Vikan

Útgáva

Vikan - 08.05.1986, Síða 23

Vikan - 08.05.1986, Síða 23
Christopher Walken hefur sjálfur viður- kennt að hann hafi ekki beint útlit leikara sem sækist eftir rómantískum hlutverkum, enda þótt að undanförnu hafi hann leikið einstök rómantísk hlutverk. Hlutverk hans í fyrstu myndunum, sem hann lék í, voru líka annaðhvort hlutverk mögulega geð- veiks karakters eða morðingja sem allir óttuðust. Eftir að hann lék hinn stríðshrjáða her- mann í mynd Michael Cimino um Víet- namstríðið, The Dccr Huntcr, hefur hann unnið sig upp i að vera einn eftirsóttasti stjörnuleikarinn í Hollywood. Christhop- her Walken hefur samt ekki fallið í þá gildru að endurtaka sig. Hlutverk hans hingað til bera með sér að stærðin skiptir ekki máli heldur gæðin. Má nefna Thc Dogs of War þar sem hann leikur hermann sem selur sig þeim sem býður hæst. Þar er hann nær allan timann á tjaldinu. Einn- ig er til marks um þetta lítið hlutverk melludólgs í Pcnnies from Heaven þar sem hann kemur aðeins fram í einni senu. Christhopher vandar alltaf val sitt þeg- ar hlutverk eru i boði þótt ekki hafi allar þær myndir sem hann hefur lcikið í verið vel heppnaðar þegar upp var staðið. Má þar nefna tvær sem hlutu dapurleg örlög. Hann hafði með höndum hlutverk í Hcavcns Gatc sem fræg er orðin að endem- um. Ekki lék Walken aðalhlutverkið en hann lék stórt hlutverk í þessari úttekt Michaels Cimino á villta vestrinu sem kostaði það að hið fomfræga kvikmynda- félag. United Artist, fór á hausinn. Einnig var Pennies from Heaven dýr mynd sem enginn vildi svo sjá þegar sýningar hófust á henni. Þá má geta þess að þegar hann lék í Brainstorm lést mótleikkona hans, Natalie Wood, á slysalegan hátt eins og frægt er orðið. Það hafði verið búist við miklu af þeirri mynd. Leikstjóri var Douglas Tmm- bull sem er frægur fyrir tækniundur í kvikmyndum. En eftir dauða Natalie Wood fór allt að ganga á afturfótunum. Surnir vildu hætta við myndina. Leikstjór- inn hafði það í gegn að haldið skyldi áfram og var Lana Wood, systir hinnar látnu, fengin til að líkja eftir systur sinni í nokkr- um óuppteknum atriðum. Þetta gekk samt ekki og Brainstorm var mislukkuð að mörgu leyti þó hugmyndin að henni sé mjög sérstök og verð kvikmyndunar. Christhopher Walken fæddist i New York 1941 sem Ronald Walken. Hann tók sér nafnið Christopher þegar hann var að byrja leikferil sinn á sviði í New York. Eins og hjá mörgum öðrum ungum sviðs- leikurum voru það freistandi tilboð frá Hollywood sem komu honum í kvik- myndimar. Fyrstu hlutverk hans voru ekki stór. 1971 lék hann lítið en gott hlutverk í Thc Andcrson Tapcs. Þar lék Sean Conn- ery aðalhlutverkið. Þetta var fyrsta kvikmyndahlutverk hans. Strax árið eftir lék hann aftur lítið hlutverk í melódrama- tískri kvikmynd, The Happincss Cage. Sjálfsagt hefur Christopher Walken ekki verið nógu ánægður með árangurinn í kvikmyndum því hann lét sig hverfa aftur til New York og upp á leiksviðið. Þar var hann heppinn með hlutverk og fékk góða dóma, sem svo leiddi til að hann fór aftur að fá tilboð um að leika í kvikmyndum. Walken var fimm ár á Broadway, þá sneri hann aftur til kvikmyndanna. Next Stop, Greenwich Village eftir Paul Mazursky var næsta mynd. Síðan var hlutverk í Thc Scntinel sem Michael Winn- er gerði. Þá lék hann lítið hlutverk í hinni frægu mynd Woody Allen, Annic Hall. Það var svo í hlutverki ungs manns, sem heldur við eldri konu, í Roscland sem Michael Cimino tók eftir honum og réð hann til að leika eitt hlutverkið í Thc Dccr Huntcr. Eins og flestir vita sýndi Christopher Walken snilldarleik og óskarsverðlaunin urðu hans það árið fyrir leik í aukahlut- verki. Margir urðu til að hneykslast á honum við afhendingu óskarsverðlaun- anna. Þegar hann tók á móti styttunni sagðist hann frekar eiga hana skilið en John Hurt, sem var aðalkeppinautur hans, fyrir hlutverk sitt í Midnight Exprcss. Hann var samt fljótur að biðjast afsökun- ar opinberlega og kenndi um að hann hefði verið blindfullur þegar hann tók á móti styttunni. Nú fóru bjartir tímar í hönd hjá Walk- en. Allir vildu fá hann í myndir en hann var ekkert að flýta sér og tók aðeins eitt hlutverk að sér 1979, lítið en áhrifamikið hlutverk í Last Embrace þar sem meðleik- ari hans var Roy Scheider. Síðan komu Heavcns Gate og Pcnnies from Hcaven sem áður hefur verið minnst á. Hann lék síðan aðalhlutverk í tveimur myndum 1981, áðumefndri Dogs of War og Shoot the Sun Down sem var vestramynd. Mótleik- kona hans var Margot Kidder. Þessi mynd hefur alveg horfið af sjónarsviðinu. Brain- storm kom svo næst, mynd sem hefði átt skilið betri örlög. Það er svo í Thc Dead Zonc sem gerð er eftir skáldsögu Stephen King sem Christopher Walken slær aftur i gegn. Thc Dcad Zonc er sjálfsagt besta myndin sem gerð hefur verið eftir sögum Stephens King. Það er ekki lítið að þakka góðum leik Christophers Walken í aðalhlutverki hversu vel hún heppnaðist. Nýjasta mynd Walkens er svo James Bond myndin fræga, A View to á Kill. Þar leikur hann brjálæðinginn Max Zorin. Nýlega hefur Christhoper Walken lokið við að leika í At Close Range þar sem hann leikur á móti Sean Penn sem er fræg- astur fyrir að vera giftur poppgyðjunni Madonnu. Hafa verið á kreiki margar sögur um ósætti við kvikmyndatökuna og allt hefur víst gengið á afturfótunum. Nokkrar mvndir með Christophcr Walk- cn scm hægt er að fá á vídeóleigum: Thc Andcrson Tapcs Annie Hall The Dccr Hunter Last Embrace Hcavens Gate The Dogs of War Pennics from Heaven Brainstorm The Dcad Zonc A View to a Kill 19. TBL VIKAN 23

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.