdum því sviði listar sem helst er því að 'skapi, svo sem við hvers konar út- litslagfæringar og útlitshönnun. Þó er það svo með afmælisbörn dagsins að hugur þeirra er fremur við andleg verðmæti en veraldleg og starf er þeim almennt ekki annaö en aðferö til aö afla sér lífs- viðurværis. Engu að síður er það vel fallið til mannaforráða, einkum fyrir fámennum hópum, þar sem útsjónarsemi þess og diplómatískt hugarfar fær að njóta sín. Ástarlífiö hefur alla möguleika til að verða farsælt hjá þessu fólki og umgengnishæfileiki og kímni- gáfa þess gerir það eftirsótt af hinu kyninu. Þetta getur leitt til nokkurrar fjölbreytni meðan afmælisbörnin eru enn óbundin en eftir aö þau hafa gert upp hug sinn og valið sér lífsförunaut skal mikið til að annar aðili komist þar upp á milli því trygglyndi fólks dagsins er við brugðið. Heilsufar þessa fólks er yfirleitt gott en sumir hafa farið flatt á vímugjöfum og hættir nokkuð til þess að halla sér að þeim til lífs- nautnar. Hins vegar á það tiltölu- lega auðvelt með að taka sig á og snúa frá villu síns vegar — beri það gæfu til að sjá í tæka tíð að þaö stefnir í óefni. Happatölur eru 8 og 6. * * * * * 27. aprll: * * * ¥ * Sá sem afmæli á í dag er dulur í skapi og sýnist hægferðugur og geðlaus en er í rauninni tilfinn- ingaríkur og fylginn sér. Hann er einaröur og djarfur og hefur nóga þolinmæöi til að standa af sér and- streymi og það sem annars yrði honum fótakefli. Listagáfur hefur afmælisbarnið góðar, ekki síst á sviði myndlistar og listmuna- gerðar. Þessi manngerð getur unnið flest störf meö sóma. Hana er oft að finna í ýmiss konar verslunar- störfum, kennarastörfum og við prestskap. Einnig hefur hún haga hönd og getur náö langt á sviði listsköpunar og listiönaðar. Að öðru jöfnu ætti fólk dagsins helst að velja sér störf sem það getur unniö án teljandi afskipta ann- arra. Hvað ástarlífið snertir vilja þar skiptast á skin og skúrir. Ekki verður sagt að hitt kynið hrannist í flokkum um afmælisbarnið en því hættir til að taka hvert minnsta daður alvarlega og getur því oröið fyrir miklu áfalli þegar botninn dettur úr ævintýrinu. Afmælis- barnið reynir oft mikið á þolrifin í maka sínum með því að það getur verið mjög erfitt að búa við mjög dulan aðila sem lítt lætur uppi hvort honum líkar betur eða verr, og þetta getur orðið til þess að hamingja hjónabandsins veröi nokkuð skrykkjótt. Heilsufarið er yfirleitt harla gott en þó er rétt að gæta varúðar með höfuðiö, sérstaklega fyrir slysum. Einnig ætti fólk dagsins að gera sér snemma grein fyrir því aö ekki er öllum greitt að losa sig úr viðjum vímugjafa sem þeir byrja aðneyta. Happatölur eru 9 og 6. 38 Vikan 17. tbl.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.