Vikan


Vikan - 17.10.1985, Síða 39

Vikan - 17.10.1985, Síða 39
»MÁL NOKKUR SPURSMÁL NOKKUR SPURSMÁL að hætti Sókron Reygígings . . drengir æfðu frjálsar íþróttir og þreyttu glimu; já, gíman, hún var nú kappir sam þar flugust á yrðu fljótt að gjalti ef þoir lentu i slag við íslensk- vist göfugust kraftaþrauta; við á mölinni kunnum ekki þessa eðlu bardaga- an glimukóng." list, sáum bara box og fjölbragðaglímu í kananum og vissum að þeir sila- aldurinn var háseti á flutninga- skipum og sigldi þá nokkrum sinn- um á ströndina, einsog það er kallað þegar skipin þræða hafnir landsins eina af annarri. Og maður sá að þótt þorpunum svip- aði saman voru þau um margt ólík. Sumt voru uppgangsstaðir og þar sátu harkan og vinnugleðin í fyrirrúmi; eldsnöggir verkamenn voru kallaðir út í akkorð hvenær sem var sólarhringsins til að lesta skipið eða losa. Þeir komu með uppbrettar ermar og með sam- stilltum hrópum og handtökum var farmurinn afgreiddur á met- tíma. Á svona uppgangsstöðum var mikið af nýbyggðum húsum, skip- in voru nýmáluð og vörubílarnir einsog klipptir útúr amerísku trukkaplakati, slegnir bronsi og krómi, og með flautulúðra á þak- inu. I uppgangsþorpunum var allt- af allt í fullum gangi, næg vinna í frystihúsunum, landburður af fiski, fólkið safnaði mublum og græjum, það vann allan sólar- hringinn og taldi óþrjótandi at- vinnu þá mestu náð sem mönnum getur hlotnast. Fólkið í uppgangs- plássunum tók sér kannski frí tvisvar á ári og lét þá hendur standa fram úr ermum við að njóta lífsins. Það skrapp í túr til Kanarí og naut þar á hálfum mánuði meiri sólar en skín á gjörvallt landið á ársgrundvelli. Fólkið varð svo útitekið að það bjó að því allt árið; inní frystiklefum og saltfiskgeymslum Austfjarða- þorpa voru menn sólbrúnir einsog Spánverjar; hitt fríiö á árinu notaði þetta fólk til menning- arferða í höfuðstaðinn, þá tókst því á einni viku að afgreiða gjörv- alla menningu höfuðborgarinnar, sjá allar leiksýningar sem slægur var í, helstu tónleika og mynd- listarviðburði; miklu meira en Reykvíkingar, sem hafa þetta við höndina allt árið, komast nokk- urntíma yfir að sjá, enda var það svo að maður stóð einsog afdala- kurfur andspænis þessum upp- lýstu sjávarþorpurum ef talið barst að kúltúr lífinu fyrir sunn- an... Svo voru líka til þorp sem ekki voru uppgangspláss. Þar unnu menn á tímakaupi og bara á dag- vinnutímanum, fóru sér æsinga- laust við störfin, höfðu yfirdrifinn tíma til alls; vindurinn næddi um brotna glugga frystihússins og mosinn greri á færiböndum síldar- bræðslunnar, húsin voru gömul og bárujárnið skellótt. Vörubílarnir voru engir trukkar úr amerískum kántríblöðum, heldur voru þetta ýmist gamlir, gráir ferguson- traktorar með aftanívagni eða einhverjar bílaleifar frá árum hernámsins. I þessum þorpum komu árleg atvinnuleysistímabil af því það var enginn togari gerður út frá plássinu og jafnvel voru til þeir staðir þarsem fólkið vildi ekki fá togara, þótt fram- kvæmdastofnun og bjargráða- sjóðir væru með tilbúin eintök á lager. — Við höfum vinnu þegar rækjuvertíðin stendur yfir, sagði mér maður í þorpi einu á Ströndum, við höfum vinnu þegar gefur á sjó fyrir trillurnar, og við viljum ekki meiri vinnu. Við viljum engan togara! Ég sagðist ekki ætla að neyða honum uppá þau... Og fyllibu. 42. tbl. Víkan 39

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.