Vikan


Vikan - 17.10.1985, Síða 42

Vikan - 17.10.1985, Síða 42
VINSÆUR LEIKARAR: STACY KEACH Leikarinn Stacy Keach er tslendingum aö góðu kunnur eftir leik sinn í framhaldsþátt- unum Mistrals Daughter Og Princess Daisy. Ferill þessa leikara hefur veriö nokkuð sér- stæöur gegnum tíðina. Um hann hefur verið sagt að hann sé „besti bandaríski Hamletinn eftir John Barrymore” og að hann sé hinn „nýi Brando” á sjöunda áratugnum, en hann hefur einnig átt það til að leika í dellum eins og marijúanadraumum Cheech og Chong og frumraun Piu Zadoru, The Butterfly. Um síðarnefndu myndina segir hann sjálfur að hann hafi einungis tekið að sér hlutverkið vegna senunnar þar sem hann baðar Piu. Stacy Keach fæddist 1941, sonur leikara- hjóna. Hann ólst upp í Savannah í Georgíu. Ferill föður hans flutti f jölskylduna til Atlanta í nokkur ár og síðan til Los Angeles. „Umræðuefnið á heimili mínu var ávallt leikur og leikarar. Jafnvel þótt foreldrar mínir réðu frá því voru fyrstu hugsanir mínar þær að gerast leikari,” segir hann. Hann hugleiddi málið þau fjögur ár sem hann stundaði nám við Kaliforníuháskóla, í hagfræði, leikandi á sumrum í farandleikhús- um, og innritaðist síöan í Yale leikskólann. Eftir eins árs framhaldsnám í London kom hann til New York og fékk aðalhlutverk í Hamlet, 26 ára gamall. Hann sló í gegn, var lýst sem besta Hamletleikara Bandaríkjanna síðan John Barrymore fór með þetta vanda- sama hlutverk. Það var ekki fyrr en 1968 sem Keach lék í sínum fyrstu kvikmyndum. Fimm fyrstu myndunum hans er best að gleyma í hvelli, en í þeirri sjöttu, Fat City, þar sem hann lék af- dankaðan hnefaleikara á hraðleið í rennu- steininn, vann hann til verðlauna á Cannes 1971. I kjölfar Fat city komu hlutverkin í röðum í myndum á borð VÍð The New Centurians Og The Life and Times of Judge Roy Bean. Um miðjan áttunda áratuginn hverfur Keach af sjónarsviðinu. Hann eyddi fjórum árum með söngkonunni Judy Collins, að semja söngva, læra píanó- og gítarleik og dreymdi um að verða rokkstjarna. Árið 1980 skrifaði hann, ásamt James bróður sínum, handritið aö myndinni The Long Riders, sögu útlaganna Frank og Jesse James. Þeir bræöur léku aöalhlutverkin í myndinni en Stacy var framleiðandi hennar. Þeir fengu aðra bræður til að leika hina bræðurna í myndinni; Randy og Dennis Quaid léku Millers-bræöurna, Keith, Robert og Slys eða manndráp? ★ ★ Feigðarakstur (One For The Road — Licence To Kill). Leikstjóri: Jud Taylor. Aðalleikarar: James Farentino, Don Murray og Millie Perkins. Sýningartimi: 120minútur. Þau eru ábyggilega óteljandi, slys- in í umferðinni sem hafa orðið vegna þess að bílstjóri er ölvaður. Alvar- legust eru þau slys sem orsaka dauða saklauss fórnarlamþs. Um þetta fjallar Feigðarakstur. Skal sá er valdur er að dauða verða dæmdur fyrir manndráp eða skal atburðurinn dæmdur sem slys? Lynne Peterson er ung og efnileg stúlka. Dag einn er hún á leið til vina sinna. Ölvaöur ökumaður, Fiske, verður henni aö bana þegar hann ekur í veg fyrir hana. Fiske lítur á þennan atburð sem slys og telur sjálfum sér trú um að hann hafi ekki drukkiö neitt sem sköpum skipti, þótt eiginkona hans viti að hann á við drykkjuvandamál aö stríða. Peterson, faöir fórnarlambsins, telur aftur á móti að um manndráp sé að ræða og vill með málið fyrir dómstóla. Þar þvælist málið dágóðan tíma og ekkert skeður. Lögfræðingar þrasa um lítilsverð atriði, eingöngu til að skapa sér tíma. Eftir mikiö málþóf kveöur dómarinn upp þann úrskurð að um manndráp sé að ræða og kemur engum á óvart. En staö- reyndin er að þessi málalok eru und- antekning og oftast sleppur sá sem valdur er að skaðanum. Feigðarakstur er þrátt fyrir nokk- ur melódramatísk atriði góð áminn- ing fyrir alla bílstjóra og staðreyndin er aö sá sem drukkið hefur á ekki aö setjast undir stýri. Aðalleikararnir, James Farentino og Don Murray, fara virkilega vel með hlutverk sín, tvær persónur í harmleik sem eiga erfitt meö að sætta sig við orðinn hlut. Feigðar- akstur er upprunalega gerð fyrir sjónvarp og þrátt fyrir að hægt sé að fá hana á videóleigum ætti hún vel heima á dagskrá íslenska sjónvarps- ins, mörgum til viðvörunar. Getur blóm vitnað um morð? ★ The Kirlian Witness. Leikstjóri: Jonathan Sarno. Aðalleikarar: Nancy Snyder, Joel Colodner og Ted Leplat. Sýningartimi: 90 mínútur. Þaö versta við The Kirlian Witness er að á köflum lítur svo út sem al- gjörir byrjendur hafi staöiö aö gerö myndarinnar. Eyðileggur þaö nokk- uð fyrir annars sæmilega spennandi söguþræöi. Myndin fjallar um Laurie sem í byrjun myndar er hamingjusamlega gift og einu áhyggjur sem hún hefur eru af systur sinni. Systirin, sem á blómabúð, hefur aftur á móti meiri áhuga á ræktun blómanna en að selja bau. Hún ÍSLENSKUR TEXTl Mancy Snyder TM LapM þeirra og þar fram eftir götunum. Kvöld eitt, þegar Laurie kemur að heimsækja systur sína, kemur hún að henni myrtri og við hliö hennar stendur uppáhaldsblómið. Lögreglan finnur ekki út hver hafi framiö morðið og hallast helst að því að þarna hafi veriö um slys að ræða. Laurie trúir því ekki og byrjar sjálf aö rannsaka morðiö. Um leið fer hún að fá óþarflega mikinn áhuga á blómum, að dómi manns hennar. Og satt er það, Laurie fer að trúa því aö blómið, sem fannst við hhð systur hennar, geti bent á hver sé morðing- inn. Laurie verður dularfyllri með hverjum degi og fjarlægist mann sinn meir og meir enda sýnir blómið greinileg viöbrögö þegar maður hennar nálgast það. Það sýnir einnig viðþrögð þegar einn dularfullur vin- ur systur hennar er nálægt því. Hvor þeirra er morðingi systur hennar? Það kemur í ljós en óþarfi er að eyði- leggja fyrir væntanlegum áhorfend- um með því að ljóstra því upp. Eins og fyrr sagði er það aðallega öll tæknivinna sem eyðileggur The Kirlian Witness. Kvikmyndun og lýs- ing er mjög slæm. Þrátt fyrir það örl- ar á köflum á spennu og í heild er hugmyndin nokkuð sniðug. 42 Vikati 42. tbl.

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.