Vikan


Vikan - 17.10.1985, Page 9

Vikan - 17.10.1985, Page 9
ÍNÆSTUVIKU: Lifsreynsla: Ég öfunda hana ekki — hún öfundar mig Sigurlín Margrét Sigurðardóttir er ein þeirra sem flytja okkur fréttaágrip á táknmáli í sjónvarpinu. Hún hefur verið heyrn- arlaus frá átta ára aldri og segir í næstu Viku frá því hvernig það hefur breytt lífi hennar, frá sjálfri sér og viðhorfum sín- um. Hún segir líka frá lífsháska, misskilningi og ævintýri er hún varð strandaglópur í Finnlandi. • Hvernig pabbi ertu? Guðrún fór eins og stormsveipur um bæinn og lagði þessa spurningu fyrir nokkra pabba. Voru þeir góðir? Voru þeir slæmir? • • Guðrún Fugaro settist að í Vermont í Bandaríkjunum. Viðtalið við hana heit- ir: Ég venst aldrei fólkinu — en landið er gott. Jónas Jónasson Er hann hamingjusamur? Hvaða myrkur á hann við? Er hægt að vera of nærgöngull? Þessar spurningar eru meðal þeirra sem Jónas Jónasson leysir úr í viðtali. En hann talar einnig um Akureyri, útvarpið þar, flugnám og fleira. • • Við lítum á tískufötin hennar Maríu Lovísu. Einar Kárason heldur áfram með dálkinn: Nokkur spursmál. Þá er kennt að búa til kartöflustimpla og Olga Guðrún er á öðrum fæti. Eigum við að flytja inn atvinnuleysi? Notum íslenskar vörur í staó út- lendra og foróumst atvinnuleysi. Um leiö sparast gjaldeyrir, — oft var þörf en nú er nauðsyn popco salernispappír er íslensk vara í hæsta gæóa- flokki og þú gerir ekki betri kaup. pcipco Fellsmúla 24 — Reykjavík Sími 687788

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.