Vikan

Tölublað

Vikan - 08.05.1986, Blaðsíða 5

Vikan - 08.05.1986, Blaðsíða 5
Dæmigert skoskt leiksvaeði. Útsýni frá lækna- bústöðunum í DundeeyfirTayfjörðinn. Skólinn byrjar um miðjan ágúst og enn er of heitt fyrir bleiserjakkann með skólamerkinu. Darri, Hans Jakob og Sigurður Elí, þrír íslensk- irglókollar, og Gordon. skósvarturfrá Súdan! sem vöruúrval í verslunum og fjöldi tískuversl- ana og góðra matsölustaða. Þar hefur líka verið mesta atvinnuleysi í Skotlandi. Nú virðist hins vegar dæmið vera að snúast við og hef ég tekið eftir miklum breytingum til batnaðar í Dundee, sérstaklega eftir að ég flutti þangað aftur frá Glasgow. Líklega er það Norðursjávarolíunni að þakka. Dundee veitir þeim framkvæmdum ýmsa aðstöðu. Mikið hefur verið rifið af göml- um verkamannabústöðum og önnur betri hús byggð í þeirra stað. Skoska listaakademían hefur veitt þó nokkurt fé til útilistaverka, gamlir kastalar gerðir upp og nýlega var opnað- ur nýr matsölustaður í einum þeirra. Annars er fátt gamalla, merkra bygginga í Dundee. Þar var háð hver orrustan af annarri við Englend- inga og sjaldan stóð steinn yfir steini eftir allt kúlnaregnið. Landfræðileg lega Dundee er mjög ákjósanleg. Náttúrufegurð Skotlands er stórkostleg og er nágrenni Dundee engin und- antekning. Fyrsta flokks hindberja- og jarðar- berjaakrar liggja alveg að borgarmörkum. Fátt jafnast á við fersk hindber, það er öll fjölskyld- an sammála um. Stutt er að fara á strendur, þar sem gott er að synda í sjónum, og í fallega skóga til þess að rölta um eða æsa upp ímynd- unaraflið hjá krökkunum. Ekki þurfa golfarar að leita langt, til dæmis eru St. Andrews og margir sögufrægir staðir skammt undan, svo sem Glemiskastali. Þar er Elísabet drottningar- móðir alin upp og sagt er að Macbeth hafi myrt Duncan konung þar, þó að það standist ekki sögulega. í hvert sinn sem ég kem til Dundee héðan frá höfuðborginni Edinborg, þar sem ég bý nú, þykist ég sjá breytingu til batnaðar. Ymislegt hefur verið gert þar nú í seinni tíð til þess að skapa atvinnutækifæri, einkum í smáiðnaði, svo sem tölvugerð og fleiru. Hefur stjórnin meðal annars valið Dundee fyrir þá tilraun sína að veita hverjum þeim sem kemst af atvinnu- leysisskrá aukaþóknun frá ríkinu í nokkra mánuði. Listamenn á ferðalagi um Bretland leggja yfirleitt leið sína um Dundee. Ég held meira að segja að Mezzoforte hafi spilað þar á hátindi heimsfrægðarinnar. Skoska sinfóníu- hljómsveitin spilar sitt prógramm þar á hverj- um vetri. Fáir íslendingar stunda núorðið nám við háskólann í Dundee. Frú Thatcher sá til þess hér um árið þegar hún hækkaði námsgjöld erlendra stúdenta um nokkur þúsund pund. Dundee-háskóli er í mjög nánu samstarfi við háskólann í St. Andrews og voru þeir í rauninni einn og hinn sami þar til 1967. í St. Andrews er húmaniskum greinum frekar sinnt en raun- greinum í Dundee. Nokkrir íslenskir úrvals- menn hafa þó útskrifast frá Dundee-háskóla og núna nýlega varði Kristján Jónasson, vinur okkar, doktorsritgerð við stærðfræðideildina. Nokkrir íslenskir læknar hafa verið svo lán- samir að fá atvinnu við háskólasjúkrahúsið, Ninewells-spítala, sem er í útjaðri Dundee, vestast í borginni. Við bjuggum þar í ágætis starfsmannabústað, um það bil 10 ára gömlu raðhúsi. Það var ekki fyrr en í Glasgow að ég kynntist þessum gömlu, dæmigerðu, bresku húsum, ísköldum og rökum. Eftir að hafa búið í Svíþjóð og stundað leik- vellina þar var erfitt að sætta sig við allt járn- ruslið og steinsteypuna á leiksvæðum í Dundee. Maður tvístígur yfir börnunum með lífið í lúkunum og veltir því fyrir sér hvað hafi vakað fyrir blessaðri manneskjunni sem hannaði allar þessar slysagildrur. Að flytja barn úr íslenskum lúxusleikskóla, þar sem allt er af nýjustu og bestu gerð og ekkert þykir of gott fyrir blessuð börnin, í skoskan leikskóla krefst þónokkurrar aðlögunarhæfni. Það er eins gott að barnið sjálft sé fyllilega ánægt með góða umönnun og athygli og auðvitað nokkur vel valin leikföng með. Dundee er byggð á hæðum (ég er ekki að líkja henni við Róm!) og á einni þeirra er stjörnuathugunarstöð sem er opin almenningi alla daga vikunnar. Þangað var oft gaman að koma á stjörnubjörtum kvöldum. Þó okkur hafi alltaf liðið vel í Dundee sakna ég ekki margs þaðan, líklega helst vinanna. Ég get enn komist í hindberjatínslu þó að nú kosti það 50 mínútna akstur í stað 5 mínútna. Sú staðreynd laumast samt að mér af og til að ég komi líklega til með að sakna Dundee enn 19. TBL VIKAN 5
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.