Vikan

Tölublað

Vikan - 08.05.1986, Blaðsíða 46

Vikan - 08.05.1986, Blaðsíða 46
1. rödd: Er þetta í Bæ? 2. rödd: Nei, þetta er á Næsta-Bæ. 1. rödd: Veistu hvar Bjössi mjólkurbíl- stjóri er? 3. rödd: Já, þetta er í Bæ? 1. rödd: Hvar er Bjössi, strákar? 2. rödd: Hann er uppi á brúsapalli. 3. rödd: Hvur djöfullinn, er hann kominn þangað? 2. rödd: Hvur þá? 3. rödd: Nú hann Bjössi á mjólkurbílnum. 1. rödd: Ég heyri í honum úti á vegi, strák- ar. Það er líklega best að drulla sér í fjósið. 2. rödd: Já, það er kannski satt. 3. rödd: Heyriði, ætla kellingarnar ekki að krunka eitthvað saman? 2. rödd: Jútli þaki ( = jú, ætli það ekki). 1. rödd: Þær voru nefnilega að tala um að hafa hasar á sunnudaginn. 4. rödd: Þú meinar basar? 1. rödd: Já, basar, alveg rétt. Hver er ann- ars kominn á línuna? 4. rödd: Þetta er Sigga saur - hvað segiði? Verður basar á sunnudaginn? Ég hélt að það ætti að vera tombóla. 1. rödd: Nei, nei, það á að vera basar. 4. rödd: Það er þá best að fara að prjóna einhver stykki. (Samtalið er skyndilega rofið af nýrri rödd sem við skulum kalla 5. rödd): Miðstöð - miðstöð! Er þetta miðstöð? Hver er á lín- unni? 2. rödd: Við erum bara að spjalla saman. Þarftu að ná í miðstöð, vinurinn? 5. rödd: Já, ég þarf endilega að ná sam- bandi við hann Brynka bryndil. Ein beljan er að beiða hjá mér. 3. rödd: Hringdu bara á miðstöðina - við hinkrum á meðan. í þessum dúr voru samtölin oft á tíðum. Folk hittist a línunni svo telja verður símtöl- in einn aðalmannfagnaðinn í sveitum landsins ásamt basörum, tombólum og jarð- arförum. Sumum fannst þó símahleranir vera undir- rót alls ills og notuðu símann ekki nema í neyð. Þetta fólk ferðaðist heilu dagleiðirnar til að komast á talsímastöð þar sem hægt var að hringja án þess að öll sveitin lægi á h'nunni. Þetta sama fólk greip líka til þess ráðs að segja fréttir og reka erindi sín í bréf- um og forðaðist eins og heitan eldinn að taka upp tólið. Á Þjóðskjalasafninu í Reykjavík er til dæmis varðveitt langt ljóðabréf sem ættað er úr Skriðdal. Þar koma vel fram viðhorf þeirra sem töldu sig vera fórnarlömb fyrstu símahlerana á Islandi. Til gamans birti ég brot úr þessu bréfi: Svo langt er nú síðan að á garðinum gestur guðað hér hefur að ég sjálfur er sestur á rassinn minn niður og skyldmenni skrifa það er skita í fénu en samt gaman að lifa. Svo hrjáir nú mannfólkið kuldinn og kvefið því kolin og olían er ekki gefið. Menn berja sér fast og blása í kaunin en brennivínsleysið er samt mesta raun- in. Hér er sem fyrr alltaf á línunni legið og lopinn er teygður og grátið og hlegið. Við símann menn bæði hanga og húka og halda í tólið og tíma ekki að kúka. Blessaður vertu ég brúka ekki síma við blindhríð og frost ég vil heldur glíma. Ellegar grípa pappír og penna og pára og yrkja, það er bara að nenna! Nú eru tímar Ijóðabréfanna taldir enda ekki lengur þörf á því að yrkja til að kvarta undan hörmungum símahlerana. Þær eru liðnar undir lok, að minnsta kosti í sveitum landsins. Nú snýst málið um hvort þú velur þér takkasíma með tónvali og valminni fyrir 9 símanúmer eða skífusíma með styrkstilli í talmóttöku. Nú er hægt að spjalla við forsetann í baði eða rabba við Ronald Reagan á náttfötun- um. Síminn gefur sem sagt ennþá ýmsa mögu- leika, það er jafnvel hægt að hringja á lögregluna, segja henni að eitthvert hús sé að springa og drekka maltöl á meðan. En frétta- og þjónustugildið hefur síminn gjörsamlega misst á undanförnum árum - og þó ekki alveg. Að westan bárust þær fréttir í sumar að fyrrverandi næstum því fegurðardrottning Islands seldi blíðmælgi sína per telefón og gátu menn hringt í tiltekið símanúmer. Stenst það yfirleitt á endum að þegar við- talsspihð er búið þá hafa menn náð þeim tilgangi sem til var ætlast og búnir að fleyta rjómann. Þessi íslenska kona sagði að síma- línur hjá sér væru yfirleitt rauðglóandi, einkum eftir að Hófí var kosin ungfrú al- heimur. Sagðist hún vera nýbúin að festa kaup á skiptiborði og væri með tvær dömur í vinnu. Það fylgdi sögunni að flestir sem hringdu væru karlmenn um fertugt og bæðu oftast um sömu söguna og síðast: „Segðu mér sög- una aftur, söguna frá því í gær.“ Þessi fegurðardís nýtir sér símann sem þjónustutæki eins og íslenskt sveitafólk gerði langt fram eftir 20. öld. Sennilega er hún ættuð úr íslenskri sveit - hver veit? 46 VIKAN 19. TBL
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.