Vikan


Vikan - 05.02.1987, Blaðsíða 26

Vikan - 05.02.1987, Blaðsíða 26
Ég er Ólafsfirðingur en reyndar fædd í Reykjavík 20. janúar 1954. Foreldrar mínir voru báðir Ólafsfirðingar og fluttust þangað með mig nýfædda. Móðir mín heitir Halldóra Hartmannsdóttir og faðir minn hét Gunnlaug- ur Sigursveinsson. Hann lést af slysförum 1968. Pabbi var sjómaður og var á Stíganda þeg- ar hann sökk 1968. Áhöfninni var bjargað eftir nokkurra sólarhringa vist í björgunar- bátnum. Pabbi kom þá í land en lést í bílslysi tveimur mánuðum síðar. Mamma var þá ein með okkur systurnar - ég var þrettán ára en systur mínar átta og fimm ára. Hún fluttist nokkrum árum eftir þetta til Reykjavíkur með okkur og fór að vinna á saumastofu. - Hvernig vildi það til að þú fluttist til Portúgals? Það var nú algjör tilviljun. Sumarið ’78 langaði mig og vinkonu mína að fara í sum- arfrí til útlanda. Við höfðum áður farið til Spánar og langaði nú eitthvað annað. Við pöntuðum okkur far með hópferð til Grikk- lands en þegar leið að því að farið yrði var okkur tilkynnt að ferðin félli niður vegna ónógrar þátttöku. Við spurðumst þá fyrir um ferðir annað og fengum í staðinn ferð til Al- garve í Portúgal. Við héldum að þetta væri hópferð en þegar allt kom til alls vorum við aðeins fimm í hópnum. Þetta var áður en reglubundið leiguflug hófst til Algarve. Nokkru áður en við lögðum af stað hittum við portúgalska stráka á skemmtistað hér í Reykjavík. Þegar þeir heyrðu að við værum á förum til Portúgals buðust þeir til að sýna okkur Lissabon og gáfu okkur heimilisföng og símanúmer í borginni. Þegar við vorum komnar til Portúgals á- kváðum við að fara í tveggja daga ferð til Lissabon. Þegar þangað kom reyndum við að hafa uppi á strákunum sem höfðu boðist til að lóðsa okkur um borgina. Ekki var svarað í neinu þeirra númera sem þeir höfðu látið okkur hafa svo við afréðum að leita uppi heimilisfangið. Það var þá svo illa skrifað að við fórum húsavillt og lentum í útvarpshúsinu, það er húsinu þar sem portú- galska ríkisútvarpið er til húsa. í anddyrinu hittum við tvo starfsmenn út- varpsins og báðum þá, á ensku, að hjálpa okkur. Þeir voru heldur óliðlegir - máttu ekkert vera að því að liðsinna villuráfandi útlendingum - en aumkuðu sig yfir okkur að lokum. Þetta endaði með því að þeir sýndu okkur borgina og um kvöldið fóru þeir með okkur á diskótek! Annar þessara útvarps- manna er Henrique, eiginmaður minn. Það kom á daginn, löngu seinna, að hann hafði lítinn áhuga á diskótekum og fór yfir- leitt aldrei á slíka staði. Gunnhildur brosir feimnislega um leið og hún rifjar þetta upp. Við vinkonurnar fórum síðan samkvæmt áætlun suður til Algarve næsta dag en nokkr- um dögum síðar kom Henrique á eftir mér og var þar síðustu dagana áður en við fórum heim. Við skrifuðumst á um sumarið og um haustið kom hann til íslands og aftur um veturinn. - Þetta hefur þá verið ást við fyrstu sýn? Það má kannski segja það (aftur örlar á feimnisbrosinu), okkur var alvara. Ég fór utan um sumarið til að hitta fjölskyldu hans og um haustið flutti ég svo til Portúgals. - Voru það ekki mikil viðbrigði fyrir þig sem skildir ekki orð í portúgölsku? Jú, það var náttúrlega erfitt að skilja ekki neitt í byrjun og svo er hugsunarháttur eldra fólksins þarna mjög ólíkur því sem við eigum að venjast. Þetta breyttist þó þegar ég fór að skilja og tala málið. Við fluttum strax í íbúðina í Parede, sem við leigjum af tengdaforeldrum mínum, en þeir búa í Lissabon. Henrique var þá nýbyrj- aður hjá sjónvarpinu en var áfram með fasta þætti í útvarpinu - vikulega þætti - og er það reyndar enn í dag svo að vinnudagurinn er mjög langur hjá honum. Hann sér um kvöld- fréttirnar í sjónvarpinu - og stjórnar fjörutíu manna starfsliði. - Ég sá myndir af ykkur í tímariti í Portú- gal í sumar, eruð þið mikið í sviðsljósinu? Nei, ég er afskaplega hlédræg, en við kom- umst víst ekki hjá þessu þar sem Henrique er í slíku starfi og andlit hans alþekkt. - Verðið þið fyrir ónæði afþessum sökum? Nei, segir Gunnhildur dræmt, mér fannst þó óþægilegt fyrst að fólk pískraði og leit við, til dæmis þegar við komum á veitingastaði, en ég er alveg hætt að hugsa um það nú. Það var reyndar viðtal við okkur í TV Guia rétt áður en ég fór frá Portúgal. Gunn- hildur tekur upp úr tösku sinni blað með mynd af Henrique á forsíðunni og þar stend- ur: „Henrique Garcia, hægláti fréttamaður- inn.“ í blaðinu er ítarlegt viðtal við þau hjónin og íjölskyldumyndir. Þetta er eitt útbreiddasta vikublaðið i Portúgal. - Það vekur athygli í þessum viðtölum að þú ert frá íslandi? Já, íslendingar eru ekki margir í Portúgal en flestir þekkja þó landið vegna þess að salt- fiskurinn kemur héðan. Ætli þeim finnist ég ekki langt að komin. - Það er oft sagt að Suðurlandabúar séu blóðheitir - skapmenn. Á þetta við um Portú- gala? Nei, þeir eru yfirleitt mjög elskulegir og rólegir, ólíkt til dæmis Spánverjum. Þeir eru svolítið lokaðir við fyrjtu kynni en um leið og maður hefur kynnst þeim er ekki til betra fólk. Sérstaklega eru þeir góðir við börn - þeir eru miklar barnagælur. - Kynntistu einhverjum íslendingum í Lissabon eftir að þú fluttist þangað? Ég kynntist Kristinu Thorberg Sá Macado eftir að hafa búið í Lissabon í eitt ár. Hún hefur verið búsett í borginni í fjöldamörg ár, maðurinn hennar er frammámaður í portú- gölskum stjórnmálum og var um tíma utan- ríkisráðherra landsins. Ég hitti hana í boði sem konsúllinn hélt 17. júní í tilefni af því að Jóhanna Kristjónsdóttir blaðamaður var með ferðamannahóp á sínum snærum í nágrenni Lissabon. Það er reyndar i eina skiptið sem konsúllinn hefur boðið íslendingum til sín frá því að ég kom til Portúeals! Kristín hefur reynst mér afar vel. Við tölum reglulega saman í síma og hittumst oft. - Eru fleiri íslendingar búsettir þarna? Nú á síðustu árum hafa nokkrir íslendingar flust til Lissabon og ég hef haft samband við þá. Svo hef ég líka kynnst íslendingum sem koma við í Lissabon á leið til Grænhöfðaeyja vegna þróunaraðstoðar íslendinga þar. - Hvaða munur er á því að vera húsmóðir með tvö börn í Portúgal og á íslandi? Ef ég væri hér heima yrði ég að vinna úti og hafa strákana í pössun eins og flestar vin- konur mínar í sömu aðstöðu gera. Ég er mjög fegin að geta verið með þeim allan daginn. Svo er veðrið oftast gott og á sumrin get ég farið með strákana á ströndina sem er rétt fyrir neðan heimili okkar og svo eru bæði tívolí og dýragarður í Lissabon. - Eldarðu íslenskan eða portúgalskan mat? Hvort tveggja. - Portúgalar leggja mjög mikið í matargerð. Það er mikil vinna að matreiða marga algengustu rétti þeirra og oft þarf að byrja að laga matinn daginn áður en hann er hafður á borðum. Það tíðkast á venjulegum heimilum að fá einhverja húshjálp og tvisvar i viku kemur kona til að hjálpa mér við húsverkin. Ég spyr Gunnhildi hvort dagurinn sé aldrei lengi að líða þegar hún er ein heima með strák- ana og Henrique í vinnu frá klukkan tíu á morgnana til tíu á kvöldin. Hún lætur það vera og segist hafa eignast góðar vinkonur í götunni, eina frá Angóla og aðra franska. Og eftir að strákarnir fæddust segist hún hafa kynnst mun fleiri í nágrenninu í gegnum leikfélaga þeirra. - Hvernig er daglegt líf hjá þér í Portúgal? Á virkum dögum gengur lífið sinn vana- gang, ég sínni strákunum og heimilinu á meðan Henrique er í vinnunni. Á sumrin er algengt að vinir og kunningjar hittist á strönd- inni um helgar og borði saman á veitingastað í nágrenninu. Segja má að öll hús séu þá auð því allir fara á ströndina. Á veturna hittum við fólk meira í heimahúsum um helgar eða förum í bíltúr til smábæjanna í kring, til Sintra, Cascais eða Estoril, og borðum þá á einhverjum góðum veitingastað í hádeginu. Það er tiltölulega ódýrt að fara út að borða í Portúgal. Eftir matinn förum við svo í gönguferðir með strákana. Við reynum alltaf að finna ein- hverja nýja staði til að fara á því að oft er býsna ónæðissamt heima um helgar. Þó að Henrique sé ekki í vinnunni hringja vinnufé- lagarnir mikið í hann til að leita ráða og ræða um ýmislegt sem upp kemur í sambandi við fréttirnar. - Farið þið mikið út að skemmta ykkur? Nei, frekar lítið. Aftur á móti er okkur mikið boðið í veislur vegna starfa Henriques, en ég er ekki áfjáð í að fara í þessi boð. - Hvernig veislur eru þetta? Sem dæmi má taka að spilavítið í Estoril býður alltaf einu sinni á ári til kjötkveðjuhá- tíðar. Þangað er boðið þekktu fólki í Lissa- bon; leikurum, stjórnmálamönnum og fjölmiðlafólki. Þetta eru veislur fyrir fólk sem er í sviðsljósinu. í Portúgal má sjá mikinn mun á ríkum og fátækum, einkum í Lissabon þar sem fátækra- hverfin blasa við þegar ekið er inn í borgina. Inni í borginni eru svo glæsileg einbýlishús efnamanna. Hvað finnst Gunnhildi um kjör fólksins í borginni? 26 VIKAN 6. TBL
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.