Vikan


Vikan - 08.05.1986, Page 35

Vikan - 08.05.1986, Page 35
langar að gera og svo er eins gott að hafa einhver áhugamál utan við tónlistina. -Attu þá einhver? Já, matargerð! Kallar maður það ekki áhugamál? - Það fer sennilega eftir því hvað þú ert góð í því? Ég er góð! Mér finnst gaman að gera mexíkanskan og ind- verskan mat, allt sem er vel kryddað og sterkt! - Þú sleppur sem sagt ekki við að láta mig fá uppskrift! - Allt í lagi. Þetta er eitt uppá- haldið mitt! KJÚKLINGUR MEÐ EGGALDINI OG ZUKKINI 1 eggaldin, niðursneitt 1 tsk. salt 1 Vi kg kjúklingur 1 laukur, niðursneiddur 2 hvítlauksrif 3 zukkini, niðursneidd 4 tómatar, afhýddir og brytjaðir 2 matskeiðar tómatpúrré 300 ml kjúklingakraftur 1 /i tsk. kúmenfræ salt og pipar eftir smekk Vi tsk. sykur steinselja til skrauts Látið eggaldinsneiðarnar á disk og saltið. Látið standa í klukkustund og hreinsið svo og skolið. Skiptið kjúklingnum í 8 hluta og takið húðina af. Látið hann í 1,75 1 fat í heitan ofn (190°) og látið malla í hálftíma án þess að setja lok á. Setjið eggaldinsneiðarnar á pönnu ásamt því sem eftir er, kryddið eftir smekk með salti og pipar. Látið suðuna koma upp, setjið lok á og látið krauma í 10 mínút- ur. Hellið yfir kjúklinginn í fatinu og látið aftur inn í ofninn í 40-50 mínútur. Stráið steinselj- unni ylir. Þetta dugar fyrir fjóra, kalóríu- innihald 190 á mann (795 kj). En svo finnst mér gaman að garðyrkju líka - og að skjóta niður diska! (Clay pigion shoot- ing.) - Skjóta niður diska? I staðinn fyrir að þvo þá upp ? Hvað mein- arðu? etta er vinsælt hobbí í Englandi og kemur ör- ugglega hingað til ís- lands líka! Það eru margir í þessu. Maður þarf bara að vera góð skytta. Ég er ómöguleg í billjard og svoleiðis en í þessu gengur mér vel og í pílukasti líka, bogfimi meira að segja og keilu. Heyrðu, ég fór einu sinni í hljómleikaferð um Evrópu með Suzie Quatro, hún er frábær! Svolítið fjarlæg kannski en krafturinn í henni, búin að eiga tvö börn og sér ekki á henni. Hún er vitlaus í að skjóta niður diska líka. Svo vorum við með svipaða hárgreiðslu og líkar þannig að það var mjög undarlegt að verða fyrir því þegar fólk var að taka feil, gaf manni smáhugmynd um álagið. - Hvernig er líf tónlistarmanna í alvöru? Nú ganga alltaf miklar sögur um sukk. Það er ekki hægt að bera sam- an það sem maður kynnist hér og úti. Ég hef að vísu lítið farið í partí nýlega en það hefur verið sukkað mikið í kringum hljóm- sveitir hér. Aftur á móti er ekkert sukkað hjá þeim sem eru á toppn- um úti. Það er bara litið á hljómleikaferðir, eins og til dæm- is hjá Police, sem stífa vinnu, í mesta lagi farið í kokkteilboð og í partí sem haldin voru þeim til heiðurs. Þeir voru alltaf í við- tölum og urðu að standa sig, og þá var ekki hægt að vera með partí fram á nótt og vera að drekka og drabba. Hvernig ástandið er hér núna veit ég sem sagt ekki svo vel en það er ábyggilega talsvert um það en annað fólk en áður. Það var mik- ið um partí og sukk þegar ég var mest viðloðandi hér áður... Hún verður hugsi en símhringing rýf- ur þessar umræður. - Vinnurðu mikið með mannin- um þínum? Hann tók plötuna mína upp og það var fínt. Hann er einn af þeim bestu, svo hvers vegna skyldi ég ekki nota mér það? Hann tók til dæmis upp allar Mezzoforte- plöturnar. En hann er kannski ekki eins gagnrýninn á mig og aðrir myndu vera, öskrar ekki á mig! Það getur líka verið gott að breyta til. - Hvað finnst þér um Eurovi- sion? Mér fannst gaman að því þó ég væri bara í bakröddunum. Ég hefði- svo sem þegið að fá eins . og eitt lag að syngja en kannski hafa þeir haft áhyggjur af ís- lenskunni. Hún skellihlær og er að hugsa um alla Frakkana og Finnana sem myndu hafa áhyggjur af íslenskuframburðin- um. - Þetta var verulega skemmti- legt fyrirtæki, allt saman, hörkuvinna við upptökur og svo sjónvarpið. Ef sama uppstillingin hefði áfram verið á laginu hefði ég kannski komist með til Nor- egs, en svo varð þetta tríó ofan á. Og mér fannst lagið hafa batn- að mikið í vinnslunni, það var hárrétt að fara þessa leið með útsetninguna. - Fannst þér það besta íslenska lagið? Á ég að vera að segja það? Jæja, mér fannst EF betra, en það hefur sennilega þótt of rólegt til að hafa sigurmöguleika. Gleðibankinn vann á. Ég lenti í sams konar undankeppni, bak- röddum auðvitað, í Englandi fyrir nokkrum árum. Það var allt öðruvísi unnið, bein útsend- ing í BBC daginn eftir fyrstu æfingar. Og allir íbúar Bretlands gátu gefið lögunum stig. Þetta var sett upp eins og minni gerð af Eurovision. - Hvað með gagnrýnina sem Eurovision fær um að vera of mikið iðnaðarpopp? Það bara þýðir ekkert að koma með einhverja pönkara og ætla að sigra. Það verður að koma með lag sem öll Evrópa getur sætt sig við. Það er ákveðin gerð af lögum sem gengur. Megin- landspoppið er til dæmis ólíkt poppinu í Englandi, þar sem mik- ið er um tískusveiflur í tónlist, þetta einn daginn, annað hinn. Ætli það sé ekki eina landið sem er svona. - Hvaða tónlist hlustar þú sjálf á? Prince er í uppáhaldi þessa dagana. Hann er með lif- andi tónlist. Það er kraft- ur í honum. Ekkert að blekkja. Annars hef ég mjög blandaðan smekk. Mér finnst Joni Mitchell frábær líka. - Hvernig er að búa í ferða- •tösku og fara á milli eins og þú hefur gert í vetur? Mér finnst erfitt að vera ekki heima hjá mér. Og þetta ferða- töskulíf getur verið erfitt. En mér finnst ofsalega gaman að ferðast. Mig langar að fara svo víða. Ég hef svo sem ferðast talsvert en ég á margt eftir. Japan, Kína, þangað langar mig og líka til Egyptalands. Maður verður líka að gera mun á skemmtiferð og hljómleikaferð- um, sem geta verið þreytandi. En - ef eitthvað gerist með plöt- una mína er ég farin! Og allavega er í New York fyrirtæki (Emer- gency) þar sem menn eru spennt- ir fyrir að taka áðra plötu upp með mér. - Hefur þú samið eitthvað, tón- list eða texta? Ég samdi fyrir Gunna Þórðar áður, eitthvað, Starlight til dæm- is. Og ég vildi að ég gæti samið tónlist. Ég spila ekki á hljóðfæri svo það gerir það erfitt. Ég sé alltaf eftir að hafa ekki lært á hljóðfæri, píanó til dæmis, það er kannski ekki orðið of seint. - Nú er fullt af söngvurum sem semja ekkert, syngja bara. Já, já, það gengur alveg. - Ertu pólitísk? Ekki mjög. - Hvað með hugmyndirnar frá hippatímanum um ást, frið og hamingju? Eru þær ekki ennþá til? Ég held það sé bara Greenpeace núna. Ég hef mikið álit á þeim - að berjast fyrir dýrin, náttúruna í heild og skemma ekki meir. Ég er orðin alveg á móti loðfeldum. - Og myndir ekki ganga í þeim? Nei! Nú, hipparnir eru enn á ferð- inni, koma mikið til Stonehenge nálægt Greenham Common þar sem konurnar eru í friðarbarátt- unni. Ég get alveg skilið þeirra baráttu en ég er ekki nógu áhugasöm til að fara þangað og tjalda. Ég get ekki verið hörð vinstri- eða hörð hægrimanneskja. Ég væri frekar talin með frjálslynd- um eða krötum. - Ertu trúuð? Nei, ja, kannski, en ég lenti einu sinni í Jesúshópi í Ameríku. Það var alveg meiriháttar erfitt, einum of. Ég hef mína trú þó ég fari ekki í kirkju. En sums staðar í Ameríku er trúnni troðið svo- leiðis í mann, á heittrúuðum svæðum, að maður fær nóg. Og ég bara fór. Ég ætlaði að reyna að fíla þetta. Ég hugsa alltaf með sjálfri mér þegar ég rekst á eitthvað: best að gefa þessu tækifæri. 19. TBL VIKAN 35

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.