Vikan

Útgáva

Vikan - 10.04.1986, Síða 18

Vikan - 10.04.1986, Síða 18
PPNEFND Nokkur fórnarlömb tekin tali EFTIFt JOHÖNNU S. S/GÞÓRSDÚTTUR Allt frá landnámstíð hefur tíðkast að uppnefna fólk eða gefa því viðurnefni. í seinni tíð mun þetta þó hafa minnkað nokkuð. Enn fmnast þó staðir á landinu þar sem þessi siður heldur velli. Má þar öðrum fremur nefna Vest- mannaeyjar. Þegar menn eru uppnefndir eða gefið viðurnefni er það oft gert til að kenna þá við tiltekna staði, föður eða móður, tiltek- in atvik, sem hafa hent þá, eða þá að viðurnefninu er ætlað að undirstrika viss persónueinkenni. I sumum tilvikum virð- ast nafngjafirnar vera út í loftið. Frægir eru albræðurnir í innbænum á Akureyri. Þeir gengu undir nöfnunum Lilli Kobba, Haukur Dúdda og Killi Boggidei. Helgi pinkill hafði nappað einhverju smáræði þegar hann var strákur fyrir vest- an. Gobbe-dí var mikill áhugamaður um hestamennsku nefnd- ur og raunar gobbe-dí-gobb þegar mikið var haft við. Rúnki rindill þótti ekki með alhæstu mönnum. Svona mætti lengi telja. Þá virðast viðurnefni tíðkast mjög innan tiltekinna íþrótta- greina, til dæmis meðal lyftingamanna. Flestir kannast við Arthúr Bogason, oft nefndan norðurhjaratröllið, eða Víking Traustason, heimskautabangsa. Og svo eru það þeir sem þykja áberandi í þjóðlífinu. Þeir mega alltaf búast við að gerðar séu tilraunir til að skreyta þá með viðurnefnum. Eða hvað segja viðmælendur okkar, sem allir eiga það sameiginlegt að hafa verið uppnefndir? ÁRNI |JOHNSEN-„EYJAJARL‘ ÞARFLITIÐ TILEFNI' '<< „Ég hef ýmist verið kallaður „Eyjatröllið" eða „Eyjajarlinn". Ég veit nú ekki hver skýringin á þessu er. Þetta getur komið allt í einu upp og oft þarf lítið tilefni. En einhvern veginn hefur það æxlast þannig að ég hef lent í sviðs- ljósinu sem Vestmannaeyingur. Líklega fékk ég þessar nafngiftir fyrst þegar ég var í Surtsey 1965-66. Þá birtist við mig viðtal í sænsku I blaði. Þar var ég kallaður „Eyja- jarlinn". Greinin birtist svo þýdd i Vísi. Síðan þefur þetta flotið með mér,“ sagði Árni og bætti svo við: „Annars er ég kallaður Addi í Vestmannaeyj um.“ 18 VIKAN 15. TBL.

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.