Vikan

Tölublað

Vikan - 08.05.1986, Blaðsíða 44

Vikan - 08.05.1986, Blaðsíða 44
Litir eru ágætur mæli- kvarði á sálarástand okkar. Litirnir í náttúr- unni virka eins og grunnur í skapbrigðum okkar. Eins og árstíðirnar breytast, svo breytist og skap okkar. Ólíkt þeim litum, sem við notum daglega í klæðaburði, er einhver sérstakur litur sem hvert okkar kýs sem sinn lit. Þessir litir sýna hver við erum í raun og veru. Veldu uppáhalds- litinn þinn og þinna nánustu og athugaðu hversu vel þetta á við. HVÍTT Hvítt hefur alltaf verið ímynd hreinleika og skírlífis. Og dýpri merkingin er að vegna þess að hvíti liturinn er sambland af öll- um öðrum litum þá táknar þetta samkenndartilfinningu þína gagnvart öllu sem er umhverfis þig- SVART Alveg eins og hvítt hefur alltaf verið tákn hins jákvæða hefur svart alltaf dregið fram hið nei- kvæða. Svart er litur næturinnar sem forfeður okkar hræddust svo mjög. Þar sem sólin er tákn lífsins er myrkur án hlýju og skýrleika. Svart þýðir að þú ert í jarðarfararskapi. Þú syrgirsjálf- an þig og líf þitt, þig skortir ástúð og lífstrú. GYLLT eða SILFURLITT Gull- og silfurlitur gefur í skyn auð og velsæld. Þér finnst þú vera ríkur og ert bjartsýnn í sam- bandi við fjármál. En að finnast maður vera ríkur getur líka haft aðra merkingu, þá að þú eigir marga góða vini og ættingja. Og það er meira en sennilegt að auðlegðin í lífi þínu sé frem- ur andleg en veraldleg. LJÓSBRÚNT/GRÁBRÚNT Þetta er hlutlaus litur. Þú ert haldinn gagnstæðum tilfinn- ingum gagnvart öllu og öllum. Þér finnst allt vera eins sem þú gerir. Þú ert hvorki himinlifandi né niðurdreginn. Fólk á erfitt með á átta sig á hvernig þér líð- ur. Þú vilt renna saman við umhverfið en ekki láta taka eftir þér. GULT Fyrstu forfeður okkar tilbáðu hina gulu sól, lífgjafann mikla, og það gerir þú líka þó að þú sért þér þess kannski ekki með- vitandi. Margir austurlenskir trúflokkar bera gula og appel- •sínugula kufla sem tákn um lífið og hollustu sína við æðri mátt- arvöld. Nú er ekki víst að þú sért sérlega trúaður en eigi að síður trúir þú fastlega á tilveru einhvers konar æðra afls. BRÚNT Þessi litur varpar fram blæ ör- væntingar og vonleysis en mest af öllu saknaðar. Brúnt er litur síðsumarsins, endaloka gróðurs og þroska. Á svipaðan hátt finnst þér að þú sért á haust- árum þínum miðjum. í staðinn fyrir að leyfa þér að hafa vorið að leiðarljósi heldurðu fast í þessar dimmu hugsanir. RAUTT Rautt er litur blóðsins og þú finnur fyrir því í æðum þér. Þú ert mjög líflegur og vilt að allir viti það. Þú ert bæði opinskár og árásargjarn. Þú ert líka mjög ör og verður auðveldlega ergi- legur. Þegar það skeður sérðu raunverulega rautt. Þú hefur góð áhrif á suma en aðrir þola fjör þitt illa. PURPURARAUTT/RAUÐ- FJÓLUBLÁTT Hvort sem þú ert listmálari, myndhöggvari eða tónlistar- maður er listin aðaldriffjöðrin í lífi þínu. Þú metur listina meira en nokkuð annað og hefur mesta ánægju af henni. Sköp- unargáfa þín veldur því að þú hefur sérvitringslegar lífsskoð- anir og þú reynir að endurskoða heiminn frá eigin sjónarhóli. GRÆNT Grænt er litur vorsins og einnig endurfæðingar. Sá sem kýs græna litinn er alltaf tilbúinn að byrja aftur. Þetta þýðir þó ekki að sá hinn sami sé ekki stund- umsorgmæddur. En þunglynd- ið ristir aldrei djúpt. BLÁTT Blátt táknar rólyndi og friðsæld. Blátt er litur heiðríkju himinsins. Þú í ert sátt við sjálfan þig. Það er engin spenna í þér, engin taugaveiklun né ótti. Jafnvægi og vellíðan koma fram í orðum þínum og verkum. 44 VIKAN 19. TBL
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.