Vikan - 10.04.1986, Qupperneq 16
LÆKNISVITJUN
Hér á síðunni birtast svör læknanna Gests Þorgeirssonar, Helga Kristbjarnarsonar, Jóhanns
Ágústs Sigurðssonar, Leifs Bárðarsonar, Óttars Guðmundssonar og Sigurðar Guðmundssonar við
spurningum lesenda og mun þetta verða reglulegur þáttur hér á síðum Vikunnar á næstu mánuð-
um.
Við bjóðum lesendum bæði að senda bréf með vandamálum sínum og hringja. Hringja má á
þriðjudags- og miðvikudagsmorgnum frá níu til tólf. Bréfín, sem við fáum, verða að vera stutt,
skýr og málefnaleg. Við birtum þau gjarnan undir dulnefni en nafn og heimilisfang verður að fylgja.
Utanáskriftin er:
Læknisvitjun
Vikan
Frjáls Qölmiðlun hf.
Pósthólf 5380
125 Reykjavík
ALKÓHÓLISMI
SPURNING: Ég er 22 ára gömul
stúlka, nýtrúlofuð og á barn í vænd-
um. Unnusti minn hefur ávallt drukk-
ið mikið en þó ekki meira en margir
í okkar vinahópi. Um síðustu helgi
drakk hann mjög mikið, var tekinn
ölvaður við akstur og lenti í átökum
við lögreglu. Hann er mjög sleginn
yfir þessu og segist sennilega vera
alkóhólisti og vill leita sér meðferðar.
Hversu mikið þarf maður að drekka
til að vera álitinn alkóhólisti og þarf
unnusti minn að leita sér meðferðar
á þessu stígi?
SVAR: Byrjunareinkenni alkóhól-
isma eru ákaflega lúmsk og erfitt að
gefa einhlít svör fyrir hvern einstak-
an. Eitt megineinkenni alkóhólisma
er þó stjórnleysið í sambandi við
drykkju. Menn drekka meira og leng-
ur en þeir ætla sér. enda oft i
óminnisástandi (blackouti) og gera
þá ýmislegt sem betur væri ógert.
Ölvunarakstursbrot er alltaf alvarlegt
einkenni um ákveðið stjórnleysi i
sambandi við áfengisneyslu svo
unnusti þinn er nú þegar kominn á
hálan ís. Efhann vill leita sér aðstoð-
ar og fara I meðferð skaltu frekar
hvetja hann til þess en letja þar sem
mikið er í húfi að vel takist til hjá
ykkur. Þú ættir auk þess að leita þér
upplýsinga um AI-Anon-samtökin.
sem er félagsskapur fyrir aðstand-
endur drykkjumanna. og sækja fundi
hjá þeim þar sem slíkt mun auðvelda
þér allan skilning á áfengisvanda-
málinu. Hjá ráðgjafarstöð SÁÁ I
Síðumúla 3~5 getur þú og unnusti
þinn fengið allar nánari upplýsingar
um þessimál.
KVÍÐALYF
SPURNING: Ég er 34ra ára gamall
maður sem undanfarin ár hefur tekið
diazepamtöflur, 5 mg, þrisvar á dag
vegna taugaspennu. Eru þessartöfl-
ur ávanabindandi, er einhver önnur
hætta því samfara að taka þær reglu-
lega?
SVAR: Diazepam er lyf af flokki
bensodiazepina en þau lyferu kviða-
stillandi og róandi og hafa auk þess
svæfandi verkun. Lyfin hafa engan
lækningamátt gagnvart kvíða.
spennu eða taugaveiklunareinkenn-
um en geta haldið þeim í skefjum
að einhverju leyti. Ef þessi lyf eru
tekin i langan tíma myndast þol
gagnvart þeim og auk þess veruleg
fráhvarfseinkenni þegar töku er
hætt. Lyfin eru ávanabindandi og
það er oft miklum erfiðleikum háð
að venja fólk afneyslu lyfjanna. jafn-
velþótt í smærri skömmtum sé. Lyfið
slævir viðbragðshraða og eftirtekt
svo akstur og önnur nákvæmnis-
vinna er varasöm meðan lyfið er
tekið. Sjúklingar. sem taka þessi lyf
að staðaldri. kvarta oft undan sljó-
leika. minnistruflunum og þreytu.
Það ér varasamt fyrir þig að taka lyf
eins og diazepam í lengri tima og
þess vegna ættir þú i samráði við
lækni að hætta þessari neyslu eins
fljótt og auðið er og reyna að slaka
á spennunnr og minnka kvíðann
með öðrum ráðum og hættuminni.
GETULEYSI
SPURNING: Er getuleysi hjá körlum
alltaf af sálrænum ástæðum?
SVAR: Nei, þótt almennt sé álitið að
getuleysi sé oftast af sálrænum
uppruna þá hafa læknar á seinni
árum verið að uppgötva að hjá tölu-
vert stórum hluta manna, sem eiga
við getuleysi að stríða. eru líkamlegar
orsakir fyrir þessu. Vel þekkt er að
sykursýki og sumir taugasjúkdómar
leiða stundum til getuleysis. einnig
æðakölkun og vissir æðasjúkdómar.
Einfaldasta leiðin til að rannsaka
hvort getuleysi er af líkamlegum eða
andlegum orsökum er að athuga
hvort menn fá draumstinning þegar
þeir sofa. Ef svo er er oftast um sál-
rænar ástæður fyrir getuleysi að
ræða. Þetta eina atriði er þó ekki
einhlítur mælikvarði á getuleysi. Til
að meta orsakirnar á viðhlítandi hátt
þarfað rannsaka starfsemi ósjálfráða
taugakerfisins. stjórnun á æðaslætti,
mæla blóðstreymi með hljóðbylgj-
um. taka röntgenmyndir og gera
fullkomna svefnrannsókn.
Getuleysi er sjúkdómur sem menn
virðast veigra sér mjög við að leita
til læknis með og við athugun hefur
sýnt sig að þeir sem leita til læknis
með þetta vandamál hafa að meðal-
tali átt við það að striða i 6 ár áður
en þeir leita sér hjálpar. Hér á landi
eru það sérfræðingar i þvagfærasjúk-
dómum og geðlæknar sem fást við
þessi vandamál. Meðferðin fer að
sjálfsögðu eftirþví hver orsökin reyn-
ist. Stundum nægir að hætta
reykingum eða áfengisnotkun.
stundum er beitt lyfjameðferð. Þegar
æðar eru stiflaðar er sums staðar
erlendis beitt æðaskurðaðgerðum.
svipuðum þeim sem beitt er við
kransæðaþrengsl í hjarta. Loks eru i
einstaka tilfellum gerðar skurðað-
gerðir þar sem sett er hjálpartæki i
getnaðarliminn sem gerir samfarir
mögulegar. Allar þessar aðgerðir eru
þó þess eðlis að þeim er aðeins beitt
eftir að nákvæm niðurstaða um or-
sakir liggur fyrir og alltafer nauðsyn-
legt að gera mjög gaumgæfilega
geðrannsókn til að útiloka geðrænar
orsakir.
16 VIKAN 15. TBL,