Vikan - 07.11.1985, Page 25
Eldhús Vikunnar
Tveir fljótlegir
og góðir réttir
Karrí-
kjúklingur
1 kjúklingur
2 laukar
3 tómatar
3 msk. sojaolía
3 tsk. karrí
2 1/2 dl sýrður rjómi
1 tsk. salt
Hlutið kjúklinginn í
sundur (í 8 hluta). Hitið
olíu í potti, setjið karriið út
í pottinn og brúnið kjúkl-
ingabitana (þerrið vel áður
og saltið). Setjið lauk og
tómata í pottinn og látið
malla með. Setjið sýrðan
rjóma saman við. Minnkið
hitann og látið allt malla
við vægan hita í 25 mín-
útur. Bætið kjúklingasoði
(teningur og vatn) út í ef
rétturinn þornar um of.
Berið fram með hrísgrjón-
um, brauði og ristuðu
kókosmjöli (kókosmjöl
ristað augnablik á heitri,
þurri pönnu). Einnig er
mangósulta (mango
“ chutney), ananasbitar,
súr epli og rúsínur alltaf
gott með karríréttum og
ágætt að setja hvert um
sig í litlar skálar.
Fljótlegur
kvöldverður
Hráefnið er hakkað
nautakjöt sem blanda má
með ýmsum kryddjurtum
og grænmeti eftir smekk.
Einnig er gott að blanda
saman nauta- og svina-
hakki eða bæta niður-
skornu beikoni út í.
400 g hakkað nautakjöt
1 smátt skorinn eða
hakkaður laukur.
1 msk. kapers
1 búnt söxuð steinselja
2 msk. smátt skornar.
sultaðar rauðrófur
salt og pipar
1 egg
Hrærið öllu saman. Form-
ið í bollur og steikið.
Meðlæti
Eitt langt heilhveitibrauð,
eitt salathöfuð, tveir tóm-
atarog hálf agúrka.
45. tbl. Vikan 2$