Vikan

Tölublað

Vikan - 08.05.1986, Blaðsíða 28

Vikan - 08.05.1986, Blaðsíða 28
Foreldrar Til þess að heyra hver afstaða foreldra væri til kynferðisfræðslu barna og unglinga leituðum við til Þórdísar Bjarnadóttur sem er full- trúi í Foreldrafélagi Réttarholts- skóla. Þórdís kvaðst vitanlega ekki getað talað fyrir munn allra for- eldra en var fus að segja sínar eigin skoðanir á málinu. - Veist þú hvað kennt er og hvernig kynferðisfræðsla þíns barrjs fer fram í skólanum? „Eg veit hvað fjallað er um en hef elcki fylgst neitt sérstaklega með kynierðisfræðslunni. Mer finnst ágætt það sem kennt er en kynferðisfræoslan í heild nokkuð takmörkuð. Þar vantar margt sem tengist ábyrgð og siðfræði. Það er mjög mikilvægt að unglingar geri sér grein fyrir ábyrgo kvnlífsms. Ég tel hiklaust fulla þört á svona fræðslu en hún mætti gjarna vera í fleiri og yngri bekkjum." - Hefur þitt barn rætt við þig um það sem fjallað hefur verið um í skólanum? „Ekkert sérstaklega. Dóttir mín hefur alltaf fengið fræðslu heima fyrir hjá okkur foreldrunum. Þessi mál hafa aldrei verið neitt tabú og rædd eftir þörfum. Þegar fjaðrafok- ið varð út af bókinni nér á dögun- um [Þú og égl þá keyptum við hana til að athuga hvað væri í henni sem athugavert væri. Satt að segja fannst mér þetta mjög góð bók og feikilega margt í henm, meðal ann- ars komið mikið inn á ábyrgð og siðfræði kynlífsins.“ - Hefur þú nokkuð rætt við eða heyrt á öðrum foreldrum hvað þeim finngt um svona fræðslu? „Ég hef ósköp lítið rætt þetta og ekkert heyrt um það, hvorki já- kvætt ne neikvætt. Þetta er vandmeðfarið og viðkvæmt mál. Kennarar og foreldrar eru því margir frekar smeykir við að taka á þeim. Kennarar þyrftu auðvitað ao vera sérmenntaoir á þessu sviði, rétt eins og við þurfum sérmennt- aða kennara til aæmis í tónmennt og myndmennt. Þetta er sjálfsagt ekkert vandamál í stóru skólunum hér í Reykjavík en mjög víða úti á landi í minni skólum er það. Mér finnst að ef kennarar treysta sér ekki til að annast þessa kennslu þá ættu þeir að geta leitað til heil- brigðisytirvalda. Læknar og hjúkr- unarfræðingar eru áreiðanlega þeir sem helst gætu fiallað um þessi mál á hispurlausan nátt.“ Úti á landi Þegar haft var samband við skólastjóra í skóla úti á landi kom fram að aðeins væri komið inn á kynfræðslu í sambandi við líffræð- ina. Það væri þó með hana eins og svo margt sem ekki væri kveðið fast á um í námskrá, hvað og hverj- ir ættu að kenna, að hún vildi oft detta á milli stólanna. Menntun kennara er mismunandi og það treysta sér hreinlega ekki allir til að fara í þessi mál. I skóla viðkom- andi skólastjóra eru tuttugu nemendur á viðkvæmum aldri á heimavist og þrýsti skólastiórinn á að læknir fra nærliggjandi kaup- túni kæmi og fræddi um þessi mal. Þannig hélt læknirinn emn fyrir- lestur fyrir 7„ 8. og 9. bekk en ekki var talin ástæða til að fara neðar. Þetta dæmi er ef til lýsandi fyrir hvernig kynferðisfræðslu er háttað í smærri skólum. Hið opinbera Eitt af því sem heilbrigðisyfirvöld hafa gert til að efla kynferðis- fræðslu er stofnun kynfræðslu- deildar Heilsuverndarstöðvar Reykjavíkur sem tók til starfa árið 1975. Við deildina starfa læknir, ljósmóðir, þrírhjúkrunarfræðingar og ritari. Markmiðið með starfsemi deildarinnar er að veita fræðslu um kynferðismál og getnaðarvarnir til þess að koma megi í veg fyrir ó- tímabæra þungun. Deildin er opin einu sinni í viku, á mánudögum frá 16:15 til 18:00. Þangað leita um eitt þúsund manns á án. Þar má fá allar upplýsingar sem óskað er varðandi kynhf, getn- aðarvarnir og kynsjúkdóma. Þar liggia frammi ókeypis bæklingar lanalæknisembættisins um getnað- arvarnir og kynsjúkdóma. Þar er einnig hægt að fa að glugga í þær L. kynfræðslubækur ætlaðar ungl- ingum sem til eru á íslensku. Stúlka getur fengið lyfseðil fyrir pillunni á deildinni, en gengst áður undir læknisskoðun. Einnig er hægt að fá hettu, en lykkju aðeins eftir tilvísun læknis, hjúkrunar- fræðings eða félagsráðgjafa. Margfalt fleirí stelpur en strákar leita til deildarinnar. Nokkuð er um að pör komi saman á kyn- fræðsludeildina og ætti ungt fólk ekki að hika við að leita þangað og fá sameiginlega svör við spurn- ingum varðandi Kynlífið. Annar þáttur kynfræðsludeild- arinnar er að útvega skólahjúkr- unarfræðingum, kennurum og öðrum þeim sem annast kynfræðslu í skólum efni og gögn til notkunar við kennsluna ef slikt er ekki til í viðkomandi skóla. Lesefni Margt ungt fólk hefur um dag- ana fengið alla sína kynfgrðis- fræðslu úr bókum. Urval kynfræðslubóka hefur þó löngum verið fátæklegt, en í seinni tíð nef- ur ræst úr með útkomu nokkurra vandaðra bóka um mannslíkamann og kynferðismál. Ekki henta allar þessar bækur unglingum jafnvel. Em af þeim sem kunnugir mæla helst með er bókin Við erum saman eftir Kiroti Berg- en, gefin út hjá Iðunni 1981. Bókm fjallar um líffræðilega og félagslega þætti kvnlífsins og veitir svör við margs konar vangaveltum ungl- inganna. Bókin Þú og ég eftir Derek Llewellyn-Jones kom út hjá Máli og menningu 1985. Sú bok fjallar mjög ítarlega um hina ýmsu þætti kynlífsins og í henm eru verkefni. Margir telja hana þó henta betur eldri unglingum en þeim yngri. Eins og marga rekur eflaust minni til varð nokkurt uppistand þegar sú bók kom út vegna þess að nefnd á vegum fræðsluráðs Reykjavíkur mælti ekki með því að bokin yrði keypt á skólabókasöfn borgarinnar. Æska og kynlíf eftir sænska lækn- inn.John Takman kom út hjá Erni og Örlygi 1978. Bókin er gagnleg lesning en þegar komin nokkuð tfl ára sinna og í lienni er til að mynda ekkert um sjúkdóma eins og herpes og.eyðni (AIDS). I Nýja kvennafræðaranum, sem kom út hjá Máli og menningu 1981, er fjallað ítarlega um kvenlíkam- ann, kynlíf kvenna, meðgöngu og fæðingu, fóstureyðingu, getnaðar- varnir, konur sem kynverur og fleira. Bókin er ekki sltrifuð fyrir unglinga, en er engu að síður gagn- leg handbók fyrir allar kynþroska konur. Landlæknisembættið hefur látið vinna og dreifa bæklingum um getnaðarvarnir og kynsjúkdóma. Auk áðurtalinna hófea eru til nokkrar kynfræðslubækur sem ætlaðar eru fullþroská fólki. Þær bækur eru þó skaðlaus lesning unglingum sem fengið hafa undir- stöðufræðslu og áhuga hafa á að lesa meira um hina ýmsu þætti kynlífsins.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.