Vikan

Tölublað

Vikan - 08.05.1986, Blaðsíða 53

Vikan - 08.05.1986, Blaðsíða 53
var ráðin í að snúa honum af glæpabrautinni. Buck tók vel í það en fyrst vildi hann endilega hitta litla bróður sinn, Clyde; hann hélt þvi meira að segja fram að hann einn gæti snúið Clyde af villu síns vegar. í fangelsinu hafði hann meðal annars haft þann starfa að hreinsa klefann þar sem rafmagnsstóllinn var geymdur og oft ímyndaði hann sér bróður sinn engjast í honum. Blanche féllst á fund þeirra bræðra með semingi og í apríl 1933 hittust þeir bræður í bænum Joplin í Missouri. CLYDE VERST MEÐ HLAUP- SAGAÐRI HAGLABYSSU Bæði Bonnie og Blanche voru viðstaddar, sem og þriðji félagi „Barrow-gengisins", hinn 16 ára W.D. Jones, sem hafði fengið svo grimmi- lega eldskírn á jóladag. Hópurinn tók á leigu íbúð með tvöföldum bílskúr þar sem Clyde geymdi tvo stolna bíla og um hríð gekk allt vel. Það fór vel á með bræðrunum og þó Blanche væri hikandi sá hún ekki betur en Buck væri í rauninni staðráðinn í að láta af allri stigamennsku undireins og fundi þeirra Clydes lyki. í um það bil hálfan mánuð lét hóp- urinn lítið fara fyrir sér en þá voru peningarnir búnir og Clyde og W.D. komust að þeirri niður- stöðu að þeir yrðu að skreppa út og fremja rán til þess að bæta úr skák. Aður en til þess kom gerði lögreglan hins vegar vart við sig. Ná- grannarnir höfðu ekki komist hjá þvi að taka eftir miklu safni vopna sem borið var inn í íbúð „Callahans verkfræðings“ eins og Clyde kallaði sig og þeir höfðu líka veitt athygli fjölmörgum bílnúmeraspjöldum sem hópurinn geymdi í stolnu bílunum tveimur. Lögreglumenn, sem fylgdust með íbúðinni, sannfærðust um að þarna væru einhverjir glæpamenn á ferð og héldu helst að um bruggara eða vínsmyglara væri að ræða. Ef þeir hefðu vitað sannleikann hefðu þeir vafalaust farið varlegar. Clyde og W.D. voru nýkomnir heim eftir rannsóknarferð um nágrennið í leit að stöðum til þess að ræna og voru að loka bílskúrnum. Uppi í íbúðinni var Bonnie að elda kál og rauð- ar baunir sem var uppáhaldsfæða hennar milli þess sem hún snurfusaði kvæði sitt um „Suicide Sal“. Blance var að leggja kapal, Buck var sofandi og litli hundurinn þeirra hjóna sömu- leiðis. Þá komu fjórir lögreglumenn aðvífandi í tveimur bílum. Þetta gerðist síðdegis hinn 13. apríl. Lög- reglumennirnir sáu mann standa við bílskúrs- dyrnar og einn þeirra stökk út til þess að komast inn fyrir áður en skellt yrði í lás. Clyde lét sér ekki bregða, dró fram hlaupsagaða haglabyssu og skaut lögreglumanninn hér um bil í tvennt. KÚLA FISKUÐ ÚR . BRJÓSTINU MEÐ HARPRJONI „Það er löggan, Bonnie!“ hrópaði hann svo upp í íbúðina og Bonnie og W.D. hófu þegar skothríð með sjálfvirkum rifflum úr gluggum íbúðarinnar; Bonnie giska fáklædd og á inni- skóm. Allt fór i háaloft og það sem Bonnie mundi best eftir síðar meir var lyktin af brunnum baunum, ópin í Blanche og gáin í hundinum. Blanche gekk raunar alveg af göflunum, stökk út úr íbúðinni og lagði á hraðan flótta með geltandi hundinn á eftir sér. Þetta virtist koma lögreglumönnunum í opna skjöldu því að minnsta kosti skaut enginn þeirra á eftir henni. Annar lögreglumaður reyndi aftur á móti að komast að bílskúrnum en uppskar ekki annað en að Clyde skaut af honum hægri handlegginn með haglabyssunni. Það voru ekki nema tveir lögreglumenn eftir og annar þeirra hljóp í næsta hús til að hringja eftir liðsauka. Sá fjórði beið fyrir framan húsið og átti ekki eftir nema eitt skot í byssunni sinni. Þegar Clyde, Bonnie, W.D. og Buck stukku út í bíl og hugðust leggja á flótta særði hann W.D. lítillega með síðustu kúlu sinni en lét sig svo hverfa. Um sama leyti tók Clyde allt í einu eftir sári á brjósti sér. Sárið var ekki djúpt og hann fann fyrir kúl- unni; því skipaði hann Bonnie að grafa hana burt úr holdi sér. Bonnie gerði það - með hár- prjóni. Eftir að Clyde hafði skotið af vélbyssu út í loftið í reiði sinni komust þau loks af stað og héldu á eftir Blanche. Hún hafði ekki komist langt; var enn á hlaupum, hágrátandi, náföl og með hvutta í fanginu. Þau tóku hana upp í bílinn en hún var ekki viðmælandi lengi vel. Ennþá hélt hún á spilunum í höndunum og það tók þau hin hálftíma að fá hana til að sleppa þeim. „ÉG GET EKKI DREPIÐ ÞENNAN GAMLA MANN" Þannig fór um sjóferð þá. I æsingnum hafði Buck Barrow gripið hlaupsagaða haglabyssu án þess að hika og skotið að lögreglumönnun- um; öll áform hans um að verða nýr og betri maður voru á bak og burt. Báðir lögreglumenn- irnir, sem Clyde skaut við bílskúrinn, létust og Buck hafði því ekki síður en bróðirinn og Bonnie og W.D. brennt allar brýr að baki sér. Nú vandaðist líka líf þeirra Bonnie og Clydes því i ibúðinni i Joplin fann lögreglan fjölda ljós- mynda sem þau höfðu tekið hvort af öðru - þar mátti sjá Clyde sitjandi með vélbyssu á stuðara bils síns og Bonnie reykjandi risastóran vindil. Það er býsna dæmigert fyrir Bonnie að alla tíð upp frá því var henni mjög umhugað um að kveða niður þann orðróm að hún reykti vindla og í hvert sinn sem þau tóku gísla bað hún um að þeim skilaboðum yrði komið á framfæri. Það hafði bara verið leikur hjá henni að stinga upp í sig þessum vindli, þrástagaðist hún á; hún virtist ekki telja það sæmandi stúlkum að reykja vindla. Að drepa fólk var annað mál. Næstu vikurnar voru flóttamennirnir á stöð- ugum faraldsfæti og þorðu hvergi að stoppa. Það virtist sama hvað iögreglan reyndi. alltaf komust Bonnie og Clyde undan með furðulegum hætti. Samtímaskopmynd... 19. TBL VI KAN 53
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.