Vikan


Vikan - 17.10.1985, Side 27

Vikan - 17.10.1985, Side 27
1 Byggt & búið Byggt & búið__Byggt & búið Byggt & búið Byggt & búið 5 iJ!l' l-ll I Litast um á Hjónagörðum Texti: Guðrún A ^^jlir hafa gaman af að sjá hvernig aðrir búa, líka þeir sem segj- ast ekkert hafa gaman af því. Sumum finnst gaman að spá í gömlu, nýuppgerðu húsin, aðrir — og þá kannski sérstaklega þeir sem eru í þyggingarhugleiðingum — hella sér yfir blöð og greinar sem sýna fallega innréttuð híbýli og. . . láta sig dreyma í það minnsta. En skyldu einhverjir hafa áhuga á að sjá hvernig stúdent- ar á garði búa um sig...? Kannski þeir sem teljast til fjögurra manna fjölskyldu og þurfa að koma innbúinu fyrir í lítilli 42ja fer- metra, tveggja herbergja íbúð. ,,Maður gæti tekið próf í skipulags- fræðum eftir að hafa búið á garði," sagði einn íbúa Hjónagarð- anna við Suðurgötu i Reykjavík þegar Byggt og búið leit þar inn á dögunum. Við fengum garðprófast, Óskar Reykdalsson, til að leiða okkur um húsakynnin og líta inn til nokkurra íbúa. Og ef einhverjir skyldu ekki átta sig á hvers konar prófastur garðprófast- ur er þá er hann, auk þess að vera stúdent í Háskóla íslands og íbúi á garði, tengiliður milli íbúa og eigenda hússins sem er Félags- stofnun stúdenta. Félagsstofnun stúdenta á og rekur Hjónagarðana. Þeir voru Ljósmyndir: RagnarTh. byggðir á árunum 1972—1974. Húsið var tekið í notkun árið 1974 en var í raun ekki fullbyggt fyrr en árið 1984. Húsið var að nokkru leyti byggt fyrir gjafafé sem safnaðist til minningar um fyrrverandi ráðherra, Bjarna Benediktsson, konu hans, Sigríði Björnsdóttur, og dótturson þeirra, Benedikt Vilmundarson, sem fórust í hörmu- legu slysi um svipað leyti og hafist var handa um byggingu húss- ins. íbúar hússins eru allir stúdentar við Háskóla íslands og fjöl- skyldur þeirra. Íbúðum er úthlutað til stúdenta samkvæmt sér- stökum úthlutunarreglum sem taka mið af námsframvindu, barna- fjölda og fleiri atriðum sem máli skipta. Á Hjónagörðunum eru 55 íbúðir, flestar tveggja herbergja. Ein íbúð í húsinu er sérstaklega innréttuð fyrir fatlaða. Tuttugu íbúðir hússins eru ætlaðar einstæðum foreldrum. Það eru því margir um hituna og eins gott að Félagsstofnun áformar nú byggingu nýrra Hjónagarða, en um þessar mundir stendur yfir samkeppni um teikningu 150 íbúða og verður væntanlega hafist handa um byggingu þeirra á næsta ári. 42. tbl. Vikan 27

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.