Vikan


Vikan - 25.04.1985, Side 13

Vikan - 25.04.1985, Side 13
o Staöfesta — Eigingirni — Skynsemi Goðsögnin segir að nautið i nautsmerkinu sé hvitt naut, sem i rauninni var Seifur i dular gervi, og gerði hosur sínar grænar fyrir Evrópu. í nautsgervinu bar hann hana á brott á bakinu og þegar hann varð aftur i mannsmynd átti nautið visan stað i goðaheimum. Kostir nautanna eru ekki sist hvað þau eru jarðbundin, praktisk, skynsöm, þolgóð og hvað verðmætamat þeirra er reist á traustum grunni. Það er sama hvort er i listum eða viðskiptum, þau vilja aðeins það sem er reglulega vandað. Þau eru oft mjög heimakær og ástrik i garð fjölskyldunnar, mjög traust, viljasterk og undir O niðri blið og hlýleg. Gallarnir eru fyrst og fremst mikil þörf fyrir að skara eld að sinni köku, eigingirni myndu sumir kalla það. Þau geta orðið býsna uppt^kin af sjálfum sér og sínum hugsunum og hug myndum og þá mjög leiðigjörn. Þau eru oft á tíðum fremur þung i skapi, þvermóðska er til i þeim og þau eiga i raun og sannleika erfitt með að sjá aðra hlið á málum en sina eigin. Þau geta verið kreddubundin i sumum málum og stundum hafa þau veriö sökuð um ágirnd. Fólki sem fætt er i nautsnierkinu er stundurn likt við eikina, imynd hins trausta og stöðuga. Og það er fleira i fari nautsins sem minnir á eikina. Nautin eru fólki i öllum öðrum merkjum jarðbundnari og vilja helst vera á visum stað, og ætlast reyndar til að ganga að öðrum á sínum visa stað. Þau hafa mjög mikla þörf fyrir öryggi og stöðugleika i tilverunni, hvort sem er i starfi, heimili eða ástum, og ef þaö er ekki tryggt koðna þau niður eða verða reið og búast til árásar á allt sem ógnar öryggi þeirra. Þau viðurkenna samt sjaidan það mikla skap sem i þeim býr. Þau eiga til mikla afbrýðisemi og þar er hættast við að skapið hlaupi með þau i gönur, eru eigingjörn á fólk jafnt sem eigur sínar. Þolinmæði eiga þau í rikum mæli ef þeim finnst ekkert raska ró sinni. Þau eru mjög dag- farsgóð, hlýleg og hjálpsöm, en sum naut geta þótt leiðinleg i hópi, kannski vegna þess að þeim er illa við að taka áhættu, bregða út af vananum og eru ekki mikið fyrir mannfagnaði. Þegar þau bregða á leik eru þau skemmtileg, en sum naut eru litið fyrir það. Yfirleitt vegnar nautum sérlega vel i öllum viðskiptum, þau hafS viðskiptavit. Þau eru mjög örlát við vini sina en fara þó ekki gáleysis lega með fjármuni. Þau eru mikið fyrir að gera sér glaðandag i mat og drykk og stundum svo mjög að það má teljast til áhugamála þeirra. Sagt er aö hið dæmigerða naut uni sér betur í sveit en borg, en með nútimaskipan sanv félagsins hefur það verið tekið til endur skoðunar. Garðrækt, hvort sem er i sveit eða borg, er nautum hugjeikin og lokaorðin í B'RTiNGI Voltaires, ,,Maður verður að rækta garðinn sinn”, gætu alveg verið einkunnarorð merkisins. Hreinskilni nautsinsohefur oft komið fólki á óvart. Það svarar áreiðanlega mjög heiðarlega ef það er spurt um skoðun sina á einhverju og þeir sem ekki vilja heyra sannleikann ættu að vara sig á þessu. Það er ekkert fals og engan fagurgala aö hafa i þessum herbúðum. Þrjóska er snar þáttur i fari nautanna, þau eru sein að hugsa en ákaflega vandvirk bæði i orði og æði. Þau eru ekki frumleg i hugsun en ákaflega skipuleg og þeim nýtist oft betur þaö sem þau hafa til brunns að bera en þeim sem fara geyst. Naut reyna að skipuleggja lif sitt langt fram i timann og sætta sig illa við ef það skipulag raskast. Það getur sett þau úr jafnvægi. Eigingirni setur vissan svip á ástir og vináttu nautanna. Þau vilja hafa sinn heittelskaða eða sina heittelskuðu fyrir sig og sig ein og sætta sig ekki við minnsta vafa á þessuni eignarrétti sem þau oft taka sér á öðrum mannverum. Börn verða lika oft fyrir barðinu á þessu ef þau eiga naut fyrir foreldra. En ástfangið naut er mjög heillandi. Það er mjög ástleitið og blitt og undarlegt að nokkur skuli standast það. I starfi gengur nautinu vel i viðskiptum, eins og áður er getið, og það getur líka orðið góður smiður, stundað byggingalist nieð ágætum, hvort sem litið er á verkfræði eða arkitektúr, þvi vegnar yfirleitt vel i þjónustu banka og hins opinbera (það er að segja ef það er eitthvað traust og öruggt eins og í sumum löndum). Þau naut sem fara út á listabrautina leita yfirleitt að öryggi þar sem annars staðar, fara i auglýsinga teikningu, arkitektúr eða föst verkefni fremur en frjálsa myndlist. A barnsaldri eru naut oft i erfiðri aðstöðu. Margt af þvi sterkasta i fari þeirra, þrjóska og eigingirni, þykir mikill Ijóður á ráði barna þó það geti veriö prýðilegur kostur i harðri lifsbar áttu hinna fullorðnu. Foreldrar, sem eiga krakka fædda i þessu rnerki, ættu að reyna að beina þeim varlega frá því að vera of ein strengingsleg, þvi þá getur komið til harðra á rekstra i skóla og samskiptum við önnur börn. Þeir ættu að reyna að útskýra fyrir börnum sinum að það séu miklu meiri likur á að þau hafi sitt fram ef þau eru svolitið sveigjanleg i sam skiptum. Það skilja skynsömu nautsbörnin betur en hörku. Ef þau sjá fram á að geta haft sitt fram á annan hátt en með stifni segir skyn- semin þeim að reyna þá leið. o 21. apríl—21. maí

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.