Vikan


Vikan - 25.04.1985, Blaðsíða 13

Vikan - 25.04.1985, Blaðsíða 13
o Staöfesta — Eigingirni — Skynsemi Goðsögnin segir að nautið i nautsmerkinu sé hvitt naut, sem i rauninni var Seifur i dular gervi, og gerði hosur sínar grænar fyrir Evrópu. í nautsgervinu bar hann hana á brott á bakinu og þegar hann varð aftur i mannsmynd átti nautið visan stað i goðaheimum. Kostir nautanna eru ekki sist hvað þau eru jarðbundin, praktisk, skynsöm, þolgóð og hvað verðmætamat þeirra er reist á traustum grunni. Það er sama hvort er i listum eða viðskiptum, þau vilja aðeins það sem er reglulega vandað. Þau eru oft mjög heimakær og ástrik i garð fjölskyldunnar, mjög traust, viljasterk og undir O niðri blið og hlýleg. Gallarnir eru fyrst og fremst mikil þörf fyrir að skara eld að sinni köku, eigingirni myndu sumir kalla það. Þau geta orðið býsna uppt^kin af sjálfum sér og sínum hugsunum og hug myndum og þá mjög leiðigjörn. Þau eru oft á tíðum fremur þung i skapi, þvermóðska er til i þeim og þau eiga i raun og sannleika erfitt með að sjá aðra hlið á málum en sina eigin. Þau geta verið kreddubundin i sumum málum og stundum hafa þau veriö sökuð um ágirnd. Fólki sem fætt er i nautsnierkinu er stundurn likt við eikina, imynd hins trausta og stöðuga. Og það er fleira i fari nautsins sem minnir á eikina. Nautin eru fólki i öllum öðrum merkjum jarðbundnari og vilja helst vera á visum stað, og ætlast reyndar til að ganga að öðrum á sínum visa stað. Þau hafa mjög mikla þörf fyrir öryggi og stöðugleika i tilverunni, hvort sem er i starfi, heimili eða ástum, og ef þaö er ekki tryggt koðna þau niður eða verða reið og búast til árásar á allt sem ógnar öryggi þeirra. Þau viðurkenna samt sjaidan það mikla skap sem i þeim býr. Þau eiga til mikla afbrýðisemi og þar er hættast við að skapið hlaupi með þau i gönur, eru eigingjörn á fólk jafnt sem eigur sínar. Þolinmæði eiga þau í rikum mæli ef þeim finnst ekkert raska ró sinni. Þau eru mjög dag- farsgóð, hlýleg og hjálpsöm, en sum naut geta þótt leiðinleg i hópi, kannski vegna þess að þeim er illa við að taka áhættu, bregða út af vananum og eru ekki mikið fyrir mannfagnaði. Þegar þau bregða á leik eru þau skemmtileg, en sum naut eru litið fyrir það. Yfirleitt vegnar nautum sérlega vel i öllum viðskiptum, þau hafS viðskiptavit. Þau eru mjög örlát við vini sina en fara þó ekki gáleysis lega með fjármuni. Þau eru mikið fyrir að gera sér glaðandag i mat og drykk og stundum svo mjög að það má teljast til áhugamála þeirra. Sagt er aö hið dæmigerða naut uni sér betur í sveit en borg, en með nútimaskipan sanv félagsins hefur það verið tekið til endur skoðunar. Garðrækt, hvort sem er i sveit eða borg, er nautum hugjeikin og lokaorðin í B'RTiNGI Voltaires, ,,Maður verður að rækta garðinn sinn”, gætu alveg verið einkunnarorð merkisins. Hreinskilni nautsinsohefur oft komið fólki á óvart. Það svarar áreiðanlega mjög heiðarlega ef það er spurt um skoðun sina á einhverju og þeir sem ekki vilja heyra sannleikann ættu að vara sig á þessu. Það er ekkert fals og engan fagurgala aö hafa i þessum herbúðum. Þrjóska er snar þáttur i fari nautanna, þau eru sein að hugsa en ákaflega vandvirk bæði i orði og æði. Þau eru ekki frumleg i hugsun en ákaflega skipuleg og þeim nýtist oft betur þaö sem þau hafa til brunns að bera en þeim sem fara geyst. Naut reyna að skipuleggja lif sitt langt fram i timann og sætta sig illa við ef það skipulag raskast. Það getur sett þau úr jafnvægi. Eigingirni setur vissan svip á ástir og vináttu nautanna. Þau vilja hafa sinn heittelskaða eða sina heittelskuðu fyrir sig og sig ein og sætta sig ekki við minnsta vafa á þessuni eignarrétti sem þau oft taka sér á öðrum mannverum. Börn verða lika oft fyrir barðinu á þessu ef þau eiga naut fyrir foreldra. En ástfangið naut er mjög heillandi. Það er mjög ástleitið og blitt og undarlegt að nokkur skuli standast það. I starfi gengur nautinu vel i viðskiptum, eins og áður er getið, og það getur líka orðið góður smiður, stundað byggingalist nieð ágætum, hvort sem litið er á verkfræði eða arkitektúr, þvi vegnar yfirleitt vel i þjónustu banka og hins opinbera (það er að segja ef það er eitthvað traust og öruggt eins og í sumum löndum). Þau naut sem fara út á listabrautina leita yfirleitt að öryggi þar sem annars staðar, fara i auglýsinga teikningu, arkitektúr eða föst verkefni fremur en frjálsa myndlist. A barnsaldri eru naut oft i erfiðri aðstöðu. Margt af þvi sterkasta i fari þeirra, þrjóska og eigingirni, þykir mikill Ijóður á ráði barna þó það geti veriö prýðilegur kostur i harðri lifsbar áttu hinna fullorðnu. Foreldrar, sem eiga krakka fædda i þessu rnerki, ættu að reyna að beina þeim varlega frá því að vera of ein strengingsleg, þvi þá getur komið til harðra á rekstra i skóla og samskiptum við önnur börn. Þeir ættu að reyna að útskýra fyrir börnum sinum að það séu miklu meiri likur á að þau hafi sitt fram ef þau eru svolitið sveigjanleg i sam skiptum. Það skilja skynsömu nautsbörnin betur en hörku. Ef þau sjá fram á að geta haft sitt fram á annan hátt en með stifni segir skyn- semin þeim að reyna þá leið. o 21. apríl—21. maí
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.