Vikan

Ataaseq assigiiaat ilaat

Vikan - 08.05.1986, Qupperneq 56

Vikan - 08.05.1986, Qupperneq 56
Góð sambönd þurfa ekki að vera fullkomin Dr. P. Carbone heldur því fram að ef við hefð- um í huga að við erum hvert öðru ólík og værum ekki alltaf að reyna að líkjast hvert öðru gætu mannleg samskipti orðið betri en þau eru. Allir eru í raun að reyna að vera hamingjusamir en aðferðirnar eru mismunandi. í gamla daga tjáðu karlmenn sig ekki mikið tilfinningalega en það gerðu konur aftur á móti. Nú til dags tjá karl- menn tilfinningar sínar - og það er það sem konur hafa viljað - en þeir gera það ennþá á gamaldags hátt. Konur vilja að karlmenn séu hreinskilnir en dr. Carbone er ekki viss um að konur séu reiðu- búnar. Hann álítur að stundum sé betra að þegja yfir hlutunum, fólk geti oft á tíðum ekki tekið öllum sannleikanum og það geti eyðilagt annars góð sambönd fólks í milli. Ástæðan fyrir því að sambönd endast ekki lengi er sú að fólk reynir að kryfja allt til mergj- ar á skömmum tíma og setja hvort annað inn í viss hlutverk. Svo finnur það út að persónu- leikinn passar ekki inn í ramma hlutverksins og allt fer í vitleysu. Okkur hættir til að vera of rómantísk og líta ekki nógu raunsæjum augum á sambönd. Það er ekkert til sem heitir fullkomið samband. Hversu sterk erum við að viðurkenna eigin veikleika og styrk? Þegar sannleikurinn er sett- ur fram getur það hrætt hinn aðilann. Flestir fela veikleika sína eins lengi og hægt er. Kannski ætti fólk ekki að tala um að eyða ævinni saman þegar það byrjar að vera saman heldur reyna að hafa það gott saman dag frá degi og fá sem mest út úr sambandinu á þann hátt. Það ætti ekki að dæma neinn á 10 sekúndum. Við þurfum öll tækifæri til að sýna hvað í okk- ur býr. Upplifið bara sambandið og ef allt er í lagi ykkar í milli eftir einhvern tíma hafið þið eitthvað að byggja á, ef ekki þá kemur það í ljós. Að vinna að góðu sambandi við aðra mann- eskju kostar það að maður verður að hætta einhverju en það gæti borgað sig. H Stjömuspá % r\ % Hrúturinn 21. mars-20. april. 4 Nautið 21. april-21. mai Tviburarnir22. mai-21. iúni. Sýndu á þér betri hlið- ina þegar til þín er leitað um liðsinni við þarft málefni. Það detta ekki af þér gullhringirn- ir þótt þú fórnir tíma og fyrirhöfn í þágu ann- Þú lendir í deilu og tví- sýnt um málalok. Hugleiddu vel hvort málstaðurinn er þess virði að berjast fyrir hann. Það er útlit fyrir að þú getir orðið fyrir álitshnekki ef ekki er allt á hreinu Láttu geðvonsku ann- arra ekki setja þig út af laginu. Haltu áfram að sýna kurteisi og tilhliðr- unarsemi án þess þó að slaka til í grundvallar- atriðum. Það mun borga sig að lokum. Vogin 24. sept.-23. okt. Upp gæti komið breytt staða hjá þér viðvíkj- andi vinnu eða námi. í fyrstu kann þér að sýn- ast sem þetta horfí til 1 verri vegar en spilir þú vel úr því sem þú hefur á hendi fer allt að óskum. Treystu eigin sannfær- ingu í deilumáli sem upp kemur og gæti reynst afdrifaríkt ef ekki er rétt á málum haldið. Margir munu fúsir til að ráð- leggja þér en ekki er víst að hugur fylgi máli. Sporðdrekinn 24. okt.-23. nóv. Sýndu stillingu ef þér finnst þú verða fyrir ósanngirni. Athugaðu hvort um misskilning geti verið að ræða og leggðu allt kapp á að leiðrétta hann efsvo er. Drífðu þig í líkamsrækt af einhverju tagi. Vertu ekkert að velta hlutunum of mikið fyrir þér. Það endar með því að ekki verður neitt úr neinu. Það er góð til- breyting fyrir þig að láta kylfu ráða kasti og held- ur ekki mikið í húfí. Bogmaðurinn 24. nóv.-21. des. Staldraðu við og hug- leiddu hvort þú eyðir ekki óþarflega miklum tíma í verk sem þér finnast leiðinleg en kemst þó ekki hjá að sinna. Með því að hag- ræða fyrir þér ættirðu að geta sparað tíma. Steingeitin 22. des.-21. jan. Láttu ekki eins og him- inn og jörð séu að farast þótt einhverjar breyt- ingar eigi sér stað í kringum þig. Öllu má venjast og áður en við er litið finnst þér óhugs- andi að hafa hlutina öðruvísi. Vatnsberinn 21. jan.-l9. febr. Nú gildir að standa sig og vantar aðeins herslu- muninn. Það sem þú ert að fást við núna hefur kostað þig of mikla fyr- irhöfn til að réttlætan- legt sé að láta eftir sér að slaka á að svo stöddu. Þér berast einkennileg tíðindi úr óvæntri átt. Full ástæða er til að taka þeim með fyrirvara en vera má að þetta sé fyrirboði mun merklegri tíðinda. Hafðu augun opin en gættu orða þinna. Fiskarnir 20. febr.-20. mars. Þaó sækir á þig þreyta en ef þú gætir þess að sofa nóg býrðu yfir nægilegri orku til að ljúka því sem þér virðist óframkvæmanlegt í svipinn. Njóttu svo launanna þegar þar að kemur. 56 VIKAN 19. TBL i
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Vikan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.