Vikan

Eksemplar

Vikan - 10.04.1986, Side 19

Vikan - 10.04.1986, Side 19
„BARA stoltur yfir þessu<( - ÓLAFUR RAGNAR GRÍMSSON PCh O O O 'O o EKKERT ÓÞÆGILEGT ,HUMARB.LAUKSSON öd Œ O co co O „Ég hef nú ekki velt þessu mikið fyrir mér. Ætli ég hafi ekki aðal- lega verið kallaður þessu viður- nefni sem strákur vestur á Þingeyri og Isafirði. Þar var algengt að fólk hefði ýmis viðurnefni.“ Ólafur hefur ekki bara verið kallaður „glókollur". Hann hefur stundum verið kenndur við ónefnda tegund húsdýra og þá bæði í máli og teiknimyndum. „Mér finnst þetta ekkert óþægi- legt. Þetta er hluti af þeirri pólitík sem rekin er í landinu. Ég er alinn upp í mjög pólitísku samfélagi og því ýmsu vanur. Hér tíðkast eftir- hermur og önnur skemmtan á kostnað stjórnmálamanna. Þetta er bara hluti af því.“ „Þetta með viðurnefnin er í rauninni stórmerkilegt þjóðfélags- legt fyrirbæri. Við þekkjum það mætavel allt aftur úr íslendinga- sögunum, þegar menn höfðu alls konar aukanefni og ónefni." Sigmar hefur vegna sælkeraiðk- unar sinnar stundum verið nefndur í glensi Humar B. Lauksson: „Ég er bara stoltur yfir þessu. Það eru einkum sumir kunningjar mínir sem hafa kallað mig þetta í bríaríi. Aðra sögu skal ég segja þér. Þegar ég var 16-17 ára var ég á togaranum Neptúnusi. Þá var mér samskipa maður sem aldrei var kallaður annað en „Hillarí Kim- baldi Mustafa Batsja", alltaf öllum nöfnunum ef hann var ávarpaður á annað borð. Ég var heilt sumar með þessum manni til sjós en komst aldrei að því hvað hann raunveru- lega hét.“ 15. TBL. VIKAN 19

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.