Vikan - 25.04.1985, Blaðsíða 60
grilluðum mat berst fyrir vitin svo
ekki er hægt annað en að renna á
lyktina og prófa eins og eina und-
arlega samsetningu af grænmeti,
ávöxtum og kjöti, þrætt upp á tein.
Við rekumst á lítinn hóp fólks sem
hefur orðið sér úti um sérkennileg
hljóðfæri sem gætu allt eins veriö
nokkur hundruð ára gömul.
Kannski hefur þaö komist yfir
góss úr einhverju leikhúsinu?
Tónlistin er í stíl viö hljóðfærin en
eigi að síður og kannski þess
vegna mjög forvitnileg. Þaö þykir
við hæfi aö dubba sig upp í
búninga sé fólk götulistamenn og
því sérkennilegri sem þeir eru
þeimmun betra.
Viö höldum sem leið liggur frá
Vondelpark niöur á Leidseplein og
það tekur okkur óratíma aö
mjakast áfram þessa stuttu leið
því mannfjöldinn er alveg gífur-
legur. Við göngum fram á 10—12
ára gutta, sem ekki kann aö spila
á hljóðfæri né hefur neitt til þess
að selja, en hann deyr ekki
ráðalaus við að ná sér í smávasa-
pening því hann stendur á haus
þar til áhorfendum, aö okkur
meðtöldum, stendur ekki lengur á
sama og dæla smápeningum í
skálina hans til þess að reyna aö
fá hann til þess að hætta þessu og
standa aftur í fæturna.
„Café Smalle” eöa Fagribar,
eins og við hér köllum hann af því
hann er svo fallegur, dregur til sín
mikinn fjölda manna úr Jordan-
hverfinu og víðar og þar á meðal
íslendingahópinn hér í Amster-
dam sem skálar fyrir
drottningunni, núverandi eöa fyrr-
verandi skiptir ekki svo miklu
máli, og minnist liðinna þjóðhá-
tíðardaga heima á Fróni.
Töluvert slangur af smá-
bátum meö syngjandi og trallandi
bátsverjum er á siglingu um síkin
í Jordanhverfinu og þannig er
siglt frá einni kránni til þeirrar
næstu. Þaö er mikið fjör hjá hópi
fólks sem við mætum siglandi á
stærðar pramma á Prins-
engracht, syngjandi við undirleik
eigin lúðrasveitar og það eru ekki
lengur margir sem mega vera að
því að spá í notuð föt eða gömul
leikföng á nokkrar krónur.
Um sexleytið fer sölufólkið aö
pakka saman dóti sínu, þeir sem
kæra sig um það, hinir skilja
Hér festum við á filmu frá vinstri:
Jón Sigurpálsson, Guðmund Thor,
sendiráðsritarann í Paris, Gunnar
Snorra og Guðmund Óia
píanóleikara.
60 Vikan 17. tbl.