Vikan


Vikan - 05.02.1987, Blaðsíða 27

Vikan - 05.02.1987, Blaðsíða 27
Maður verður var við mikla fátækt í Lissa- bon og ég skil ekki hvernig fólk getur lifað í þessum hreysum. Samt tekur maður eftir því hvað allt er yfirleitt hreint þarna og undan- tekningarlaust hangir hreinn þvottur utan- dyra. Annars eru laun lág í Portúgal. Fóstra hef- ur til dæmis um þrjátíu þúsund escudos í mánaðarlaun, sem eru um átta þúsund ís- lenskar krónur, og skrifstofumaður er með svipuð laun. Gunnhildur segir að matur sé ódýr miðað við hér heima, einkum þó kjúklingar og svína- kjöt og svo grænmeti og ávextir. Allt innflutt er hins vegar mjög dýrt, á líku verði og hér. - En hvernig er verð á húsnæði? í Lissabon er húsnæði mjög dýrt og leiga fyrir meðalíbúð samsvarar einum verka- mannalaunum á mánuði. Það er því algengt að ungt fólk búi fyrstu búskaparárin á heimil- um foreldra sinna. - Þú komst hingað til að halda íslensk jól með fjölskyldunni. Er jólahald í Portúgal frá- brugðið okkar jólahaldi? Jólaundirbúningurinn er öðruvísi, það er til dæmis enginn smákökubakstur, segir Gunnhildur og hlær, en aftur á móti eru steikt- ar kökur sem líkjast dálítið laufabrauði, nema hvað þær eru þykkari. Og svo er bökuð kaka sem kölluð er kóngakaka. Ég held að hún tengist eitthvað sögunni um vitringana þrjá. í þessari köku er falin einhver gjöf, vandlega innpökkuð, til dæmis lítið hálsmen. Kakan er síðan borðuð á jólunum og þá má sá sem finnur pakkann eiga gjöfina. Þetta minnir á möndlugjöfina hjá okkur. Á aðfangadag borðar öll fjölskyldan saman og þá er á borðum soðinn saltfiskur, kartöflur og grænmeti, allt soðið. Mér fmnst þetta ekki sérlega jólalegur matur, segir Gunnhildur og lítur á mig brosandi, og hlakka mikið til næsta dags, en þá er hinn eiginlegi jólamatur á borð- um. Eftir klukkan tólf á miðnætti eru pakkarnir teknir upp en við höfum breytt út af þessari venju og leyfum sonum okkar að opna pakk- ana eftir kvöldmatinn. Á jóladag er venjulega á borðum steikt geitakjöt og á eftir margs konar sætir eftirréttir. Eg hef þó oftast verið með hangikjöt á jóladag sem ég fæ sent að heiman. Gamlárskvöldið er án flugelda en eftir mið- nætti fer fólk út á götur með pottlok og lemur þeim saman til að fagna nýju ári. Það er orðið áliðið og við Gunnhildur bún- ar að drekka marga kaffibollana. Þeir feðgar, Henrique, Pedro Gunnlaugur og Henrique Geir, eru orðnir óþreyjufullir að bíða eftir henni. Þau eru að fara í enn eitt fjölskyldu- boðið áður en haldið skal heim til Portúgals. Hún þarf líka að fara að pakka saman og hefur áhyggjur af því að hún komist ekki með allar jólagjafirnar með sér - barnaleikföngin eru svo fyrirferðarmikil. Ég kveð þessa hægu og yfírlætislausu ungu konu og spyr hana um leið hvort hún verði ekki orðin Portúgali næst þegar ég hitti hana. Nei, það verð ég aldrei, segir hún ákveðin, ég verð aldrei annað en íslendingur. 6. TBL VIKAN 27
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.