Vikan - 10.04.1986, Qupperneq 34
MYNDIR OG TEXTI: EINAR GARIBALDI
KARLA
KLÚBBUR
Það var á fimmtudegi, ekkert
sjónvarp og frúrnar búnar að
ákveða að halda saumaklúbb.
Þær tóku sig þvi til og hentu
körlunum sínum lyklalausum út
á kaldar útidyratröppurnar.
Nú, einu og hálfu ári síðar,
hefur þetta litla dæmi snúist nær
algerlega við nema hvað ekki
þarf að reka frúrnar á dyr, þær
hreinlega flýja af sjálfsdáðum því
þetta er hinn dæmigerði karla-
klúbbur. Þeir hittast öll imba-
kassalausu kvöldin til þess að
tefla hraðskák og í hléum á milli
umferða, sérstaklega þó þessar
síðustu eggjaútsöluvikur, hafa
þeir raðað í sig hreint ótrúlegu
magni af pönnukökum. Húsmóð-
irin á heimilinu hefur bakað þær
með það loforð upp á vasann að
henni verði hleypt út um leið og
fyrsta skeggrótin mætir á svæð-
ið, enda kemst ekkert annað að
en bílar, tölvur og fótbolti. Eins
og belja að vori, frelsinu fegin,
reykspólar frúin því glaðlega út
úr bílskúrnum.
Píputóbaksmettað andrúms-
loftið er spennu þrungið þegar
raðað er upp fyrir síðustu um-
ferðina. Klukkan er sett af stað
og hafa þeir fimm mínútur hvor.
í upphafi fara þeir sér hægt enda
tveir jafnir og efstir. Þetta verður
úrslitaskák. Klukkan tifar og
roði færist í kinnarnar, fallvísir-
inn reiðir lúshægt og markvisst
til höggs, svitinn sprettur fram
undan uppbrettum ermunum.
Það er farið að halla heldur betur
á svarta hershöfðingjann og
dregur hann því þungan hæg-
indastólinn nær vígvellinum um
leið og hann strýkur ráðleysis-
lega yfir ennið. Það er ekki laust
við að sé farið að grilla í sigur-
glampa í augum hvíta liðsstjór-
ans. Skyndilega slokknar þessi
glampi. Há og mikil uppgjafar-
stuna hans fyllir stofuna en frá
andstæðingi hans í horninu
hijómar skært sigurtíst. Hann
hafði drepið kóng hvíts og unnið
óvænt með sína glötuðu stöðu.
Allt búið og ekki annað eftir
en að þakka fyrir sig og óska
húsbónda til hamingju með hve
vel hafi tekist til með pönnukök-
urnar í kvöld, veriði sæl.