Vikan


Vikan - 18.07.1985, Page 33

Vikan - 18.07.1985, Page 33
Hellirinn Baðstofa A Hellnum. Það er þess virði Það er svo fallegt á Arnarstapa að mann langar helst ekkert til að fara þaðan aftur. að klöngrast þama niður. Snœfellsjökull sóður frá Purkhólum (frá vestri). Þaö er heldur ekki ætlunin aö koma hér meö ítarlega ferðalýs- ingu heldur aðeins að reyna aö vekja áhuga þeirra sem svo er um háttað að hafa aldrei ómakað sig út á Snæfellsnes og nefna helstu viðkomustaði. Þar væri áreiðan- lega hægt að eyða öllu sumarleyf- inu og skoöa stöðugt nýja og nýja staði en á daglangri ökuferð með- fram syðri ströndinni er hægt að koma víða við og litast um. Grösugar sveitir Leiðin liggur norður Mýramar og yfir sýslumörkin yf ir í Snæfells- ness- og Hnappadalssýslu, sem er ein sýsla, fram hjá Eldborg í Kol- beinsstaðahreppi (oft nefnd Eld- borg á Mýrum) og yfir Eldborgar- hraun. Eldborg er sporöskjulaga gígur sem rís um 60 m yfir hraun- ið. Þar hefur tvisvar orðið gos, það síðara ef til vill á landnáms- öld. Ekki er hægt að komast að Eldborg nema fótgangandi og er það um hálftíma gangur frá þjóð- veginum. Þá liggur leiðin um grösugar sveitir undir fögrum fjöllum í Eyjahreppi og Miklaholtshreppi að Vegamótum þar sem skiptast leiðir út og inn um sunnanvert Snæfellsnes og norður til Stykkis- hólms. Þar geta menn fengiö Fjaran viö Búöir ar þakin gullnum sandi og kolsvart hraungrýti skagar víða upp úr . . . þarna vœri örugglaga æðislegt aö liggja i sólbaði. 29. tbl. ViKan 33

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.