Vikan

Tölublað

Vikan - 08.05.1986, Blaðsíða 50

Vikan - 08.05.1986, Blaðsíða 50
D R A U M A R ÞRÍRGULL- PEWINGAR Kæri draumráðandi! Mig langar til að biðja þig að ráða eftirfarandi draum fyrir mig. Mér fannst ég standa við stofu- gluggann heima hjá mér og ég hélt á þrem nokkuð stórum guil- hringum. Tveir þeirra voru með nöfnum sona minna en á þeim þriðja var nafn sem ég sá ekki vel, en það byrjaði á A. Þá finnst mér ég allt í einu standa við eld- húsgluggann hjá mér og fyrir vestan hann stendur lítil negra- stúlka. Hún spyr mig hvort ég vilji kaupa gullpeninga. Ég segist eiga gullpeninga og ég þurfi ekki fleiri en átta mig allt í einu á því að mig vantar gullpening með mínu nafni. Hún lætur mig þá hafa þrjá, á einum þeirra var mitt nafn en ég sá ekki hvað stóð á hinum. Þá finnst mér ég allt í einu sitja við eldhúsborðið og stúlkan er komin inn á mitt gólf til mín. Mér finnst ég halda á tveim hringum sem ég á. Annar er úr gulli en hinn er gullhúðaður. Stúlkan spyr mig hvort hún megi máta hringana. Ég rétti henni gullhúðaða hringinn og segi: Þennan máttu, já, en hinn færðu ekki. Þú hlýtur að sjá að hringurinn, sem ég er með, er miklu merkilegri en þessi sem þú ert með. Kær kveðja. S.J. Þessi draumur er langlíklegast efnahagslegs eðlis og boðar bætt- an fjárhag en jafnframt að þú munir þurfa að leggja talsvert af mörkum til að bæta hann. Þú þarft sennilega á hugmyndaauðgi og dirfsku að halda til að þessi bætta staða i fjármálum komi upp og draumurinn er einmitt visbending um að þú munir á næstunni vera óvenju klók og hugmyndarík I peningamálum. Jafnframt eru h'k- ur á að þú fáir bætta þjóðfélags- stöðu I teiðinni, annaðhvort i veraldlegri merkingu eða að minnsta kosti að eigin áliti. Ekki er þó alveg laust við að skugga beri á og ef til vill kostar þetta ein- hverjar tímabundnar fórnir og þú átt erfitt með að sætta þig við eitt- hvað eitt sem fylgir þessu. En það er einungis smávægilegt saman- borið við kostina eftir þvi sem virðist á þessum draumi. vina sem kannski eru ekki illa meintar. Það getur verið að álagið, sem fylgir þessu, geti verið mikið, til dæmis ef minni háttar veikindi ber að, og þá er um að gera að hlusta á lækna en ekki einhverja vini sem vita ekki mikið hvað um er að vera. Þetta er riú bara ábend- ing vegna ákveðinna drauma- tákna. Það þarf ekki að koma upp neitt sem minnir á veikindi þrátt fyrir þetta. MJÓLK SLETT Kæri draumráðandi. Viltu ráða þennan draum fyrir mig? Ég er kannski farin að skrifa þér nokkuð oft en mig dreymir svo margt núna í vetur að ég verð að fá að biðja þig að ráða einn draum enn fyrir mig. Hann er svona: Mér fannst ég vera í hópi, á veitingastað, og við sátum við dúkað borð (þetta er staður sem ég fer yfirleitt ekki á). Mér fannst einkennilegt andrúmsloft við i borðið. Allt í einu var eins og það kæmi jarðskjálftakippur. Ég leit á Ijósakrónurnar og það virtist vera rétt, þær sveifluðust eitthvað. Ég stóð upp án þess að segja nokkuð og flýtti mér niður marga stiga (tók ekki lyftuna vegna þess að ég vissi að hún gæti stöðvast ef fleiri kippir kæmu). Þegar ég kom niður var greinilegt að ég var eina manneskjan sem hafði orðið vör við kippinn, enginn var niðri eins og þó hafði eitt sinn verið þegar snarpur kippur kom (í alvörunni). Ég var ekkert skömmustuleg yfir hræðslunni heldur lagði af stað upp stigana aftur og átti von á að vera vel tekið þegar ég kæmi aftur upp að borðinu. En það var nú eitthvað annað! Það var eins og ég hefði gert eitthvað ógurlegt á hluta þessa fólks sem var með mér, svikið það voðalega og mér líkuðu engan veginn móttökurnar þannig að ég sneri mér að þeim sem sátu við næsta borð og eru líka í hópi vina minna, en ótengd- um þeim sem ég var upphaflega með. Svo var ég allt í einu komin í íbúðsem vareinhvers konarsam- bland af ibúð sem ég bjó í þegar DAIÐ BARN OGSVUNTA Kæri draumráðandi. Ég hef aldrei skrifað þér en ég vona að þú birtir þetta fyrir mig. Mig dreymdi að ég væri að fæða barn og maðurinn minn og sonur væru að hjálpa mér. Barnið, sem ég fæddi, var pinulítið og með mikið svart hár á hausnum. Þá fannst mér maðurinn minn fara með barnið niður í kjallara (það er enginn kjallari heima) og skipa stráknum mínum að koma með fat en hann var lengi að ná í fatið og maðurinn minn var æstur yfir því að hann væri ekki nógu fljótur. Síðan leggur maðurinn barnið of- an í fatið sem er hálffullt af vatni. Þá fannst mér hann vera að reyna að bjarga barninu frá dauða. Svo sér hann að barnið er dáið og lítur hryggur á mig. Ég trúði því ekki að barnið væri dáið en samt var það dáið. Svo fannst mér ég vera hjá bróður mínum. Þá sé ég ný- fæddan strák á gólfinu. Hann var með Ijóst hrokkið hár. Þá öfundaði ég bróður minn að eiga lifandi barn. Þá sé ég svuntu í eldhúsinu. Ég tek hana og er að velta fyrir mér hver eigi hana þegar ég vakna. Ein i sveit. Þessi draumur er engan veginn fyrir neinum hörmum i fjölskyld- unni og táknin dauði og hryggð eru yfirleitt talin tákna andstæðu sina. Hinu er ekki að leyna að í þessum draumi eru nokkur tákn um að þig skorti staðfestu og sjálf- stæði til að takast á við mál sem eru erfið og mikilvæg og mættir vanda betur val vina þinna eða allavega ekki að hlusta á gáleysis- legar ráðleggingar misábyrgra ,5, i*Vt ég var litil og annarri sem ég bjó miklu seinna í. Ég var sallaróleg fyrst og ég held að fólkið, sem ég hitti þar, hafi verið sambland af þeim sem voru við upphaflega borðið mitt á veitingahúsinu og svo þeim sem ég settist seinna hjá. En allt í einu var eins og ég tæki æðiskast og færi að sletta mjólk út um alla þessa íbúð. Ég var samt ekki reið heldur frekar að hugsa um að það þýddi ekki aó treysta á þolinmæði mína enda- laust. Kæri draumráðandi, getur þú fundið eitthvað út úr þessu? Nöfn- in á fólkinu ætla ég að biðja þig að birta ekki. Með fyrirfram þökk. Mjólkurslettan. Það má Ijóst vera á þessum draumi að ýmis spjót standa á þér um þessar mundir. Það er mikið álag á þér og ýmislegt reynt til að koma höggi á þig. Erfiðleikarnir, sem acI þér steðja, eru af fleiri en einum toga, minni háttar að vísu og þú munt sigrast á þeim. Þú lætur þá kannski fara illa með þig, draga þig niður (ferðin niður stig- ann) en síðan tekur við leiðin upp í móti og ásakanirnar eru styrk- leika- og sigurmerki. Mjólkurhlut- inn er hins vegar heldur neikvæður. Hann bendir til þess að þú lendir í einhverju miður skemmtilegu. Það er bót I máli að þú segist ekki hafa verið reið, ef það er þá rétt. Hvernig er hægt að taka æðiskast og sletta mjólk um allt nema vera reiður? 50 VIKAN 19. TBL
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.