Vikan

Tölublað

Vikan - 10.04.1986, Blaðsíða 18

Vikan - 10.04.1986, Blaðsíða 18
PPNEFND Nokkur fórnarlömb tekin tali EFTIFt JOHÖNNU S. S/GÞÓRSDÚTTUR Allt frá landnámstíð hefur tíðkast að uppnefna fólk eða gefa því viðurnefni. í seinni tíð mun þetta þó hafa minnkað nokkuð. Enn fmnast þó staðir á landinu þar sem þessi siður heldur velli. Má þar öðrum fremur nefna Vest- mannaeyjar. Þegar menn eru uppnefndir eða gefið viðurnefni er það oft gert til að kenna þá við tiltekna staði, föður eða móður, tiltek- in atvik, sem hafa hent þá, eða þá að viðurnefninu er ætlað að undirstrika viss persónueinkenni. I sumum tilvikum virð- ast nafngjafirnar vera út í loftið. Frægir eru albræðurnir í innbænum á Akureyri. Þeir gengu undir nöfnunum Lilli Kobba, Haukur Dúdda og Killi Boggidei. Helgi pinkill hafði nappað einhverju smáræði þegar hann var strákur fyrir vest- an. Gobbe-dí var mikill áhugamaður um hestamennsku nefnd- ur og raunar gobbe-dí-gobb þegar mikið var haft við. Rúnki rindill þótti ekki með alhæstu mönnum. Svona mætti lengi telja. Þá virðast viðurnefni tíðkast mjög innan tiltekinna íþrótta- greina, til dæmis meðal lyftingamanna. Flestir kannast við Arthúr Bogason, oft nefndan norðurhjaratröllið, eða Víking Traustason, heimskautabangsa. Og svo eru það þeir sem þykja áberandi í þjóðlífinu. Þeir mega alltaf búast við að gerðar séu tilraunir til að skreyta þá með viðurnefnum. Eða hvað segja viðmælendur okkar, sem allir eiga það sameiginlegt að hafa verið uppnefndir? ÁRNI |JOHNSEN-„EYJAJARL‘ ÞARFLITIÐ TILEFNI' '<< „Ég hef ýmist verið kallaður „Eyjatröllið" eða „Eyjajarlinn". Ég veit nú ekki hver skýringin á þessu er. Þetta getur komið allt í einu upp og oft þarf lítið tilefni. En einhvern veginn hefur það æxlast þannig að ég hef lent í sviðs- ljósinu sem Vestmannaeyingur. Líklega fékk ég þessar nafngiftir fyrst þegar ég var í Surtsey 1965-66. Þá birtist við mig viðtal í sænsku I blaði. Þar var ég kallaður „Eyja- jarlinn". Greinin birtist svo þýdd i Vísi. Síðan þefur þetta flotið með mér,“ sagði Árni og bætti svo við: „Annars er ég kallaður Addi í Vestmannaeyj um.“ 18 VIKAN 15. TBL.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.