Vikan

Tölublað

Vikan - 08.05.1986, Blaðsíða 54

Vikan - 08.05.1986, Blaðsíða 54
Þetta var erfitt ferðalag og tók á taugarnar, það slettist meira að segja upp á vinskapinn hjá Bonnie og Clyde vegna þess að Bonnie heimtaði að fá að fara heim til mömmu. Þau ákváðu að ræna banka í Okabena í Minnesota til þess að birgja sig upp af fé og aldrei þessu vant tókst ránið þokkalega. Hins vegar var það 'svo augljóst að þegar þau komu út úr bankan- um biðu næstum allir íbúarnir þar eftir þeim og reyndu að koma í veg fyrir flóttann. Þar á meðal var háaldraður maður sem freistaði þess að leggja þungan viðarbút fyrir framan bíl bankaræningjanna. Clyde varð að taka hættu- lega beygju til að komast framhjá og var Bonnie sárreiður vegna þess að hún drap ekki gamla manninn eins og hann hafði skipað henni. „Já, en elskan," afsakaði Bonnie sig, „ég gat ekki farið að drepa þennan gamla mann. Hann var hvíthærður.“ „ÞEGAR HANN DEYR VIL ÉG DEYJA LÍKA" Eins og alltaf þegar eitthvað bjátaði á fyllt- ust Bonnie og Clyde ákafri löngun til þess að hitta ættingja sína og Blanche var send til þess að skipuleggja slíkan fund. Hann fór fram und- ir eyðilegri brú í maí 1933 og var heldur dapurlegur. Mæður Bonnie og Clydes voru báðar þarna og allir vissu að þetta gat orðið í síðasta sinn sem þau hittust. „Ég fæ sennilega stólinn,“ sagði Clyde um framtíðarhorfur sínar. Móðir Bonnie reyndi að fá hana til þess að gefa sig fram þar eð hún myndi vafalaust að- eins fá fangelsisdóm, en Bonnie tók það ekki í mál. „Clyde verður drepinn fyrr eða síðar,“ sagði hún, „vegna þess að hann gefst aldrei upp.“ Hún kvaðst elska hann og myndi fylgja honum þar til yfir lyki. „Þegar hann deyr vil ég líka deyja." Eftir þennan fjölskyldufund fóru Blanche og Buck að heimsækja foreldra hennar í Missouri en Bonnie, Clyde og W.D. héldu áfram flakki sínu. Snemma í júní komu þau akandi á mik- illi ferð að brú einni og Clyde tók of seint eftir því að hún var lokuð vegna viðgerða. Bíllinn fór út af og það kviknaði i honum. Clyde og W.D. komust út en Bonnie var föst inni í bíln- um og veinaði ógurlega. Brátt voru kvalir hennar svo miklar að hún grátbað Clyde um að skjóta sig en áður en að því kom birtust tveir bændur og hjálpuðu til við að losa hana úr brennandi flakinu. Bonnie var borin heim á bóndabæ og lá þar skaðbrennd en Clyde þver- tók fyrir að hringja á lækni. Konu bóndans fannst þetta grunsamlegt en hélt áfram að hlúa sem best að Bonnie. Clyde og W.D. sátu yfir henni, áhyggjufullir og smeykir, og þegar barið var að dyrum gengu þeir alveg af göflunum. W.D. skaut umhugsunarlaust af haglabyssu á dyrnar og skelfingu lostin tengdadóttir bóndans féll æpandi inn í herbergið; hönd hennar sund- urtætt. Á meðan hafði hinn bóndinn hringt til lög- reglunnar og tveir lögreglumenn mættu á staðinn. Þar voru Clyde og W.D. viðbúnir og afvopnuðu þá og handjárnuðu með þeirra eigin handjámum. Þeim var síðan kuðlað inn i lög- reglubílinn og Clyde og Bonnie og W.D. fylgdu á eftir. Bonnie var þá varla með rænu vegna kvala. Bófaflokkurinn hélt síðan á stefnumót við Buck og Blanche og lögreglumennirnir tveir voru skildir eftir óskaddaðir á stefnumóts- staðnum. Clyde Barrow. HROÐALEG BRUNASÁR OG ÖNNUR FYRIRSÁT Næstu vikur og mánuðir voru heldur ömur- legir. Bonnie var hroðalega leikin en þau þorðu ekki að kalla á lækni af skiljanlegum ástæðum. Um tíma var yngri systir Bonnie, Billie, fengin til þess að hjúkra henni en annars lenti það mest á herðum Clydes sem sýndi henni enda- lausa nærgætni og alúð - eftir því sem aðstæður gáfu tilefni til. Þau voru á stöðugu flakki og stoppuðu stutt á hverjum stað; það lenti að mestu á Buck og W.D. að afla vista. Það gerðu þeir með vanalegum aðferðum „Barrow-gengis- ins“; smáránum hér og þar og í einu ráninu drápu þeir lögreglustjórann í Alma í Arkansas þegar hann reyndi að veita þeim eftirför. Ann- ars var hringurinn um þau að þrengjast og sérstök sveit lögreglumanna hafði verið mynd- uð í Texas með það eina markmið að finna Bonnie og Clyde - dauð eða lifandi. Um miðjan júlí hafði hópurinn leitað hælis í bænum Platte City í Missouri og leigði þar tvær mótelíbúðir á Red Crown Tavern. Þar vöktu fimmmenningarnir fljótlega athygli lög- reglunnar og seint að kvöldi 19. júlí lét hún til skarar skríða. Það má furðu sæta að „Barrow-gengið" skyldi sleppa því fiöldi lögreglumanna hafði umkringt vistarverur þess, þeir höfðu marga bíla til umráða og þar á meðal einn brynvar- inn. Að auki báru lögreglumennirnir stálskildi og voru þrælvopnaðir vélbyssum, sjálfvirkum rifflum og skammbyssum af öllu tagi. En stiga- mannahópurinn hafði vara á sér og þegar lögreglumennirnir, sem voru ekki vissir um hverjir hér voru á ferð, börðu að dyrum undir- bjuggu þau strax flótta. Bílskúrinn var tengdur íbúð Clydes og hann hentist af stað fullklæddur og fór að stafla vopnum inn í bílinn. Svo svipti hann bílskúrsdyrunum upp á gátt og stóð þar ósmeykur og skaut af hríðskotariffli. Buck kom honum til hjálpar en var fljótlega hæfður kúlu frá lögreglunni; W.D. lét vélbyssu sína gelta látlaust og í öllum þessum hamagangi tókst hópnum að komast í bíl sinn. Lögreglumennirn- ir skutu á eftir bílnum, tættu sundur afturhjólin og afturrúðuna svo Blanche skarst illa kringum augun, en áfram hélt bíllinn og skothríð bóf- anna hafði komið lögreglunni svo úr jafnvægi að eftirför var ekki hafin fyrr en löngu síðar. Nokkrir lögreglumenn lágu særðir eftir. UMKRINGD í SKÓGARRJÓÐRI Ástand hópsins var nú ekki fagurt. Buck Barrow var mjög illa særður og Blanche krafð- ist þess að farið yrði með hann til læknis. Sem fyrr kom það ekki til greina. Sjálf var Blanche skorin í andliti þó hún reyndi að hylja það með því að setja upp sólgleraugu. Bonnie var enn illa haldin af brunasárum. Clyde reyndi að sinna sjúklingunum sínum eins og hann best gat og þegar hann fann friðsælan reit í skógi utan við Des Moines í Iowa ákvað hann að slá þar upp búðum fáeina daga. Bóndi nokkur veitti þeim hins vegar athygli og gerði lögregl- unni viðvart. Fjöldi lögreglumanna og sjálf- boðaliða sló hring um flóttamennina þegar þeir kveiktu eld að kvöldlagi og þó allir legðust síð- an til svefns hikuðu lögreglumennirnir þar til í morgunsárið. Þeir treystu sér ekki til að leggja til atlögu við svo illræmda glæpamenn fyrr en þeir hefðu fengið liðsauka og um nóttina bætt- ust í hóp þeirra fleiri löggæslumenn frá Des Moines, þjóðvarðliðar og jafnvel bændur vopn- aðir haglabyssum. Þegar Clyde vaknaði um morguninn sá hann að Buck var dauðvona og tilkynnti að hann ætlaði með hann heim til móður þeirra. Síðan fór hópurinn að útbúa sér morgunverð þarna í skóginum og þá var það sem lögreglan lét loks til sín taka. Bonnie sá umsátursmennina fyrst, Clyde og W.D. gripu þá vélbyssur sínar og hófu ofsalega skothríð út í loftið og Bonnie tók siðan undir. Meira að segja Blanche og hinn deyjandi eiginmaður hennar sáust skjóta að lögreglumönnunum. Þeir höfðu stokkið í skjól undireins og skothríðin hófst en þegar Clyde reyndi að koma bíl sínum af stað skaut einn þeirra hann í handlegginn og bíllinn sveigði á trjástubb svo að annað framhjólið eyðilagðist. Þau reyndu að komast að öðrum bíl sem þau höfðu stolið en skothríð lögreglu- mannanna tætti hann í sundur á augabragði. Buck fékk skot í bakið, Bonnie fékk yfir sig hríð haglaskota og það blæddi úr höfði W.D. Þegar sýnt var að undankoma í bílunum var útilokuð stukku Bonnie, Clyde og W.D. af stað í átt til skógar en Buck varð kyrr og hélt enn áfram að skjóta. Hann var hæfður margsinnis en hélt meðvitund með ótrúlegum hætti. Loks veinaði Blanche að lögreglumönnunum: „Hættið, í guðanna bænum, hættið. Ekki skjóta meira, þið eruð búnir að drepa hann!“ Lögreglumennirnir nálguðust hikandi; einn þeirra sparkaði skammbyssunni úr hendi Bucks og tveir aðrir gripu hina móðursjúku Blanche sem hafði átt sér þá ósk heitasta að fá að lifa í friði á bóndabæ foreldra sinna með eigin- manni sínum. Hann átti nú skammt eftir ólifað en Bonnie og Clyde komust undan - í bili. í rauninni voru dagar þeirra taldir. Framhald. 54 VIKAN 19. TBL
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.