Vikan


Vikan - 25.04.1985, Blaðsíða 7

Vikan - 25.04.1985, Blaðsíða 7
lanna Litið inn til listamanna Litið inn til listamanna Litið inn inn verk Sigríðar — damask- vefnaður. Leifur Breíðfjörð teikn- aði kapelluna, gerði steindan glugga og hannaði alla kirkjumuni — kirkjuvefnaðurinn er sameigin- legt verk Sigríðar og Leifs. Þessi látlausi vefnaður þykir falla einstaklega vel inn í heildarmynd kapellunnar. „Ég var svo heppin kvöldið áður en ég lenti í slysinu að þá hafði ég klippt niður hökulinn, annars hefði ég þurft að bíða meö vefnaöinn í eitt ár, en þetta rétt slapp.” Draslið hleypur ekki frá þér Vinnustaður Sigríðar í vefnaðin- um er heima á heimilinu þar sem einnig bíða heimilisstörf og tveir synir í grunnskóla. Og eins og svo margar konur eru spurðar þegar komið er að þessu með að sameina vinnuna og heimilisstörfin þá lauk heimsókninni með þessari spurn- ingu: Gengur þetta og það með vinnustaðinn heima í svefnher- bergi? „Já, þaö hafa margir spurt hvort það sé ekki erfitt að vera með vefnaðinn heima og sumir hafa spurt mig hvort mér leiðist ekki að vinna þetta hér heima. Þetta gengur mjög vel hjá mér. Ég reyni að ná inn ákveðnum klukkustundafjölda á dag og er um leið dálítið stíf við sjálfa mig, en með því að gera þetta svona er þetta líka virt sem vinnan mín hér heima. Það er heilmikil kven- réttindapólitík rekin hér, ég bý með þremur körlum og ætlast til að þeir leggi sitt af mörkum. Strákarnir eru aldir þannig upp að það á að vera sjálfsagt að þeir taki þátt í heimilisstörfunum. Það þarf auðvitað að temja sér aga til að hlutirnir gangi upp en ég held að hafi maður ekki þennan aga heima þá hafi maður hann ekkert frekar á vinnustað úti í bæ. Mér finnst líka gott að þurfa ekki að missa af þeim mannlegu tengslum sem heimilið býður upp á. Sumir segjast eiga erfitt með að vinna heima vegna þess að þá fari of mikill tími í að taka til. Ég verð líka að viðurkenna að ég skil þessa afstöðu því ég hugsaði eins á meðan ég var aö kenna en ég geri það ekki lengur. Drasliö hleypur ekki frá þér. Ég nýt þess sem ég er að gera viö vefstólinn og svo er bara að setja góða plötu á fóninn og drífa tiltektirnar af í einum grænum á eftir. En mikið er þetta annars merkilegt. Það eru alltaf við konurnar sem erum spurðar að þessu hvernig þetta gangi en aldrei karlmennirnir. Hins vegar höfum við Leifur oft verið spurð annarrar spumingar og hún er sú hvort við séum ekki orðin leið hvort á ööru að vinna svona mikið saman. Satt best að segja þá hefur okkur komið mjög vel saman og svona samvinna hún gefur mjög mikið. ’ ’ Heimsókninni var lokið og Sigríður þotin til Þýskalands til að aðstoða Leif sem þar var að vinna að glugga í St. Giles dómkirkjuna í Edinborg í Skotlandi. Texti: Guðrún Ljósmyndir: RagnarTh. o.fl. 1 , V. P\ \ V Ji y ii ■ * ..*» Íí/L' " JKV ik. xj| ■ V* ' 17. tbl. Vikan 7
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.