Vikan


Vikan - 05.02.1987, Blaðsíða 15

Vikan - 05.02.1987, Blaðsíða 15
„Það hefur hingað til aðeins verið ákveðinn hópur fólks sem notar kóka- ín. Það er í flestum tilvikum fólk sem er nokkuð vel efnum búið því að verð- ið á kókaini er hátt. Ég býst við að verðið sé núna um tíu til tólf þúsund krónur grammið. Ég á ekki von á því að verðlækkunin á kókaíninu verði eins veruleg hér og til dæmis í Noregi þannig að eftir sem áður verði kókaín- ið of dýrt til að það myndi samfélags- vandamál.“ Kókaín veldur því ekki að neytand- inn verði líkamlega háður heldur andlega. Þess vegna eru, eins og áður segir, þeir í meiri hættu sem eiga við viss geðræn vandamál að stríða. En hættan er samt sem áður fyrir hendi hjá öllum og þær líkamlegu skemmd- ir, sem kókaínið veldur, eru jafnógn- vænlegar. Og þótt maður telji sig í fullkomnu andlegu jafnvægi getur hann samt sem áður auðveldlega orð- ið háður efninu. Þess ber einnig að gæta að þegar maður hefur neytt efn- isins í einhverju magni fer það að hafa áhrif á andlega líðan hans og veikir andlegt þrek, jafnt siðferðisþrek sem annað. Éiturlyíjaneytandi, sem er langt leiddur, hugsar yfirleitt ekki um annað en sjálfan sig. Hann stelur þá frá vinum sínum og lýgur að þeim. Hann gerir þá allflest til að komast yfir eiturlyfið. Þar á meðal er þekkt að börn og fullorðnir stundi vændi til að afla sér fjár. Einnig er hætta á því að neytendur fari að selja eiturlyf (yfirleitt í litlu magni) i sama tilgangi. Afbrot, þjófnaðir, skemmdarverk og jafnvel morð virðast víðast hvar fylgi- fiskar eiturlyfja. Vænlegasta leiðin til meðferðar á eiturlyfjasjúklingum er að minnka smám saman eiturskammtinn. Ekki er ráðlegt að gera það skyndilega því fráhvarfseinkenni geta verið gífurleg. Þeir sem hafa neytt kókaíns fá hins vegar ekki hin líkamlegu fráhvarfsein- kenni heldur mestmegnis andleg, til dæmis þunglyndi, auk þess sem of- skynjanirnar geta haldið áfram nokkurn tíma. Þegar sá ferill er á enda er nauðsynlegt að sjúklingurinn sé á stofnun þar sem bæði er hægt að fylgj- ast með heilsu hans og passa að hann komist ekki yfir eiturefni. Jafnframt er bráðnauðsynlegt að huga að and- legri líðan viðkomandi. Hann verður að fá meðferð hjá geðlækni eða sál- fræðingi og oft er hópmeðferð nauðsynleg þegar um fjölskyldufólk er að ræða. Ástæðurnar fyrir því að fólk fer að neyta eiturlyfja eru fjölmargar. Al- gengt er að eiturlyfjasjúklingar séu frá heimilum þar sem miklir erfiðleikar hafa verið, til dæmis skilnaðir, dauðs- föll og svo framvegis. Oftast er eitur- lyfjaneytandinn þá að reyna að flýja raunveruleikann. Einnig er talsvert um að ungt fólk sé að leita lífsfylling- ar eða prófi eiturlyf eingöngu vegna þess að því finnst það spennandi. Yfirvöld í þeim löndum, sem mesta framleiðslu stunda, hafa hlotið mikla gagnrýni. Hún hefur meðal annars verið þess efnis að þau séu of undan- látssöm við stórframleiðendur kóka- íns sökum þess mikla gjaldeyris sem þeir afla. I þessum löndum þykir neysla ýmissa eiturlyfja sjálfsagðari en í fíestum öðrum löndum. Sjónvarps- myndatökumenn hafa meðal annars fest á filmu fjölskylduföður að reykja fiknilyf yfir ungu barni og sýnir það nokkuð vel hvaða augum íbúarnir líta þess konar efni. En nú hefur það gerst að yfirvöld í Kólumbíu hafa skorið upp herör gegn eiturlyfjasölum og framieiðendum. Á þremur vikum í desember og janúar voru sex hundruð manns handtekin. Húsleit var jafnframt gerð á um þrett- án hundruð stöðum. Sex þessara manna, sem hafa verið handteknir, eru grunaðir um að vera á lista yfir mestu fikniefnasala landsins. Yfirvöld hafa þó af einhverjum ástæðum ekki viljað gefa upp nafn nema eins þess- ara manna. Sá maður heitir Evaristo Porra Adilas. Yfirvöld í Perú hafa lýst því yfir að þau vilji einnig draga hann fyrir dómstól. Virgilio Barco, forseti Kólumbíu, ákvað að hefja stríð gegn eiturlyfjun- um eftir að blaðamaðurinn Cano var drepinn. Hann hafði barist gegn eitur- lyfjum með skrifum sínum. Til að sporna við þeirri hættu, sem eiturlyf eru, og reyna að koma algjör- lega í veg fyrir hana þarf fræðslu. Það þarf að fræða börn, fullorðna, kenn- ara, lögreglu og svo framvegis. En það er samt sem áður ekki nóg. Það þarf að eyða vandamálinu í fæðingu. Það þarf að stuðla að félagslegri þróun og það þarf aðhald fyrir þá, einstaklinga sem eru i áhættuhópum. En fyrst og fremst þarf að koma í veg fyrir að þær aðstæður skapist sem mynda þörf þeirra sem leita til eiturlyfja. Fyrr er ekki hægt að stöðva notkun þeirra algjörlega. Sumir kunna að segja að slíkt sé ógerningur og þar af leiðandi verði aldrei hægt að koma algerlega í veg fyrir að slík efni verði notuð. Aðrir eru þeirrar skoðunar að það sé mögulegt en til þess þurfi vægast sagt margt að breytast, bæði hugarfar og verknaðir. Eln mesta hættan viö kókaínið er að menn verða andlega háðir því eftir tiltölulega skamman tíma. Ef efnisins er neytt í einhverju magni fylgja ofskynjanir yfirleitt í kjölfarið. Þær geta verið bæði ofheyrnir, ofsjónir og tilfinningar af öðru tagi. Sumir sjá og finna skordýr skríða yfir húð sína. 6. TBL VIKAN 15
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.