Vikan

Tölublað

Vikan - 08.05.1986, Blaðsíða 45

Vikan - 08.05.1986, Blaðsíða 45
Aþessum síðustu og bestu(?) tímum, þegar 24 klukkutíma sólarhringur nægir ekki lengur til að sinna öllu sem íjölmiðlarnir hafa upp á að bjóða og mér er sagt að sumir hafi skerm á klósettinu hjá sér til að geta sturt- að niður, þá - já, þá hvað? Þá gleymum við því að einn fjölmiðillinn er ekki lengur á meðal okkar en hefur ekki ennþá fengið þau eftirmæli sem hann á skil- ið. Þessi fjölmiðill hélt lengst velli í sveitum landsins og verður að teljast óaðskiljanlegur hluti af íslensku bændamenningunni. Þessi fjölmiðill gerði það að verkum að góðbændur vissu hvar mjólkurbíllinn var í sveit settur hvenær sem var og vissu þess vegna alltaf upp á hár hvenær tími var kominn til að mjólka. Sumir munu hafa notað tækifærið og fleytt rjómann ofan af brúsunum sem stóðu í kælinum. Það var þessum fjölmiðli að þakka að aldrei tókst mjólkurbílstjóran- um að koma fjósamanninum að óvörum með ausu í hendi við að veiða rjóma ofan af mjólkinni. Og það var þessum fjölmiðli að þakka/kenna að á meðan borgarbörnin löptu fitusnauða mjólk úr glösum átu pattaralegir sveitakrakkamir rjómapönnukökur og rjómaskyr. Það var líka þessum fjölmiðli að þakka að blindingjar og aumingjar gátu vitað hvað var í matinn á bæjum sem voru í mílufjar- lægð og það án þess að þurfa að spyrja að því. í stuttu máli vissu allir allt um alla í gegnum þennan fréttamiðil og menn þurftu hvorki að fletta blöðum né stilla loftnet. Allur galdurinn var að TAKA UPP TÓLIÐ. Hér er að sjálfsögðu átt við talsímann, gamla góða sveitasímann sem vissi allt, frétti 19. TBL VIKAN 45
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.