Vikan


Vikan - 25.04.1985, Blaðsíða 19

Vikan - 25.04.1985, Blaðsíða 19
 Vísindi fyrir almenning Ný von fyrir dreyrasjúka — er hægt að einrækta ,,þátt VIII"? Erfðatæknin getur hrósað nýjum sigri. Fundist hefur lykillinn sem stýrir myndun þess storknunarefnis bióðsins sem blæðara eða þá sem þjást af dreyrasýki vantar. Tekist hefur að búa til nákvæmar eftirlik- ingar af þessu geni og láta það stýra nýmyndun storknunarefnis- ins. Þetta er mikill vísindalegur sigur en þó er mikilvægast að þetta kann að leiða til árangursrikari meðhöndlunar á dreyrasýki en verið hefur. Lengi hafa menn keppst við að ná þessu marki. Lausnin fékkst samtimis á tveim bandarískum rannsóknastofum: Genentech i San Francisco og Genetics Institute i Boston. Verkinu er lýst á 23 þétt- skrifuðum síðum i timaritinu Nature. Höfundarnir eru samtals 28 sem segir sitt um hve flókið viðfangsefnið er. Það er einkenni dreyrasýki að blóðið storknar seint eða ekki. Þetta getur leitt til lífshættulegra blæðinga, sem er þó sjaldgæft, en veldur einatt með tímanum skemmdum á líffærum og liðum sjúklinga. Venjuleg storknun á blóði verður við það að blóð- flögurnar hrannast saman ef æð opnast og blóðið kemst í beint samband við loft. Þetta er einskonar merki sem veldur því að viss prótín í blóðvökvanum koma af stað lífefnafræðilegu ferli sem endar á því að prótíniö fíbrín- ógen, sem var til staðar í blóð- vökvanum, breytist í óuppleysan- legt efni, fíbrín. Fíbrínið myndar þræði í nýjum vef. Blóðflögur og fíbrínvefur mynda í sameiningu einskonar tappa í gatið sem myndast hefur á æðinni. 1 algengustu og jafnframt alvar- legustu tegund dreyrasýki (80% tilfella) vantar tiltekið efni sem er nauðsynlegt þrep í þessu storkn- unarferli. Þetta efni er kallað „þáttur VIII”. Ef þetta efni vantar eða það er gallað stöðvast storknunarferlið og ekkert fíbrín myndast. Dreyrasýki af þessu tæi er arfgeng og kemur einungis fram í körlum. Taliö er að um það bil einn af hverjum 20.000 körlum sé haldinn veikinni. Og það er einmitt „þáttur VIII” sem mönnum hefur tekist að búa til á rannsóknastofu með „gervi- geni”. Fyrst fundu þeir hvaða litningur stýrði þessu. Genið var hluti af kynlitningnum X sem er óvenjulangur. Sá hluti DNA-keðj- unnar sem geymir þennan erfða- lykil er gerður úr 180.000 kjarn- sýrueindum. Það er um það bil einn þúsundasti hluti litningsins. Storknunarefniö sjálft, „þáttur VIII”, er líka stærsta prótín sem myndað er af einu geni. I því eru 2332 mólekúl amínósýra. Eftir að vísindamönnum tókst að einangra geniö, þaö er að plokka það og einungis það, út úr DNA-keðjunni tóku þeir til við að búa til eftirmyndir af því. Það er kallað á ensku „cloning” og er nefnt einrækt á íslensku. Þessi DNA-„klón” eru tengd burðar- efni, svokölluðu plasmíði. Þegar þetta allt saman er „gróðursett” í frumum byrjar storkuefnið, „þáttur VIII”, að síast út úr frum- unum. Sýnt var fram á að efnið dugði blæöurum til storku. I raun var þetta meistaraverk. En hvað gagnar þessi uppgötvun dreyra- sjúku fólki? Það var ekki fyrr en langt var komið fram á þessa öld að unnt var að aðstoða blæðara að einhverju marki. Áður var þessi sjúkdómur undantekningarlítið banvænn. Á fimmta áratugnum var meðalaldursvon blæðara enn aðeins um 16 ár. Þegar uppgötvaðist að orsök sjúkdómsins var að tiltekið efni vantaði í blóðið var tekið til við að gefa blæðurum blóð. Þetta var heilblóð og kom að takmörkuöu gagni. Helsti gallinn var sá að sjúklingar fengu alls konar of- næmi. Nokkuö dró úr vand- ræðunum á árunum upp úr 1950 þegar tekið var að gefa blóövökva í stað heilblóðs. En þó var mesta framfarasporið þegar tókst að vinna úr blóðvökvanum eins konar þykkni sem innihélt mikiö af storknunarefninu, „þætti VIII”. Efnið var handhægt og dreyra- sjúklingar gátu séö um að sprauta sig með því sjálfir. En þetta er líka nokkrum vand- kvæðum bundið. Til þess að safna nægu magni af „þætti VIII” þarf blóð úr miklum f jölda blóðgjafa og það hefur ýmiskonar smithættu í för með sér. Algengasta smitið, sem berst með blóöi, er gula. Og blæðurum er hætt við þeirri tegund gulu og fá hana oft. Ennþá alvarlegri hætta vofir þó yfir blæðurum vegna þess að talið er að veiran, sem veldur áunninni ónæmisbæklun, AIDS, berist með blóði. Þeir geta því átt á hættu að smitast því líklegt er, að minnsta kosti þar sem þessi sjúkdómur er algengur, að einhver sýktur ein- staklingur sé í hópi blóðgjafa og fengi þannig mikiö magn af storknunarefni. Ljóst er að blóðgjöf þeirra sem eru meö AIDS getur haft hörmulegar afleiðingar. Það kom greinilega í ljós þegar tvö lítil börn dóu í borginni Brisbane í Ástralíu eftir að hafa þegið blóð frá kynhverfum manni sem þjáðist af AIDS. (Eins og kunnugt er er þessi sjúkdómur langalgengastur meðal þeirra.) I Bretlandi dó einn blæðari í nóvember á síðasta ári og hann var ekki kynhverfur. Þaö var annað tilfelliö á einu ári. Þar hafa nú verið settar reglur um ónæmisprófun á blóðgjöfum til þess að kanna hvort líkur séu til þess að þeir gangi með áunna ónæmisbæklun. Þá hafa einnig verið reyndar ýmsar leiðir til þess aðsótthreinsa blóð. Þótt ekki beri að gera of mikið úr hættu á smiti í blóði, auk þess sem möguleikar munu vera á að draga úr hættunni, hefði þaö ótví- ræða kosti í för með sér ef hægt væri að fá „þátt VIII” sem væri áreiðanlega hreinn og laus við alla kvilla. Og það er það sem menn vonast til að fá með hinni nýju erfðatækni. En leiðin frá rannsóknastofunni og til lyfs, sem fæst á almennum markaði, er löng. Eftir því sem segir í grein- inni í Nature getur þetta tekið þrjú til fimm ár. Þótt afar litlar likur séu taldar á því að islenskir þiggjendur blóðs geti smit- ast af áunninni ónæmisbæklun með blóði eða blóðhluta sem þeir þiggja er það engu að síður betra að eiga það alls ekki á hættu. Það kann að verða innan fimm ára. 17. tbl. Víkan 19
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.